Litlir Bleikir Fílar eru ósmekklegir með öllu. Þeim tekst aldrei að tolla í tísku, sérstaklega fatatískunni enda erfitt að vera lítill bleikur fíll og ætla bara valsa inn í Kringluna og skella sér á fjólubláan snákaskinn samfesting með gat í klofinu. Nei krakkar mínir það er nú hægara sagt en gert. Þannig að Litlir Bleikir Fílar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé bara betra fyrir þá að vera púkó og bara rokka það. Þeir sem eru hipp og kúl og töff finnst ofsalega gaman að líta um öxl og flissa yfir sem því sem þeim fannst einu sinni hipp og kúl og töff en finnst núna alls ekki hipp og kúl og töff. En þeir sem eru ennþá meira hipp og kúl og töff eru svo svakalega hipp og kúl og töff að þeir taka það sem þykir ekki hipp og kúl og töff lengur og gera það AFTUR hipp og kúl og töff. Nú eru ADHD kisan komin með höfuðverk.
|
ADHD KISAN SKILUR EKKERT. nada. |
Þess vegna ætla Litlir Bleikir Fílar að snúa vörn í SÓKN og halda heiðri þeirra hluta sem þóttu H-K-T (hipp og kúl og töff) og þykja ekki lengur H-K-T og bara tala um þá. Bara setjast niður með piparmintute og bara ræða þessa hluti. OG samþykkja þá staðreynd að Litlum BLeikum Fílum finnsta þetta allt saman ennþá flott og hippíkúl og bara vera. Eftirfarandi upptalning er osom:
Kryddpíurnar. Áður en Geri hætti. Áður en Viktória smallaði fésinu ofaní vaxdall. Áður en Baby Spice hætti að ganga með snuð um hálsinn. Áður en Mel B varð óhæf móðir (sbr. pistil um Scary Spice og ungbarnagallabuxurnar) áður en Mel C hætti að ganga í íþróttagalla 24/7 (hún gerir það samt held ég ennþá...FUBU 4 the Win) Hér börnin mín góð erum við að tala um gríðarlegt magn af dökkbrúnum varablíant og við erum að elska það. Við erum að löva það. Við erum liebe það. LIEBE! <3
|
GOOD TIMES-GURRRL POWERZ |
Tamagotchí-Vasagæludýrin japönsku. Þið áttuð svona, ekki ljúga af okkur og ekki ljúga af ykkur sjálfum. Það er bara sárt og gerir allt svo miklu, miklu erfiðara. Ég átti svona og á svipuðum tíma uppgvötaði að ég er heljarinnar sadó-masó perri. Ekki í neinum leðurfatnaði samt (Litlir Bleikir Fílar fá svo slæmt útbrot ef þeir svitna í leðri....subbuleg saga, þið viljið ekki vita) Nei, litla 10 ára ég elskaði (LIEBE) að láta litla vasagæludýrið mitt kveljast; lét það kúka út allan skjáinn, gaf því aldrei að borða, léta það hoppa og skoppa og þjást af insomniu þangað til að það lapti dauðann úr skelinni/skjánum. Það var gaman.
|
CHAINS AND WHIPS EXCITE ME-RIHANNA |
Þessar pæjar. Við eigum ekki til mörg orð um þær. Fyrir utan það að þær voru FLOTTASTAR. Það er augljóst. Þessar ogguponsu pínulitlu klemmur í hárinu. Þessi litlu mellubönd um hálsinn. Ziak, zak skiptingar. Flauels skokkar og húðlitaðar sokkabuxur. Svona voru þær og svona var ÉG. Bara flottust með ljósbláan sanseraðan augnskugga frá Boujoris sem ég grenjaði út úr foreldrum mínum. Og ekki fara svo að segja að þær séu einhverju tískuíkon í dag-NEI! Nei segjum við, þær voru flottar árið 2000 og eftir það var allt niður á við.
Og svo endum við á einum draumi. Einn gamall draumur sem rættist aldrei. Og skildi eftir sig sár og holu í hjartanu. Ekki bara þráði ég að eignast svona, heldur þráði ég að vera stelpan á þessu plakati. Margar erfiðar nætur grét ég bara sára yfir þessum ömurlega veruleika að : A) ég átti ekki X-18 skó og B) ég var of ung til að sækja um að verða X-18 talskona/módel/lífstílsiðkandi. Það var erfitt. Það er ennþá erfitt. Ég get ekki rætt meira um þetta. Minningarnar eru yfirþyrmandi. Látum myndina segja allt sem segja þarf og svo slaufum við þessu hérna. Ég verð með snýtuklút ef einhver er að leita af mér.
|
Getum við aðeins talað um þessa hatta? |
Ég geng ennþá með Vasagæludýr á mér og stundum er ég með melluband, en ekki um hálsinn.
ReplyDeleteBaráttu kveðjur,
LIL
Lifir enn í gömlum glæðum.....gömlum glæðum já.
Deletetakk, ég löva þennan pistil í dag. ég held meira að segja að ég fari í skúrinn og leiti að gamla vasagæludýrinu mínu.
ReplyDeletespice girls dansar verða teknir í næsta teiti Dagga kann þá alla (ég rifja þá upp a þriðjudagskvöldum, kallinum finsst ógurlega gaman aðí)
Dagga over and out
Ég heimtaði að fá að fara í andlegt veikindaleyfi á 13. ára afmælisdaginn þegar ég fékk tölvudýrið mitt. Móðir mín var þó ekki til í það og þegar ég kom hefim hafði það skitið útum allt.
ReplyDeleteStory of my life.
Þetta er of gott!! Ég elskaði þetta allt, fyrir utan sadó masó meðferðina á dýrinu:)
ReplyDeleteÞú ert fönní