Monday, January 30, 2012

Latari en gólfteppi


Ég er löt. Það skal bara viðurkennast, skjalfestast, staðfestast hér með. Ekki nóg með það þá er ég ótrúlega leiðinleg útgáfa af latri manneskju, METNAÐAR-letingi. *Stjörnuauðnuleysingi* er líka skemmtileg varíasjón. Metnaðarletingjar eru þannig að guði gerðir að þeir eru í algjörri afneitun um að vera letingjar. Þeir gerast jafnvel vel svo ógeðslega grófir að segjast vera duglegir. Hah! Aðeins rögluð ugla myndi staðfesta það að ég væri á einhvern hátt dugleg. (Nú fær kærastinn flog, hann er minn helsti aðdáandi og finnst ég vera ofurmenni ef ég strauja eina skyrtu ((hún var straufrí hjartagull...))
Verandi eðalbikkja eða lúxusaumingi þá er ég óskaplega góð í að láta líta út fyrir að ég sé bara á fullu allann daginn og geti jafnvel framkvæmt mörg verk í einu, eins og t.d að skúra 2X þakið á húsinu mínu á meðan ég litaraða augnskuggunum mínum og endurskrifa allar glósurnar mínar þar sem hver stafur er skrifaður með spes lit (A er bleikt,jeij)
Í sannleikanum sagt þá í einlægni minni segi ég ykkur að ég er ekki svona dugleg. Ég verð bara að vera hreinskilin. Sem dæmi þá vaknaði ég í morgun við gjallahorn pabba stranga (betur þekkt sem Nokia vekjaraklukkan og sadó-masó mómentið okkar hjúanna-love it!)
Og krakkar ég ætlaði svoleiðis að own-a þennan dag. Ég ætlaði að lesa sex sinnum í röð allt efnið í rekstrarhagfræði og verða svo sjóuð í verðteygni eftirspurnar að íslenska ríkið myndi búa til stöðu fyrir mig í ríkisstjórninni og ég myndi vinna fyrir 18 kúlur á mánuði undir starfsheitinu:
,, Ógeðslega sjóðheita gellan sem kann allt um rekstarhagfræði"
Truth be told: ég las eina glæru. Á tæpum 3 klukkutímum. Og ég var með lokað fyrir allar helstu heimasíður sem ég heng inn á. Og ég var ekki með peninga svo ég gat ekki hangið í Hámu að borða kex. Og ég þekki engan inni á lezzstofu sem ég gat talað við. Og ég fór ekki í tíma. Og síminn hringdi aldrei. Og ég fór bara einu sinni að pissa.
HVERSU JABBA-THE-HUT LÖT ER ÉG EIGINLEGA?
Persónulegt lufsumet að minni hálfu. (jeij! þá áorkaði ég allavega einhverju í dag...kv. Pollíanna)

2 comments: