Monday, March 26, 2012

Nebbakurl

Ok já við erum komin aftur. Snúin tilbaka. Upprisa holdsins og eilíft blögg. Hér erum við samankomin á ný eftir vægast sagt erfiðar stundir að baki. Já Litlir Bleikir Fílar fengu inflúensu. Sem er miklu verra en flensa. Og miklu verra en inúíti. Eiginlega jafn slæmt og ef maður setur flensu og inúíta saman í blandara og smá sellerí með. Útkoman eru veikindi sem ADHD kisan myndi ekki vilja fyrir sinn versta óvin (sem er ákveðinn aðili sem við munum fjalla um seinna, líklegasta á egglosartíma. Þá er tími bræðinnar) 
Eftirfarandi upptalning er hvorki uppspuni né hundraðáttíuogsextán prósent ýkjur heldur heilagur sannleikur og það er eins gott að þið takið eftir því þettar er í fyrsta og eina sinn sem á þessari bloggsíðu eru skrifuð jesúbarns sannleiks orð.
Veikindi sundurliðuð, flokkuð eftir óþægileikastigi:
Höfuðverkur. Eins og Bubbi byggir/Bob the Builder/BubbatheShrimp hafi komið sér fyrir í fremra heilahvelinu mínum og ákveðið að halda byrjendanámskeið í að bora. Sætt af honum.
Ósmekklegur höfuðverkur
Stíflað nef. Já svo(ooo) stíflað. Hversu stíflað segiru? Ógeðslega stíflað mögulega? Já, það er hárrétt hjá þér lesandi góður. Svo stíflað að stíflað klósett myndi stofna stuðningshóp ásamt öðrum stífluðum klósettum og semja baráttulag og syngja það saman í Perlunni á söfunartónleikum fyrir nefið mitt sem var, ef ég hef ekki komið því að enn, var mjög stíflað.

Þessi hefði nú mátt losa um nefið mitt í leiðinni. Sem hún gerði ekki. Biðsa.
Hiti Að vera með ógeðslega háan hita í marga marga daga gerir manni fátt gott. Eiginlega ekki neitt gott. Það er svo ógeðslega aumkunarlegt og kuntulegt og tussulega að vera með háan hita að mér dettur eiginlega ekkert jafn þurrkuntu brussu melluleiðinlegt og að vera með háan hita, í mínu tilfelli, í marga marga langa daga. Svona leið mér og ég er viss um að ég leit svona út líka.
Burning down the house

Restin voru minniháttar ömurleikar sem létu mér líða bæði andlega illa og líkamlega illa. Ég var viðkvæm eins og lítið viðkvæmt eineltis fóstur. Mestur tími minn fór í að pússla, já pússla: ég lýg því ekki. Einu sinni fann ég ekki réttan kubb, leitaði og leitaði. Ekkert gekk, ekkert passaði. Hvað gerði ég? Vennjulega myndi ég taka bræðiskast, safna saman öllu  púslinu og fara út á svalir og henda öllum kubbunum í gamalt fólk sem situr hjá Tjörninni og gefur öndunum brauð. Svo myndi ég horfa á þau gefa öndunum óvart púsl í staðinn fyrir rúsínubrauð, öndin myndi túttna út og blána og kafna og gamla fólkið myndi hringja í Útvarp Sögu, í öngum sínum og ég myndi sitja heima sátt með mín mál. En nei. Ekki á þessum tímapunkti. Ég var svo lítil sál að ég bara fór að gráta. Með tárum og öllum. Bara hágrenjandi horbolti með sár á nebbanum eftir sífelldar snýtingar.....hér var low point fyrir mig og mín veikindi.
Svona leið mér en fjandinn hafi það ég leit ekki svona út.
Nú eru Litlir Bleikir Fílar komnir aftur og eru heldur betur í geggjuðu stuði. Þeir lofa að fá ekki inflúensu aftur í bráð. Tveir skemmtilegir pistlar eru búnir að vera í bígerð undanfarið og bíða þeir spenntir eftir frumsýningu (já ég persónugeri skrifin mín....don't be judger)
ADHD kisan biður að heilsa ykkur. Hún er persnesk í dag. Ekki verra það.


Tuesday, March 13, 2012

Macho does not prove mucho

Stundum verða Litlir Bleikir Fílar lasnir eins og aðrir. Þeir verða voða litlir í sér og afskaplega ljósbleikir, eiginlega fölbleikir- svo það er ekki sjón að sjá þá, litlu greyjin.
Og hvað gerir ADHD kisan þá? Til að hressa upp á fílana sagði hún þeim sögu: ævintýri sem þrjár undurfríðar og últra fabúlush systur sem áttu sér þann draum að giftast prins og flytja til Ammeríku.
Þær hétu: Magdolna ,,Magda", Eva og Zsa Zsa. (Ef við ýtum aðeins á pásu núna og spáum aðeins í því hversu mikið snilldarinnar nafn er það? Zsa Zsa! Zsaaaaa Zsaaaaa, nei ég fæ ekki nóg af því)
Við nennum ekki að rekja alla söguna um systurnar þrjár við ætlum að staldra við nokkra mikilvægar staðreyndir hvað varðar þær. Í fyrsta lagi voru þær sjúkar í að gifta sig. Og ekki gifta sig neitt lágstemmt, neiiii. Zsa Zsa var til dæmis gift Conrad Hilton sem er langafi Paris Hilton. Greinilega varð genablandan aðeins of svakaleg því það verður að viðurkennast að fabúlushið endist ekki niður ættartréið. Sbr. mynd af Paris með rottuhund sem er í sama lit og spray tanið hennar. Epískt fail. Sbr. mynd af Zsa Zsa með hund í stíl við kjólinn sinn, skartgripina, varalit OG bakgrunninn: WINNING
WATCH N' LEARN GUUURL! Watch n' learn.
Ekki eiga hund í sama lit og meikið þitt.
Bleikt on bleikt on bleikt.
Við vorum að tala um brúpkaup og giftingar. Þið vitið hvað Litlir Bleikir Fílar eru áhugasamir um brúðkaup af alls kyns toga. Þeir sitja ekki heima hjá sér alla daga og skoða brúðarkjóla og gera svo: Clear internet history.....það eru lygar.
 Aftur að Zsa Zsa og co. Þær komu til bandaríkjana og áttu sér eitt mottó í lífinu:
Giftast og giftast vel. Og svo ef sú gifting var ekki nægileg vænleg til vinnings þá bara skilja og giftast aftur. Og skilja. Og giftast nýjum. Og skilja. Og giftast nýjum. Og skilja. Og vera fabúsh.

Á milli þessara þriggja æðislegu systra urðu heil tuttugu hjónabönd en aðeins eitt barn. Mögulega útaf því að þeim fannst meðganga ekki nógu fabúsh og það gekk ekki upp að vera með ungabarn í loðfeld. Maður spyr sig. En þegar kona sem slík er svona geðveikislega fab týpa þá er maður ekki að spyrja óþarfa spurninga. Hér er Eva Gabor í einhverri brjálæðsilegri múnderingu að gera það sem hún gerði best: Verandi fabúshillí fabúsh og fabalúhú.
SMART EINTAK AF KONU
Zsa Zsa var fræg fyrir að eiga bestu línurnar í húsinu, sérstaklega þegar fólk vildi gera grín af öllum þessum hjónaböndum sem hún átti að baki sér. Fólk getur verið leiðinlega leiðinlegt og ætlað að vera æðislega fyndið og gera grín af þessari fjaðurpennadrottningu en við vitum öll að þeir einstaklingar eru bara alveg LENS á fabúlosití og sitja heima í ílla hnökruðum flíspeysum og drekka ilvolgt pepsí. 
Svona bombaði Zsa Zsa gegn ilvolgum pepsidrykkjukellingum:
,,I'm a marvelous housewife. Every time I leave a man I keep his house."
..Macho does not prove mucho"
,,I want a man who is kind and understanding. Is that too much to ask of a millionaire?"
......megum við segja: 
númer 1): HA HA!
 númer 2): SNILLINGUR 
númer 3): FABÚSH!
Eva og Zsa Zsa í pallíettum. Það er allt og sumt.
Ef Litlir Bleikir Fíla verða einhvertímann eldri (oh no I din't) fönguleg kona sem er ennþá með fallega leggi og brjálæðsilegan húmor fyrir sjálfum sér myndu þeir óska sér að vera alveg eins og Zsa Zsa; búa í Bel Air og bara vera flottust. Ganga í beislituðum silkiblússum með eyeliner ofan á eyeliner ofan í eyeliner og bara lounge-a við sundlaugina með smáhundunum mínum, heimtandi að olíuborni sundlaugastrákurinn (the pool boy) veiði stanslaust upp ósýnileg laufblöð úr lauginni á meðan ég drekk rammsterkan Appletini með bleikri sólhlíf og nýt þess að vera simple fabúlushness.
Zsa Zsa að vera Zsa Zsa.
Zsa Zsa hefur meira að segja einu sinni verið handtekin útaf því að hún sló lögregumann utan undir. (ok...HA HA HA) Ef sá lögreglumaður átti þennan kinnhest ekki hundraðsextíuogníu prósent skilið þá veit ég ekki hvað. Hann var ekki að virða fabið sem Zsa Zsa er, hann var ekki að höndla fabið og þá er bara eitt til ráða: slá þennan maðurfukker aftur til raunveruleikans. Bara beint á túllann. Já hún Zsa Zsa lætur sko ekki vaða yfir sig ónei, þú færð á einn á snúðinn ef þú heldur öðru fram.
BITCH PLEASE
Litlir Bleikir Fílar kveðja hér með í dag. Þeim líður örlítið betur en það er einungis útaf því að þeir fengu smjörþefinn af Gabor systrunum og það er allra meina bót. ADHD kisan er ekki frá því að þessi stjörnubragur hafi smitast aðeins yfir á hana. Allavegana er hún byrjuð að vera með stæla og við erum alveg pínulítið að elska það.

Sjáumst vonandi hressari fressingar á morgunn. Þangað til: toooooodloooooo

Monday, March 12, 2012

Einu sinni var....varablíantur

Litlir Bleikir Fílar eru ósmekklegir með öllu. Þeim tekst aldrei að tolla í tísku, sérstaklega fatatískunni enda  erfitt að vera lítill bleikur fíll og ætla bara valsa inn í Kringluna og skella sér á fjólubláan snákaskinn samfesting með gat í klofinu. Nei krakkar mínir það er nú hægara sagt en gert. Þannig að Litlir Bleikir Fílar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé bara betra fyrir þá að vera púkó og bara rokka það. Þeir sem eru hipp og kúl og töff finnst ofsalega gaman að líta um öxl og flissa yfir sem því sem þeim fannst einu sinni hipp og kúl og töff en finnst núna alls ekki hipp og kúl og töff. En þeir sem eru ennþá meira hipp og kúl og töff eru svo svakalega hipp og kúl og töff að þeir taka það sem þykir ekki hipp og kúl og töff lengur og gera það AFTUR hipp og kúl og töff. Nú eru ADHD kisan komin með höfuðverk.
ADHD KISAN SKILUR EKKERT. nada.
Þess vegna ætla Litlir Bleikir Fílar að snúa vörn í SÓKN og halda heiðri þeirra hluta sem þóttu H-K-T (hipp og kúl og töff) og þykja ekki lengur H-K-T og bara tala um þá. Bara setjast niður með piparmintute og bara ræða þessa hluti. OG samþykkja þá staðreynd að Litlum BLeikum Fílum finnsta þetta allt saman ennþá flott og hippíkúl og bara vera. Eftirfarandi upptalning er osom:

Kryddpíurnar. Áður en Geri hætti. Áður en Viktória smallaði fésinu ofaní vaxdall. Áður en Baby Spice hætti að ganga með snuð um hálsinn. Áður en Mel B varð óhæf móðir (sbr. pistil um Scary Spice og ungbarnagallabuxurnar) áður en Mel C hætti að ganga í íþróttagalla 24/7 (hún gerir það samt held ég ennþá...FUBU 4 the Win) Hér börnin mín góð erum við að tala um gríðarlegt magn af dökkbrúnum varablíant og við erum að elska það. Við erum að löva það. Við erum liebe það. LIEBE! <3
GOOD TIMES-GURRRL POWERZ
Tamagotchí-Vasagæludýrin japönsku. Þið áttuð svona, ekki ljúga af okkur og ekki ljúga af ykkur sjálfum. Það er bara sárt og gerir allt svo miklu, miklu erfiðara. Ég átti svona og á svipuðum tíma uppgvötaði að ég er heljarinnar sadó-masó perri. Ekki í neinum leðurfatnaði samt (Litlir Bleikir Fílar fá svo slæmt útbrot ef þeir svitna í leðri....subbuleg saga, þið viljið ekki vita) Nei, litla 10 ára ég elskaði (LIEBE) að láta litla vasagæludýrið mitt kveljast; lét það kúka út allan skjáinn, gaf því aldrei að borða, léta það hoppa og skoppa og þjást af insomniu þangað til að það lapti dauðann úr skelinni/skjánum. Það var gaman.
CHAINS AND WHIPS EXCITE ME-RIHANNA
Þessar pæjar. Við eigum ekki til mörg orð um þær. Fyrir utan það að þær voru FLOTTASTAR. Það er augljóst. Þessar ogguponsu pínulitlu klemmur í hárinu. Þessi litlu mellubönd um hálsinn. Ziak, zak skiptingar. Flauels skokkar og húðlitaðar sokkabuxur. Svona voru þær og svona var ÉG. Bara flottust með ljósbláan sanseraðan augnskugga frá Boujoris sem ég grenjaði út úr foreldrum mínum.  Og ekki fara svo að segja að þær séu einhverju tískuíkon í dag-NEI! Nei segjum við, þær voru flottar árið 2000 og eftir það var allt niður á við.
Og svo endum við á einum draumi. Einn gamall draumur sem rættist aldrei. Og skildi eftir sig sár og holu í hjartanu. Ekki bara þráði ég að eignast svona, heldur þráði ég að vera stelpan á þessu plakati. Margar erfiðar nætur grét ég bara sára yfir þessum ömurlega veruleika að : A) ég átti ekki X-18 skó og B) ég var of ung til að sækja um að verða X-18 talskona/módel/lífstílsiðkandi. Það var erfitt. Það er ennþá erfitt. Ég get ekki rætt meira um þetta. Minningarnar eru yfirþyrmandi. Látum myndina segja allt sem segja þarf og svo slaufum við þessu hérna. Ég verð með snýtuklút ef einhver er að leita af mér.
Getum við aðeins talað um þessa hatta?

Thursday, March 8, 2012

Fínerís fíneríheit og limlaus ævintýri

Hæjjjj!! segja Litlir Bleikir Fíla í dag og ADHD kisan bætir svona átján joðum við kveðjuna.
Úti snjóar og snjóar, en Litlir Bleikir Fílar geta með engu móti skilið hvers vegna fólki kemur það eitthvað á óvart. Það er nú einu sinni kominn miður mars! ADHD kisan elskar þegar það snjóar þegar eru ekki jól eða jólin alveg að koma. Í fyrra þegar það snjóaði 1. maí, flestum til mikillar mæðu, fór ADHD kisan út á Stiga sleðann sinn og renndi sér niður Laugarveginn.
Litlir Bleikir Fílar munu ekki vera viðverandi í dag vegna undirbúnings fyrir árshátíð sem þeir eru að fara á, á morgunn. Þeir eru búnir að vera á þessari megrun undanfarna daga:
Einn greip bátur og fílanir eru pakksaddir.
Þið vitið hvernig þetta er. Kona ein ætlar á árshátíð. Stendur grenjandi fyrir framan fataskápinn og á ekkert nema Bros Boli sem á stendur: Opnun Olís bensínstöðvar á Eyrarbakka 2004 eða Kvennahlaupið '94 ,,Koma svo stelpur!"
Það er ekki hægt að fara í svoleiðis á árshátíð, onei nei.
 Kona fer og kaupir sér kjól sem er svartur eins og allir hinir kjólarnir hennar og lofar sjálfri sér að nota hann ofsalega mikið og oft, eins og hún gerði með alla hina svörtu kjólana sína. 
,,Og hann passar við allt-líka gallabuxur"! ....glymur í ungfrú-ísland-lenti-í-þriðja-sæti-ég-passa-bara-í-xxxsmall-afgreiðslustúlkunni þegar hún rennir kortinu fyrir svarta kjólnum sem er alveg eins og allir hinir hámarks praktísku svörtu kjólarnir sem sitja heima inní skáp og bíða eftir að vera gefnir í Rauða Krossinn. Kona fer kát heim en passar að henda pokanum svo kallinn taki ekki eftir þessari nýjustu viðbót við stórskotaflota svartra kjóla sem heimilið býr yfir. Allir mjög praktískir, og grennandi, og svartir, og ,,passa við gallabuxur."
Tíminn líður og konan styttir sér stundir við biðina með því að krulla tuttuguogfimm sinnum á sér hárið en endar alltaf eins og púðluhundur sem hefur gengið undir raflostmeðferð við krónísku þunglyndi.

Að krulla eða krulla ekki.
Sem sagt: ekki krulla hárið. Þá snýr konan sér að því að bögglast við að mála sig fyrir stóra kvöldið. Sú ætlar aldeilis að vera fín, með gervi augnhár og bara det hele. Finnur sér mynd af einhverri stórstjörnunni sem er óaðfinnanleg til fara í smettinu. Konan þessi er heldur betur útsjónarsöm og prentar út myndina af fegurðardísinni, límir hana á spegilinn og ætlar bara að kópíera lúkkið. Hún er algjörlega með þetta, þessi. 
Útkoman varð hinsvegar: Stjórstjarna vs. Krusty the Clown:
Fyrirmyndin
Útkoman



Allt gengur á afturfótunum hjá konunni. Það verður bara að vera lambakrulluörbylgjuofnsslysið og trúðasminkið en konan getur þá allavega huggað sig við að hennar bíður svartur, praktískur, grennandi kjóll (sem passar líka við gallabuxur) og hann mun bjarga kvöldinu! Það og sexfaldur romm í kók, en konan er farin að íhuga að byrja kvöldið á barnum. Og eyða kvöldinu á barnum. 
Nú er það ekkert sem heitir að fara í kjólinn. Einn, tveir og renna uuu....renna uuuu....renna....reee...............konan getur ekki rennt honum upp. 
Hann er of lítill; hvernig getur hann verið of lítill??
 Notaði afgreiðslustúlkan kranabíl til að renna honum upp í búðinni? Var konan óvart í ullarpeysu þegar hún reyndi að klæða sig í hann núna? Nei, konan kíkti; hún var bara alls ekkert í ullarpeysu. Svo er konunni litið niður, og hvað blasir þar við: engin önnur en TÚRBUMBAN! 
(bomm, bomm booooooommmm...smá dramatík) Hvað gerir kona nú? Hún útúrkrulluð, trúðamáluð örvæntingarfull konugæs sem með jólasveinavömb og það er korter í árshátíð. 
Nú eru góð ráð dýr. Konan sest niður, hálf í kjólnum og hugsar stíft. Hún hugsar um afgreiðslukonuna sem renndi kjólnum upp á henni áreynslulaust og hvernig sú stúlka ætti alvarlega að íhuga feril í kraftlyftingum, því handsterk væri hún. Konan hugsaði um túrbumbuna sína og að samkvæmt óformlegum mælingum liti út fyrir að vera um það bil sjö mánaða óléttubumba. Og ef hún sæist á bar með sjöfalda drykkinn sinn (já við gerðum hann aðeins sterkari) og með sjö mánaða óléttubumbu þá myndi kvöldið eflaust enda hjá Félagsmálavöldum þar sem barnið yrði formlega tekið af henni við fæðingu. 
En eftir drykklanga stund (hún fékk sér einn sjúss) var eins og kveikt væri á ljósperu þegar konan mundi það skyndilega. Hún rauk upp (og ignoraði hljóðið sem heyrðist þegar saumarnir vældu og grátbáðu hana um að þyrma lífi sínu) og opnaði fataskápinn. Eins og Jesús sjálfur hefði leitt hana að fataskápnum lá lausnin að vandamálinu ljóslifandi þarna inn á milli hnökraðra íþróttasokka og gamals gallapils sem keypt var á Benidorm og hefði ekki passað á fyrirbura á vökudeildinni. 
HERE I COME TO SAVE THE DAY!!
Þið getið sagt það sem ykkur finnst. Þið megið hlæja, flissa, brosa út í annað, hlæja inn í ykkur,  brosa inní ykkur....gráta inní ykkur. Ömmunærbuxur, aðhaldsnærbuxur, bumbubanabrækur....jú margt er hægt að kalla þessa dásemd en konan kippir sér ekki upp við það. Nei, það kemur henni ekki við. Í kvöld ætlar hún að demba sér í einn áttfaldan á barnum (það er vont og það versnar) og fjandinn hafi það verður gert í risastórum, andlitslituðum, nýþröngum, mögulega kremjandi mikilvæg líffæri nærbrækum og það var EKKERT að fara stoppa konuna. Trúður eða ei. 
Kona fer alsæl á árshátíð (þó ekki með fulla hreyfigetu og meðfylgjandi súrefniskútur hefði líka hjálpað) en kát er hún þó. Hún borðar, hún drekkur, hún dansar, hún drekkur, hún dettur, hún drekkur, hún pissar og drekkur. Sem sagt: árshátíð. 
Þegar heim er komið og kallinn vill hnoðast á konunni þurfa þau að vekja bæði börnin til að hjálpa föður sínum að draga konuna úr aðhaldsbuxunum. Það tekst loks eftir mikil átök og konan er sátt við að losna úr prísundinni því hana grunar óþægilega mikið að lifrin hennar hafi færst í átökunum og sé núna einhverstaðar á milli herðablaðana á henni. Það, eða hún hefur fitnað á bakinu í kvöld. Bæði eru líklegir möguleikar.
Kona hefur strengt þess heit að kaupa sér ekki nýjan kjól fyrir næstu árshátíð heldur frekar getur hún hugsað sér að fara bara í kynskiptiaðgerð, taka inn hormóna og láta vaxa sér skegg, dýpka röddina, minnka brjóstin og bæta á sig limi. Lifa eins og maður í heilt ár og mæta á næstu árshátíð í buxum og jakka og bara hafa það heaví næs. Engar nærbuxur. Engin megrun. Ekkert gerviaugnháralím sem límdi saman annað augnlokið. Ekkert vesen. Bara mottumars. Kósý.
HANN ER AÐ FARA Á BALL! LA LA LA !
Litlir Bleikir Fílar og ADHD kisan munu örugglega kasta í ykkur kveðju á morgunn. Í henni verður líklegasti vínandi. Það er bara þannig sem þeir rúlla...á litlum bleikum þríhjólum. Bless í bili!




Wednesday, March 7, 2012

BAZINGA

Litlir Bleikir Fílar velta ýmsu fyrir sér. Þeirra hugrenningar eru margar álitlegar og skemmtilegar spurningar sem þeir varpa fram og diskútera svo sín á milli. Sem dæmi má nefna hafa Litlir Bleikir Fílar spegúlerað í af hverju fólk tattúverar myndir af börnunum sínum á líkamann sinn. Nú eiga hvorki Litlir Bleikir Fílar né ADHD kisan afkvæmi en þeir verða bara að setja spurningarmerki við þessa staðreynd. Þetta barn hér á myndinni lítur út eins og Eminem í smásjá og er það virkilega eitthvað sem maður vill ganga með alla sína ævidaga. Og smá auka plús, ef ykkur fannst þetta ekki nægilega óhugnarleg mynd þá viljum við skjóta inn smá auka pælingu:
Forever young
....Hvar er geirvartan staðsett á þessum manni?Ógeðshrollur: BINGÓ!

Nei Litlir Bleikir Fílar ætluðu aldeilis ekki út á þessi mál í dag og ætla því að snúa sér að umræðuefni dagsins og er það akkúrat eitthvað sem Litlir Bleikir Fílar hafa mikið pælt í. (endilega látið okkur samt vita ef ykkur langar að við fjöllum meira um ljót tattú: barna þema. Við getum vel hugsað okkur að víkka út það hugtak.)

Jæja áfram með Létt og Laggot:

Hvernig getur það verið að fólk af hærri stéttum í Bretlandi, jafnvel kóngafólk með eðalblátt blóð sér í æðum, láti sjá sig úti um miðjan dag ógrátandi, og algjölega ódrukkið með líka svona ofboðslega hræðileg höfuðföt? Camilla Parker Bowles (Frú Skálar...love it) er til dæmis hér með eitthvað á höfðinu. Og hún brosir. Hvers vegna brosir hún? Af því að hún er með kúlutjald úr Sjónvarpsmarkaðinum á höfðinu? Nei við erum bara orðlaus. Hún er nú ekki fögur sjálf, óþarfi að fá sér hatt sem setur þennan skort á fegurð í CAPSLOCK.
Hvað amar hér að?
Þessi hér er svo auðvitað afskaplega frægur. Litlurm Bleikum Fílum finnst nú margir hattar vera ljótari en þessi en þrátt fyrir það kaus heimsbyggðin að gera stólpagrín af einum ljótum hatti. Jú ljótur er hann en æi ADHD kisunni finnst hann samt líka alveg smávegis sniðugur. Það er slaufan sem gerir það. ADHD kisan elskar slaufur.
Hattinum til varnar: það er þó slaufa.
Hattur? Meira eins og varahlutur í uppþvottavél.
Vinninginn fær svo þetta höfuðfat sem ljótasta hárprýðið, ef prýði má kalla. Ef þetta er hattur þá er ADHD kisan í raun tjékkneskur háls-nef og eyrnalæknir sem er búsettur í Bólivíu og spilar Bubbles á netinu í frítíma sínum. (ADHD kisan er það ekki)
 Þetta lítur út eins og ADSL tenging fyrir fjölbýlishús eða gömul borðskreyting úr fermingarveislu í Neðra-Breiðholti sem er ennþá upp á punt inni í stofu og safnar ryki. Ekki hattur. Ekki eitthvað sem þú setur á hausinn á þér. Ekki eitthvað sem þú labbar út úr húsinu með á þér og hugsar:
Djöfull er maður SMART í dag. Hámarks smartness maðurfukkingur!

Litlir Bleikir Fílar og ADHD kisan þakka lesendum sínum fyrir þolinmæði undanfarna daga þegar þeir ákváðu að taka sér smávegis frí vegna prófalesturs og almennra leiðinda. Þeir eru komnir aftur og ætla aldeilis að trylla lýðinn á næstkomandi dögum. Heldur betur.

Heyrumst þá aftur á morgunn!
BOJ BOJSINGUR!