Forever young |
Nei Litlir Bleikir Fílar ætluðu aldeilis ekki út á þessi mál í dag og ætla því að snúa sér að umræðuefni dagsins og er það akkúrat eitthvað sem Litlir Bleikir Fílar hafa mikið pælt í. (endilega látið okkur samt vita ef ykkur langar að við fjöllum meira um ljót tattú: barna þema. Við getum vel hugsað okkur að víkka út það hugtak.)
Jæja áfram með Létt og Laggot:
Hvernig getur það verið að fólk af hærri stéttum í Bretlandi, jafnvel kóngafólk með eðalblátt blóð sér í æðum, láti sjá sig úti um miðjan dag ógrátandi, og algjölega ódrukkið með líka svona ofboðslega hræðileg höfuðföt? Camilla Parker Bowles (Frú Skálar...love it) er til dæmis hér með eitthvað á höfðinu. Og hún brosir. Hvers vegna brosir hún? Af því að hún er með kúlutjald úr Sjónvarpsmarkaðinum á höfðinu? Nei við erum bara orðlaus. Hún er nú ekki fögur sjálf, óþarfi að fá sér hatt sem setur þennan skort á fegurð í CAPSLOCK.
Hvað amar hér að? |
![]() |
Hattinum til varnar: það er þó slaufa. |
Hattur? Meira eins og varahlutur í uppþvottavél. |
Þetta lítur út eins og ADSL tenging fyrir fjölbýlishús eða gömul borðskreyting úr fermingarveislu í Neðra-Breiðholti sem er ennþá upp á punt inni í stofu og safnar ryki. Ekki hattur. Ekki eitthvað sem þú setur á hausinn á þér. Ekki eitthvað sem þú labbar út úr húsinu með á þér og hugsar:
Djöfull er maður SMART í dag. Hámarks smartness maðurfukkingur!
Litlir Bleikir Fílar og ADHD kisan þakka lesendum sínum fyrir þolinmæði undanfarna daga þegar þeir ákváðu að taka sér smávegis frí vegna prófalesturs og almennra leiðinda. Þeir eru komnir aftur og ætla aldeilis að trylla lýðinn á næstkomandi dögum. Heldur betur.
Heyrumst þá aftur á morgunn!
BOJ BOJSINGUR!
Díana var alltaf með fallega hatta, hún var líka fallegust og smart.
ReplyDeleteÞetta tattú gerir útaf við mig... en þú ert sæt og skemmtileg.
Túrílúú!
Díana stóð sig ALLTAF í hattamálunum. Svo smart kona.
DeleteSmart smaragður.
Þessi hattur Frú Skála er eins og afskaplega ógirnileg brúðkaupsterta.
ReplyDelete..Og ég er ekki enn búin að finna geirvörtuna!
Við giskum á að nebbinn á barninu er geirvartan á pabbanum.
DeleteDásamlegum hattalestur. Ég fann geirvörtuna og fór að gráta og vil útvíkkaða umræðu um babyflúr.
ReplyDeleteKv. Karis
Karis, þú ert dásemd. Takk fyrir þetta og við munum svo sannarlega víkka út babyflúr umræðuna.
DeleteStay tuned!
Ok kaflinn sem kom undir konunni með kolagrills-hattinn er held ég það fyndnasta sem hefur hent mig á löngum ferli.
ReplyDeleteKv. Stefán Jóhann Sigurðsson
AÐDÁANDI
TAKE IT TO THE STREETS MY BROTHER FROM ANOTHER MOTHER OR A SISTER....
DeleteÉg vil fá like-takka á þetta blogg!!
ReplyDeleteSvo vil ég líka að ADHD kisan efni til hattaveislu og allir gestir verði að vera með hatt í þessu þema. En það er bara mín skoðun.
Kristín þú ert búin að tala um þema partý síðan ADHD kisan kynntist þér fyrir mörgum árum. Aldrei að vita nema LBF efni til svoleiðis veislu enda hefur þú ávallt tekið þemu alla leið....sbr. skinkubitarnir í eyrnalokkunum þínum í einhverju afmælinu. ADHD kisan gleymir því aldrei því þá öðlaðist hún nýja virðingu fyrir þér og skinku eyrnalokkum. Fallegt móment það var.
Delete