Eftirfarandi upptalning er hvorki uppspuni né hundraðáttíuogsextán prósent ýkjur heldur heilagur sannleikur og það er eins gott að þið takið eftir því þettar er í fyrsta og eina sinn sem á þessari bloggsíðu eru skrifuð jesúbarns sannleiks orð.
Veikindi sundurliðuð, flokkuð eftir óþægileikastigi:
Höfuðverkur. Eins og Bubbi byggir/Bob the Builder/BubbatheShrimp hafi komið sér fyrir í fremra heilahvelinu mínum og ákveðið að halda byrjendanámskeið í að bora. Sætt af honum.
Ósmekklegur höfuðverkur |
Þessi hefði nú mátt losa um nefið mitt í leiðinni. Sem hún gerði ekki. Biðsa. |
Burning down the house |
Restin voru minniháttar ömurleikar sem létu mér líða bæði andlega illa og líkamlega illa. Ég var viðkvæm eins og lítið viðkvæmt eineltis fóstur. Mestur tími minn fór í að pússla, já pússla: ég lýg því ekki. Einu sinni fann ég ekki réttan kubb, leitaði og leitaði. Ekkert gekk, ekkert passaði. Hvað gerði ég? Vennjulega myndi ég taka bræðiskast, safna saman öllu púslinu og fara út á svalir og henda öllum kubbunum í gamalt fólk sem situr hjá Tjörninni og gefur öndunum brauð. Svo myndi ég horfa á þau gefa öndunum óvart púsl í staðinn fyrir rúsínubrauð, öndin myndi túttna út og blána og kafna og gamla fólkið myndi hringja í Útvarp Sögu, í öngum sínum og ég myndi sitja heima sátt með mín mál. En nei. Ekki á þessum tímapunkti. Ég var svo lítil sál að ég bara fór að gráta. Með tárum og öllum. Bara hágrenjandi horbolti með sár á nebbanum eftir sífelldar snýtingar.....hér var low point fyrir mig og mín veikindi.
Svona leið mér en fjandinn hafi það ég leit ekki svona út. |
ADHD kisan biður að heilsa ykkur. Hún er persnesk í dag. Ekki verra það.
Ég græt alltaf þegar ég púsla.
ReplyDeleteKv. litla sál
Gráttu Tungufoss....gráttu!
DeleteGott að þér líður betur. Var orðinn mjög pirraður á bloggleysi.
ReplyDeletekv. Bössi
Mikið gleður það mið að þú sért snúin aftur til lífsins.
ReplyDeleteEn leiðinlegt að þú hafir farið að grenja.
Pínu spes.