Thursday, April 15, 2010

Nei eða já? Af eða á?





Já!

(eða)

Nei!

(eða)

Jú!

(eða)

Æi nei!

(eða)

Jæja já!

(eða)

Nei annars...

Uhh...

Ahh...

Þú stendur í matvörubúð. Nýkomin(n) úr ræktinni eða vinnunni eða jafnvel bæði. Daufa svengdar tilfinningin sem fyrir stuttu rétt kitlaði í þér garninar hefur nú breyst í hreint hungur sem veltist um í maganum og klórar þig að innan. Já þú ert greinilegur svangur/svöng. Þú skimar yfir verlsunina og ferð yfir í huganum: Jæja, hvað skal það vera? Heitt eða kalt? Létt eða massíft? Bara að það sé fljótlegt. Þú villt borða núna, eiginlega strax en helst fyrir korteri síðan.

Úff! Nú eru góða ráð dýr. Þú færir þig í átt að kjötkælinum en heldur þig í burtu frá kjötborðinu því þar er afgreiðslufólk sem gefur þér einungis 20 sek. umh

ugsunarfrest og svo er annað fólk sem þarf að bíða útaf þér og svo byrja allir að dæsa mjög hátt. Ekki gott. Nei, best að forðast mannleg samskipti á þessum viðkvæmu augnablikum.

Þú færð fljótlega áhyggjur og hugsar stanslaust:

Ekki fá valkvíða! Ekki! Bara ákveða sig! Hvað er í matinn? Þetta verður allt í lagi. Þú getur þetta alveg. Ok, koma svo. Trommusláttur. Allir bíða með hjartað í buxunum.

Einn tveir og í matinn er :

...

...

...

andskotans!

Um daginn labbaði ég (tók semsagt óformlega könnun og taldi) heila tólf hringi í Hagkaup. Þetta er satt að segja fullt hús matar. ( skv. heimasíðu Hagkaupa, já já ég kíkti, eru yfir 8

þúsund vöruliðir.) Og hvað endaði ég með?

Einn pott af mjólk og flatkökur. Eða nei eiginlega ekki flatkökur því ég gat ekki ákveðið hvort ég ætti að kaupa spelt flatkökur eða venjulegar. Spelt eða venjulegar? Venjulegar eða spelt? Hvað er eiginlega spelt? Verð ég mjó af því?

Ég hefði, án alls gríns og glens, getað dáið þarna inni úr valkvíða. Bara látist úr súrefnisskorti því ég hefði ekki getað ákveðið hvort ég ætlaði að andað inn eða anda út.

En brjóstumkennanlegur dauðdagi.

Ég næ rétt svo að melta kvöldmatinn sem loksins náðist að taka ákvörðun um og þá er ég strax farin að fá kvíðakast yfir komandi degi og þeim kvöldmatar ákvörðunum sem mín bíða.

Eru til einhver ráð? Ekki segja: fáðu þér bara kokk! Það gengur ekki. Ég gæti ekki ráðið kokkinn því ég ætti svo erfitt með að velja. Úúú þessir sérhæfir sig í franskri matargerð. En æi þessi er Norðurlandameistari í smörrbrödd gerð. Og og og og þessi með masters gráðu í kökugerð. Já nei nei.

Eins leiðinlegt og það hljómar þá yrði ég guðslifandi fegin ef ég gæti bara tekið eina pillu á dag og ég yrði bara ekkert svöng. Eða bara einhverja töflu svo þessar verslunarferðir myndu ekki valda mér svona mikilli vanlíðan.

Róandi jafnvel?

Hmmm....

( Ef þið sjáið rammskakka, rangeygða, slefandi káta stúlku í Hagkaup með fulla körfu af mat, verið alveg óhrædd. Þessi stúlka er fullkomnlega hamingjusöm. Hún veit nefnilega hvað verður í matinn.)


Monday, April 12, 2010

Mánudagur til mæðu ( og megrunar)


Komplexar. Vonandi kannastu ekkert við þá. Hins vegar eru yfirgnæfandi líkur á því að þú þekkir þá vel og hugsir um þá daglega. Eitthvað við þig sjálfa(n) truflar þig, kannski er það einhver líkamspartur sem er of stór eða alls ekki nógu stór. Ég vona að þú hugsir ekki stanslaust um þetta en margt minnir mann á þessar hugsanir ( sem manni sjálfum finnst vera meira staðreyndir en bara ímyndanir í huganum) Speglar, ljósmyndir,viktir eru sönnunargögnin og við notum þau óspart til að rökstyðja mál okkar og strá salt í sárið. ,,Viktin segir að ég sé svona þung/ur, oj hvað ég er feit" - Kannastu við þetta?

Ég er til dæmis ekki alltaf með hugann við komplexana mína en sumir dagar eru verri en aðrir. Ljótan ógurlega bregður sér á stjá. Allt er að og ég er ómögleg á alla vegu. Áður en deginum líkur er ég búin að ákveða 10 lýtaaðgerðir, búin að plana matarræði sem myndi hæfa munaðarleysingja í Rúmeníu og er auðvitað harð ákveðin í því að mitt útlit verði einfaldlega að taka stakkaskiptum. Þetta gangi einfaldlega ekki lengur. Sem betur fer er ég yfirleitt búin að gleyma fitusoginu og 100-kaloríur-á-dag matarplaninu næsta dag, í versta falli. Þetta lifir allavegana aldrei lengi. Þetta er samt ekki bara leiðinlegur og niðurdrepandi tími fyrir mig sjálfa heldur alla þá sem eru í kringum mig. Aldrei datt manni í hug að gamla (góða) ,,fituklessutuðið" gæti gramist öðrum:

Í fyrsta lagi er ekkert skemmtilegt eða sjarmerandi við það að þurfa að hlusta á manneskju ( stelpu) taunglast á því hvað hún sé ljót. Mjög líklega er þetta sætasta stelpa sem þú veist um, norðan og sunnan Esjunnar. En hún verður allavegana ekki sætari fyrir vikið. Hefur gert fýlusvip og litið í spegil? Já einmitt, ekki beint besta lúkkið þitt.

Af hverju er ég alltaf að gera úr því slæma og lítið úr því góða? Það mætti halda að þegar ég kynnti mig fyrir ókunnugum myndi ég segja : Hæ! Ég heiti Anna Margrét og ég er með risa stóra upphandleggsvöðva og æðaslit á fótunum!

Hver vill heyra svona? Og þarf einhver að vita þetta? Og af hverju í ósköpunum ætti þeim ekki að vera saman? Mér er allavegana alveg (skít) sama hvort þessi þarna sé með bananabrjóst eða hárið á þessum er farið að þynnast á kollinum.

Staðreyndin er grátbrosleg: við fáum ekki nóg af okkur sjálfum og fátt annað kemst að. Þannig að öll þessi tár í koddann yfir 500 gramma aukningu á þyngdinni voru tja, satt að segja, tilgangslaus.

En ekki misskilja mig; ekki fara fá kökk í hálsinn yfir því hvað þú ert mikill egóisti og hugsir bara um hvað þú fáir mörg stig á Rate my hotness.com Það er bara mikilvægt að huga stundum að því, svona á milli þess sem þú klípur í lærafituna þína, að lífið snýst um miklu mikilvægari hluti og er í raun milklu betra þegar þú ert ekki í þessu kapphlaupi um að vera einhver annar/önnur, betri en þú ert núna. ( því þú ert nenfinlega á hlaupabretti og þar að leiðandi kemstu ekki mjög langt)

Svona dagar koma og fara. Ljótuna kíkir alltaf í heimsókn, öðru hvoru. Vertu bara viss um að hún líði hjá, ljótan á ekki að vera tjilla hjá þér í heilan mánuð. Þá þarftu að athuga málið. Svona til að slaufa þetta vil ég bara minna þá sem líkt og ég eyddu þessum mánudegi með ljótuna í heimsókn að þetta tekur enda og sem betur fer! Til eru einstaklingar sem þjást dag hvern bara við það eytt að sjá spegilmynd sína og ganga í gegnum þvílíkar eldraunir til þess eins að reyna líta betur út ( en ekki endilega til að láta sér líða betur)

Heidi Montag og 99% plastaði líkaminn hennar er sorglegt dæmi um manneskju sem lifir með ljótuna í hjartanu og auminginn fær aldrei frið.

Ég ætla allavegana að reyna að vera hress og gleyma 'plexunum mínum. Það er alveg nóg að vita af þeim, óþarfi að pæla þetta eitthvað lengra.

Gangi okkur vel! ( sagt í hundrað prósent einlægni, eða svona...)



Saturday, April 10, 2010

Loser loser,double loser! As if! Whatever! Get the picture! Duh! Ok??

Að hanga í tölvunni er mesti tíma og heilaselluþjófur sem til er. Fyrir tveimur klukkutímum síðan settist ég fyrir framan tölvuna. Og hvað var planið? Jú kíkja á Facebook til að taka út perraskap dagsins. Athuga póstinn. Ekkert nema ruslpóstur sem bíður mér góð tilboð af stinningalyfjum. Verst að ég hef engin líffæri sem þarnast stinningar svo það náði ekki lengra. Renna svo hratt yfir hugleiðingar vinar míns Perez í borg englanna, æfa sænskuna hjá BlondinBellu og athuga hvaða nýju svörtu leggings jóna mjónan Elín Kling var að kaupa sér. Þetta á að taka u.þ.b. 10-12 mín, fer eftir því hvort P hafi eitthvað krassandi til að segja mér.

120 mín. síðar.
Hvað er ég að gera við lífið mitt? Almáttugur.
Og maður mætti að halda að ég myndi skoða eitthvað uppbyggilegt. Kannski kynna mér þetta þarna það sem Einstein uppgvötaði. Eða skoða eitthvað nám sem ég (ætti) gæti farið í. Farið inná howdo.com og reynt að komast að því hvernig ég eigi að hreinsa myglublett í einni af baðflísunum.
uselessinformation.org tók burt tvo klukkutíma úr minni ævi. Oh niðurdrepandi staðreynd

Það er bara ein leið til að redda þessu laugardagskvöldi.

Glórulaus? Klárlega!

Ég kann þessa mynd utan að. Þið sem skiljið mig, jújú þið skiljið þetta. Njótiði kvöldsins litlu kexin mín.
Ég og Cher ætlum að fara versla í Beverly Hills með litlu plast bakpokana okkar og með æðislega mikinn varablýant. Laaaater

Friday, April 9, 2010

Fake it until you make it

Flestir 8 ára krakkar sem halda tónleika í eldhúsinu heima hjá sér eru amatörar en þessi vinur minn hann er pró. Alveg bara atvinnumaður. Það er ekki hægt að fake-a svona dæmi. Hann er svo flottur að það er ekki fyndið. Ég meina jú hann er geggjað skondinn í alltof litlum MikkaMús bol og ég er ekki alveg tilbúin til að samþykkja þessar stuttbuxur en hreyfingarnar og innlifunin og taktarnir... ómæ litlu fingrasmellirnir hans eru milljón.
Hann er æði. Ég meina það!
Er búin að horfa á þetta fjórum sinnum. Fæ ekki nóg!
Svo þegar hann hefur lokið sýningunni labbar hann bara útúr myndinni, of kúl til að ræða þetta eitthvað frekar. Bara flottur á því!
Af hverju ekki að hætta í smástund að passa uppá kúlið. Bara sleppa því alveg. Taka bara einn snúning með banana í hendinni og vera bara sátt með lífið.
Það er nú einu sinni föstudagur.

Mússí mússí

Sæl veriði öll sömul.

Þetta er fyrsta bloggfærslan mín hér inná Litlu bleiku fílarnir.
Jæja, þá er það staðfest. Ég er strax komin með aulahroll. Ekki það að mér finnst blogg eitthvað ekki sniðug. Því mér finnst mjög gaman að lesa blogg, en þá annarra manna blogg.

Þetta er kannski 17. tilraunin mín til að stofna blogg. Fyrst sest maður niður og finnur uppá fábæru nafni og semur svo einhverja færslu, alveg bráðskemmtilega og maður hlær jafnvel upphátt af sínum eigin brandara. Svo lítur maður uppúr tölvunni og hugsar : já þetta verður snilld. Ég er snillingur og þetta verður snillarinnar bloggin. Snilldin ein jafnvel!
Svo save-ar maður og rosa spenntur fer beint til að kíkja á síðuna...er nokkur búinn að commenta?? Rennir augunum yfir síðuna að springa úr stolti og les svo herlegheitin yfir í tólfta skiptið á seinasta korterinu.
Og það er GLATAÐ! Þvílík vonbrigði. Haha oj þetta er það allra kjánalegasta sem þú hefur lesið. Svona eins og að heyra sjálfann sig tala inná segulband. Hefuru gert það? Langaði þig ekki bara til að fara uppá næsta háhýsi og kasta þér niður? Aulalegt much??

En er þetta ekki bara eins og að sofa hjá í fyrsta skipti? Er ekki alltaf óþægilegt að hugsa til þess. Nei ég meina það er enginn og ég held ég geti verið handviss um það að ENGINN er laus við kjánahrollinn þegar sá hinn sami fer á vit minninganna og hugsar um ,,fyrsta skiptið".

Svo ég verð bara að bíta í það súra epli að: já þetta er fyrsta færslan mín og já hún er allsvakalega kjánalega og ekki laus við að vera hallærisleg líka.
Þá er þetta allt gott og blessað. Ég reyni að koma upp með eitthvað skemmtilegra að segja frá fljótlega og þið getið farið í langa sturtu og reynt að skrúbba þessa færslu af ykkur.

Bleiku fílarnir biðja að heilsa

Anna