Tuesday, January 31, 2012

Eggjastokkar með stæla og sokkaleysi í ræktinni

Já. Sem sagt. Titillinn dregur daginn minn saman í eina setningu. Þetta eru tveir hlutir sem ég hata af mikill ákefð og ástríðu.
Byrjum á ákveðnum eggjastokk sem ég er í FÝLU út í. Okey okey, ég skil, þú þarft að skila af þér eggi. Það þarf að losna og fara í skemmtiskokk niður hálsinn á leg-gellunni minni. Fine. Það er þitt starf og ég er ekki að dæma. Við þurfum öll að borga reikninga, handrukkara, lýtaaðgerðir etc.
Það sem ég er ekki SÁTT VIÐ er að þessi eggjakunta sem fór í leghálsgöngutúr í dag ákvað að vera lúxustussa og berja mig að innan með einhverju sem hlítur að líkjast hafnarboltakylfu eða sleggju. Eða mjög stóru barni. Flenni barni gætu sumir sagt.
Og ég vara bara EKKI AÐ LÖVA ÞAÐ.
Það var bara ógeðslega vont. Ég óverdósaði á Paratabs, sofnaði og dreymdi martröð þar sem mamma mín seldi mig í hórdóm-og henni fannst það bara helvíti sneddí.
Ömó í einu orði.
Snúum okkur að seinni hluta þriðjudagsgeðvondsku minnar: Skólaust fólk í ræktinni.
Í fyrsta lagi: OJBARA!
Í öðru lagi: EF ÞÚ ÁTT EKKI SKÓ ÁTTU EKKI EFNI Á AÐ BORGA 4.974,- KR. Á MÁNUÐI Í LÍKAMSRÆKT. Do the math maðurfukker.
Í þriðja lagi: Ái! Hversu óþægilegt er að vera hamast á einhverju djöflans brennslutæki í 40 mínútur, alveg kófsveitt að reyna ekki að kafna-á táslunum!!
Í fjórða lagi: Það er BANNAÐ að vera skólaus. Og ert þú bara yfir það hafinn? Ert þú betri en allir aðrir og gerir bara það sem þú villt? (Hér er bannað að vitna í lagið Ég geri það sem ég vil með Skyttunum)
Í fimmta lagi: Ef þú ætlar að vera í fokkings ógeðis sokkum og trufla okkur hin með ógeðslegu fokkings sokkunum þínum þegar VIÐ sem förum eftir settum reglum og kurteisiviðmiðum erum að reyna einbeita okkur að betri sál í spengilegri líkama VERTU ÞÁ Í FLOTTUM SOKKUM RASSAHAUS! Ekki vera í upplituðum gráfölum, hnökruðum Intersport sokkum sem þú fékkst gefins þegar KR varð 100 ára. Það er fjallans 13 ár síðan!!
Oj þú þér herra minn! Oj þú þér!
Núna er það súkkulaði í sárabætur og plott gegn einum eggjastokk sem þið megið vorkenna. (múhaha!)

Monday, January 30, 2012

Latari en gólfteppi


Ég er löt. Það skal bara viðurkennast, skjalfestast, staðfestast hér með. Ekki nóg með það þá er ég ótrúlega leiðinleg útgáfa af latri manneskju, METNAÐAR-letingi. *Stjörnuauðnuleysingi* er líka skemmtileg varíasjón. Metnaðarletingjar eru þannig að guði gerðir að þeir eru í algjörri afneitun um að vera letingjar. Þeir gerast jafnvel vel svo ógeðslega grófir að segjast vera duglegir. Hah! Aðeins rögluð ugla myndi staðfesta það að ég væri á einhvern hátt dugleg. (Nú fær kærastinn flog, hann er minn helsti aðdáandi og finnst ég vera ofurmenni ef ég strauja eina skyrtu ((hún var straufrí hjartagull...))
Verandi eðalbikkja eða lúxusaumingi þá er ég óskaplega góð í að láta líta út fyrir að ég sé bara á fullu allann daginn og geti jafnvel framkvæmt mörg verk í einu, eins og t.d að skúra 2X þakið á húsinu mínu á meðan ég litaraða augnskuggunum mínum og endurskrifa allar glósurnar mínar þar sem hver stafur er skrifaður með spes lit (A er bleikt,jeij)
Í sannleikanum sagt þá í einlægni minni segi ég ykkur að ég er ekki svona dugleg. Ég verð bara að vera hreinskilin. Sem dæmi þá vaknaði ég í morgun við gjallahorn pabba stranga (betur þekkt sem Nokia vekjaraklukkan og sadó-masó mómentið okkar hjúanna-love it!)
Og krakkar ég ætlaði svoleiðis að own-a þennan dag. Ég ætlaði að lesa sex sinnum í röð allt efnið í rekstrarhagfræði og verða svo sjóuð í verðteygni eftirspurnar að íslenska ríkið myndi búa til stöðu fyrir mig í ríkisstjórninni og ég myndi vinna fyrir 18 kúlur á mánuði undir starfsheitinu:
,, Ógeðslega sjóðheita gellan sem kann allt um rekstarhagfræði"
Truth be told: ég las eina glæru. Á tæpum 3 klukkutímum. Og ég var með lokað fyrir allar helstu heimasíður sem ég heng inn á. Og ég var ekki með peninga svo ég gat ekki hangið í Hámu að borða kex. Og ég þekki engan inni á lezzstofu sem ég gat talað við. Og ég fór ekki í tíma. Og síminn hringdi aldrei. Og ég fór bara einu sinni að pissa.
HVERSU JABBA-THE-HUT LÖT ER ÉG EIGINLEGA?
Persónulegt lufsumet að minni hálfu. (jeij! þá áorkaði ég allavega einhverju í dag...kv. Pollíanna)

Saturday, January 28, 2012

Birta, bíddu eftir mér. Mér leiddist hér um tíma en nú langar mig með þér


Nú er sko spenningur í mannskapnum krakkar mínir.
Já það held ég nú bara aldeilis alveg barasta já!
,,Af hverju eru litlir bleikir fílar gjörsamlega að rífa sig úr nærbuxunum af spennu?" gætuð þið elskurnar mínar spurt ykkur sjálf og klórað ykkur í hausnum svo flösunni alveg kyngir niður á axlir.
ÞAÐ ER UNDANKEPPNI EUROVISION!
Hey hey! Bannað að hrista hausinn. Alveg bannað. Hættu að dæma mig. Ekki þú dæma mig þó ég sitji á laugardagskvöldi ásamt heimilismönnum og horfi með hjartað í buxunum á hvert topplagið á fætur öðru. Þetta er mér dálítið erfiður tími því mér finnst svo mörg lögin góð og það er erfitt að sjá þau ekki öll fara út í aðalkeppnina. Eins og að missa nokkur börn í röð. Eða, ég á engin börn-ég hef bara átt gullfiska og einn páfagauk sem dó og ég sakna bara ferlega mikið. Ok, sem sagt, eins og að missa páfagaukinn sinn; þið sem þekkið það getið tengt við þessa erfiðu andlegu upplifun (R.I.P DAGUR!)

Ef þið eruð ekki enn sannfærð um ágæti þessa misskilda menningarkima þá ætla ég bara að koma með nokkra punkta:
*Næsta keppni verður haldin í Azzerbædjan-Hversu kinkí er það?
(ÉG MINNI Á AÐ ÞETTA ER STAFSETNINGARFRÍTT RÍKI)
*Tækifæri til að eyða 4 mánuðum í að stúdera ógrinni af eurovisionlögum, prenta út textann og læra hann. Horfa svo á öll myndböndin, stúdera þau og jafnvel læra dansrútínu bakdansarana og ég tala nú ekki um að mynda umræðuhóp með góðu fólki til að taka þessar pælingar upp á næsta stig og hafa gaman af.
Svo er bara CLIMAX 26. maí. Ó boj, ó boj!
Þið fáið að heyra meira um þetta börnin góð.
Fariði nú að gera eitthvað vitulegra en að lesa þetta litla fílasmjatt mitt.
Bless og knús.

Friday, January 27, 2012

Til Stefáns.

Hæ þið öll.
(Þið eruð kannsi þrjú, en það er allt í lagi. Ég ætla ekki að gera lítið úr ykkur þó þið hafið ekkert betra að gera með lífið ykkar en að lesa þetta. Engin skömm í því, veriði stolt!)

Þetta er fyrir Stefán sem finnst að ég eigi ekki að sitja á sjálfri mér og leyfa engum að heyra hvað ég er sérleg smjattandi rugluð í hausnum. Ég geri mitt besta við að vera eins eðilega venjulega leiðinleg og ég mögulega get dagsdaglega. Sem þýðir að ég hlít að virka alveg hrikalega bæld manneskja, eins og rostungur sem er í dulagervi afgreiðslustúlku La Senza;
,, Get ég ekki aðstoðað??????!!!!"
Svo það er kannski bara best að ég spúi hér út öllu því sem kemst ekki í gegnum ritskoðunina mína, sem vinnur eftir sama fyrirkomulagi og ritskoðunarnefnd ákveðins kóreu lands sem er kennt við norður.
Ég hef þetta ekki lengra að sinni útaf þremur einföldum ástæðum.
1) Tölvan mín/Talvan mín/Völvan mín (ég mun ekki leiðrétta málvillur, stafsetningarvillur né staðreyndarvillur. Allar uppástungur um annað verða ignoraðar auk þess sem sá hinn sami Besservisser mun missa framtennurnar.) Talvan mín er orðin svo heit að ég er mögulega komin með 2. stigs brunasár í klofið. Það er kannski jákvætt, kannski neikvætt.
2) Ég þarf að pissa og mín pissublaðra er jafn stór og hjá smágerðum Chiváva hundi. Auk þess verð ég ofbeldisfull þegar mér er mál. Sönnurgögn fást hjá sambýlismanninum.
3) Ég ætla frekar að eyða tímanum í að horfa á Youtube myndbönd sem bera heitið: Funny cat video.
Bæj.