Saturday, January 28, 2012

Birta, bíddu eftir mér. Mér leiddist hér um tíma en nú langar mig með þér


Nú er sko spenningur í mannskapnum krakkar mínir.
Já það held ég nú bara aldeilis alveg barasta já!
,,Af hverju eru litlir bleikir fílar gjörsamlega að rífa sig úr nærbuxunum af spennu?" gætuð þið elskurnar mínar spurt ykkur sjálf og klórað ykkur í hausnum svo flösunni alveg kyngir niður á axlir.
ÞAÐ ER UNDANKEPPNI EUROVISION!
Hey hey! Bannað að hrista hausinn. Alveg bannað. Hættu að dæma mig. Ekki þú dæma mig þó ég sitji á laugardagskvöldi ásamt heimilismönnum og horfi með hjartað í buxunum á hvert topplagið á fætur öðru. Þetta er mér dálítið erfiður tími því mér finnst svo mörg lögin góð og það er erfitt að sjá þau ekki öll fara út í aðalkeppnina. Eins og að missa nokkur börn í röð. Eða, ég á engin börn-ég hef bara átt gullfiska og einn páfagauk sem dó og ég sakna bara ferlega mikið. Ok, sem sagt, eins og að missa páfagaukinn sinn; þið sem þekkið það getið tengt við þessa erfiðu andlegu upplifun (R.I.P DAGUR!)

Ef þið eruð ekki enn sannfærð um ágæti þessa misskilda menningarkima þá ætla ég bara að koma með nokkra punkta:
*Næsta keppni verður haldin í Azzerbædjan-Hversu kinkí er það?
(ÉG MINNI Á AÐ ÞETTA ER STAFSETNINGARFRÍTT RÍKI)
*Tækifæri til að eyða 4 mánuðum í að stúdera ógrinni af eurovisionlögum, prenta út textann og læra hann. Horfa svo á öll myndböndin, stúdera þau og jafnvel læra dansrútínu bakdansarana og ég tala nú ekki um að mynda umræðuhóp með góðu fólki til að taka þessar pælingar upp á næsta stig og hafa gaman af.
Svo er bara CLIMAX 26. maí. Ó boj, ó boj!
Þið fáið að heyra meira um þetta börnin góð.
Fariði nú að gera eitthvað vitulegra en að lesa þetta litla fílasmjatt mitt.
Bless og knús.

4 comments:

  1. eurovision er snilld!! :)
    nú styttist í það að við verðum að fara að læra dansana og atriðin utan að!

    Hildur Guðrún

    ReplyDelete
  2. Magni FTW! Lang flottastur í gær!

    ReplyDelete
  3. Ég elska Eurovision!! það birtir upp í skammdeginu þegar glimmervertíðin byrjar!!
    knús í bala
    Begga

    ReplyDelete
  4. Hann er nú aðeins búinn að bæta á sig þessi á myndinni í dag!! Já og ef mér sýndist rétt þá er hann líka búinn að henda í einn hökutopp.

    Kv. Hlössi

    ReplyDelete