Já!
(eða)
Nei!
(eða)
Jú!
(eða)
Æi nei!
(eða)
Jæja já!
(eða)
Nei annars...
Uhh...
Ahh...
Þú stendur í matvörubúð. Nýkomin(n) úr ræktinni eða vinnunni eða jafnvel bæði. Daufa svengdar tilfinningin sem fyrir stuttu rétt kitlaði í þér garninar hefur nú breyst í hreint hungur sem veltist um í maganum og klórar þig að innan. Já þú ert greinilegur svangur/svöng. Þú skimar yfir verlsunina og ferð yfir í huganum: Jæja, hvað skal það vera? Heitt eða kalt? Létt eða massíft? Bara að það sé fljótlegt. Þú villt borða núna, eiginlega strax en helst fyrir korteri síðan.
Úff! Nú eru góða ráð dýr. Þú færir þig í átt að kjötkælinum en heldur þig í burtu frá kjötborðinu því þar er afgreiðslufólk sem gefur þér einungis 20 sek. umh
ugsunarfrest og svo er annað fólk sem þarf að bíða útaf þér og svo byrja allir að dæsa mjög hátt. Ekki gott. Nei, best að forðast mannleg samskipti á þessum viðkvæmu augnablikum.
Þú færð fljótlega áhyggjur og hugsar stanslaust:
Ekki fá valkvíða! Ekki! Bara ákveða sig! Hvað er í matinn? Þetta verður allt í lagi. Þú getur þetta alveg. Ok, koma svo. Trommusláttur. Allir bíða með hjartað í buxunum.
Einn tveir og í matinn er :
...
...
...
andskotans!
Um daginn labbaði ég (tók semsagt óformlega könnun og taldi) heila tólf hringi í Hagkaup. Þetta er satt að segja fullt hús matar. ( skv. heimasíðu Hagkaupa, já já ég kíkti, eru yfir 8
þúsund vöruliðir.) Og hvað endaði ég með?
Einn pott af mjólk og flatkökur. Eða nei eiginlega ekki flatkökur því ég gat ekki ákveðið hvort ég ætti að kaupa spelt flatkökur eða venjulegar. Spelt eða venjulegar? Venjulegar eða spelt? Hvað er eiginlega spelt? Verð ég mjó af því?
Ég hefði, án alls gríns og glens, getað dáið þarna inni úr valkvíða. Bara látist úr súrefnisskorti því ég hefði ekki getað ákveðið hvort ég ætlaði að andað inn eða anda út.
En brjóstumkennanlegur dauðdagi.
Ég næ rétt svo að melta kvöldmatinn sem loksins náðist að taka ákvörðun um og þá er ég strax farin að fá kvíðakast yfir komandi degi og þeim kvöldmatar ákvörðunum sem mín bíða.
Eru til einhver ráð? Ekki segja: fáðu þér bara kokk! Það gengur ekki. Ég gæti ekki ráðið kokkinn því ég ætti svo erfitt með að velja. Úúú þessir sérhæfir sig í franskri matargerð. En æi þessi er Norðurlandameistari í smörrbrödd gerð. Og og og og þessi með masters gráðu í kökugerð. Já nei nei.
Eins leiðinlegt og það hljómar þá yrði ég guðslifandi fegin ef ég gæti bara tekið eina pillu á dag og ég yrði bara ekkert svöng. Eða bara einhverja töflu svo þessar verslunarferðir myndu ekki valda mér svona mikilli vanlíðan.
Róandi jafnvel?
Hmmm....
( Ef þið sjáið rammskakka, rangeygða, slefandi káta stúlku í Hagkaup með fulla körfu af mat, verið alveg óhrædd. Þessi stúlka er fullkomnlega hamingjusöm. Hún veit nefnilega hvað verður í matinn.)