Wednesday, February 29, 2012

Love Cats

ADHD kisan er ástfangnin. Þetta hefur verið að ágerjast til lengri tíma. Í raun nokkur ár. Má segja að þessi ást vaxi um 15, 24 cm á ári. Þetta kann að hljóma einkennilegt en þetta á sér mjög eðlilega útskýringu. Raunin er sú að ADHD kisan er ástfangin af högna nokkrum. Þetta er ekki hvaða högni sem er, heldur aðal högninn. Allir vita að ADHD kisan er mjög áhugasöm um hár, helst afskaplega sítt hár. Og hvern þekkið þið sem er högni og er sá síðhærðasti í bransanum?
Mjásingur
Þetta byrjaði allt saman fyrir mörgum mörgum árum þegar ADHD kisan fór á tónleika hjá Benna Hemm Hemm. Þar var Högninn og var með hár niður fyrir eyru. Það fannst ADHD kisunni heldur betur heillandi en þó var það ekki ást við fyrstu sýn því hárið var ekkert afskaplega sítt.
Sbr. mynd af Högna með hár niður að eyrum.
Of stutt fyrir ADHD kisuna.
Eins og áður kom fram vex hár um fimmtán komma tuttugufjóra sentímetra á ári (15,24). Og makkinn á þessum högna hefur aldeilis oxið og oxið og þar með hefur þessi hrifning ADHD kisunnar aukist og orðið að mjög djúpri ást. Næstum brjálæðisleg ofurvæntumþykja. ADHD kisuna dreymir um að högni sæki hana einn daginn á fjólublárri vespu með hár niður í götu. Auk þess finnst ADHD kisunni ofsalega skemmtilegt þegar Högni setur hárið upp í snúlla. Sbr. mynd af Högna með snúlla:
Snúlla Högni
Þessar tilfinnigar sem ADHD kisan ber til Högna nokkurs (í Hjaltalín krakkar ef þið eruð alveg dö og hafið ekki kveikt á útvarpi undanfarin fimm árin) endurspegla á engan hátt tilfinningar Lítilla Bleikra Díla né þessar snarbiluðu konu sem skrifar þetta blogg. Þau eiga sér öll sín einkaskot en þessi smáskot verða því miður ekki útlistuð eins og er, hér á þessum vettvangi....

Þetta er pistill í boði ADHD kisunnar. Hún vonar að Högni sjái þetta og passi sig svo að klippa ekki hárið því þá verður ADHD kisan skelfingulostin. Hvað gerir hún þá? Litlir Bleikir Fílar eru reyndar með varamann á línunni sem er tilbúinn til að hoppa inn í starfið hvenær sem er. Sá hinn sami maður er einnig með sítt hár og tapar fyrir hversu ofsalega fótógenískur hann er, myndavélin ELSKAR hann.
Fleginn og flottur.
Fabio er maður sem er ekki feiminn við mittisháar buxur og svo rokkar hann man-cleavage eins og enginn sé morgundagurinn. Litlir Bleikir Fílar eru handvissir um að Fabio og ADHD kisan yrðu afskaplega hamingjusamt par en ADHD kisan er enn ekki tilbúin að gefa Högna upp á bátinn. Þá væri hún svona glöð:
CAPS LOCK GLEÐI
Litlir Bleikir Fílar ætla ljúka þessum miðvikudegi með þessum orðum. Áfram ástin! Áfram ástin á milli manns með snúð í hárinu og ofvirks kattar með athyglisbrest. Allt fyrir ástina. <3 Lovz




Tuesday, February 28, 2012

Þegar Litlir Bleikir Fílar urðu krítískir

Litlir Bleikir Fílar eru greinilega á túr þessa vikuna (fara fílar á túr?) því þeir eru bara hneykslaðir og hneysklaðir. Þeir eru búnir að afgreiða fegurðarsamkeppnir barna og vilja helst ekki fara tilbaka í þá vitleysu. Þeir voru nú alveg tilbúnir til að afgreiða það mál. Svo eru þeir á sínum dagleg netrúnti (já við netfíklarnir köllum þetta netrúnt.....sure....átta klukkutíma langur rúntur....hólísmókes!) 
Og auðvitað kíkja Litlir Bleikir inná The Daily Mail. But of course!
 Og þar er nú Vitleysan sjálf aldeilis með skráð lögheimili! Drullubullið sem er inni á þeirri síðu getur verið alveg stórskemmtilegt og á DM (við skammstöfum eins og gamlir vinir) heiðurinn af mörgum af þeim stórkostlegustu kjánaprikum sem Litlir Bleikir Fílar þekkja og elska, eins og til dæmis TOWIE (The only way is Essex, krakkar) og svo er ofsalega þægilegt að fylgjast með Fræga Fólkinu þarna inná, DM hjálpar okkur til dæmis að fylgjast með Brad Pitt kaupa klósettpappír og Justin Bieber að snýta sér. Mikilvægt stöff.
En stundum, þá detta Litlir Bleikir Fílar í ægilegt ástand og alveg (óvart) fara að horfa á DM með gagnrýnisgleraugunum sínum: 
What is this I don't even
Þegar Litlir Bleikir Fílar eru á túrsa OG með gleraugun þá verða þeir æðislega móðgaðir yfir öllum sköpuðum hlutum. Í dag var það þessi fyrirsögn sem stillti túrbræðið alveg í botn :


'I'm back in my 13-year-old daughter's jeans!' Mel B reaches goal weight SIX MONTHS after birth of third child

Sko. Byrjum á byrjuninni. 
 Mel B er samkvæmt Wikipedia (það má víst vitna í Wikipedia í Háskóla Íslands! Víst! Víst má það!) heitir í alvörunni Melanie Brown og er þrjátíuogsex ára. Hún á þrjú börn og er nýbúin að fæða þetta nýjasta. Alveg splúnkunýtt út úr vagínunni. Eða nokkurnveginn. Og auðvitað var kellingin ekki rétt búin að skola barninu út úr sér að hún hljóp eins og fætur toguðu í ræktina og byrjaði á lengsta djús-kúr síðan Booztbarinn opnaði í Kringlunni. Það er sko langur djús-kúr get ég sagt ykkur. Og viti menn, eftir margra mánaða hungursneyð og þrotlausar Sexý Spinning æfingar þá kemst hún Mel B (getur fullorðið fólk ekki kallað sig eðlilegum nöfnum?) loksins aftur í gallabuxur af dóttir sinni. Sem er þrettán ára. Og hún kemst ,,aftur" í þær. DAFUQ? 
Þýðir það að hún notar sömu stærð af buxum og dóttir sín, sem samkvæmt myndum er ekkert óeðlilega stórgert þrettán ára barn, eða notar hún buxur af sínum eigin krakka? 
Nota þær buxur saman? Waz da fück ist das?
 Ef mamma mín hefði, á gamals aldri, troðið sér í einhverju hégóma fávitakasti í gallabuxurnar mínar þegar ég var 13 ára hefði ég aldrei orðið 14 ára því ég hefði bara kvatt lífið og sturtað mér niður klósettið. (Og ekki þið fara í barnalandspeysurnar ykkar og segja: ég og mamma mín bla bla) Þetta er ekki eðlilegt. Og vitið hvað er ekki eðlilegt? Að þessi kona sé að auglýsa það um borg og bæi að hún komist í buxur af þrettán ára gamalli dóttur sinni. Ok, þú ert hallæriskvendi og þannig er nú bara það. Ekkert við því leiðindamáli að gera. En hvað ertu líka að gera? Þú ert að segja dóttir þinni, ásamt öllum hinum í heiminum, að dóttir þín má ekki fitna um eitt gramm (allir vita að ef maður fitnar um gramm kemst maður ekki í gallabuxurnar sínar-TRUE STORY) Og hversu ömurlegt er það? Hvað ef þessi stelpa verður fullorðin og kemst því miður ekki í gallabuxur ætlaðar börnum og hvað þá? Haldiði að hún muni taka því vel? Er það? Nei, það verður ömurlegt. Henni mun líða svo illa. Hvurs lags óþarfa drullans pressa er það? Bara útaf því að Mel B er svo fáránlega sjálfhverf og athyglissjúk kellingargæs og þarf endilega að troða sér í barnabuxur bara til að komast á kortið. Til að komast inn á Daily Mail. Og til þess að vera viss um það að þessar þrjár dætur hennar munu örugglega uppskera brotna og brenglaða sjálfsmynd. Plús lélegt sjálfstraust. Plús gallabuxnakomplexa. Plús þörf fyrir athygli af öllum röngum ástæðum. Plús bara allt leiðinlegt sem fylgir því að hafa lélega sjálfsmynd. Sem sökkar (feitan)
Snilld! Flott hjá þér Mel B! Alveg það besta sem þú hefur gert síðan Spice Girls: The movie

Eitt klapp fyrir þér. (og einn miðjufingur líka....)

Litlir Bleikir Fílar nenna ekki meiru röfli í dag en vildu endilega að þið vissuð af þessari staðreynd og hún er sú að ef þið komist ekki í barnagallabuxur strax eftir meðgöngu þá eru þið ekki jafn æðislega djúsí manneskjur og Mel B. True story. (........NOT)


Móðir-Kona-Meyja.....sure.

Monday, February 27, 2012

Að vera í bleyju með varablíant = WTF!

Stundum kemur fyrir að Litlum Bleikum Fílum blöskri pínulítið. Þeir eru nú heldur betur þekktir fyrir að vera slefandi ruglukollur og ruglaðar uglur en stundum fá þeir á tilfinninguna að til sé fólk sem er mögulega, hugsanlega, klikkaðara heldur en þeir og ADHD kisan til samans og líklegast eru þessir einstöku einstaklingar löngu komnir frammúr Litlum Bleikum í klikkískap.
Litlir Bleikir Fílar ætla aftur að geyma misskilning vikunnar, á döfinni er annað próf og þá er eins gott að eiga varasjóð fyrir Litla Bleika (tímabundna) Fíla. Nei, eftirfarandi málefni er ekki misskilningur og ekki bull heldur, og því miður verður lítið um ýkjur líka. Það fer ekki á milli mála að þessu fólki er grafalvara.
Litlir Bleikir Fílar ætla að útnefna hóp af fólki sem þeim þykir vera snarbrjálað og eiginlega líka hálf ógisslegt líka.
Fólk sem tekur börnin sín, neyðir þau til að koma fram og dansa og syngja og sýna allar kúnstnir, útbíjað í brúnkukremi, gervi hári, gervi tönnum, hlassi af málningu og niðrandi ósæmilegum  vændisfatnaði (ef fatnað má kalla) sem væri varla sæmandi fyrir Kjötkveðjuhátíðina í Ríó (beisikallí, þá er (fullorðið) fólk á rassabossanum einum klæða.)
,,Auðvitað viltu ekki varalit, þú ert núll ára."
 Sem sagt, fólk sem setur börnin sín, ógrátandi, í fegurðarsamkeppnir með tilheyrandi níðingsskap sem því ferli fylgir. Þetta þykir Litlum Bleikum Fílum ekki bara ótrúlega ógisslegt heldur líka sorglegt og líka sorglegt. Extra (tyggjó) sorglegt.
Litlir Bleikir Fílar vorkenna þessum börnum sem fæddust inn á þessa hræðilega biluðu foreldra sína og AHDH kisan vildi að storkurinn hefði bara flogið með þessi litlu grey bara eitthvað annað, langt langt í burtu.
Þegar þú ert sjö ára þá er seinasti staðurinn sem þú átt að vera á, að láta máta gervitennur upp í þig því þú ert búin(n) að missa framtennurnar (ÚTAF ÞVÍ AÐ ÞÚ ERT SJÖ ÁRA) og þú ert að fara keppa í fegurðarsamkeppni útaf því að þú ert fallegasti krakkaskrattin í öllum BÆNUM! Hvenær átti lógík heima þarna? Við bara spyrjum, því lógíkin er LÖNGU flutt eitthvað annað. Þetta er svo fáránlegt að Litlir Bleikir Fílar eiga ekki til orð og ADHD kisan er byrjuð að naga sitt eigið skott því þetta tekur svo á taugarnar að bara hugsa um þessa hluti.
Börn eru börn og þess vegna eiga þau að vera eins og börn. Fullorðið fólk er fullorðið fólk og þess vegna eiga þau að vera eins og fullorðið fólk. Þetta er ofsalega mikil basík og Litlir Bleikir Fílar fatta bara ekki hvernrig sumir gætu hugsanlega misskilið það! Það er sko ekki misskilningshæft og hver sá sem ekki skilur það er greinilega í andlegum hjólastól!
ÚT AÐ LEIKA MEÐ ÞIG KRAKKI!
Litlir Bleikir Fílar fá magasár ef þeir pæla meira í þessu. Það er svo margt rangt við þetta að það mun aldrei gefast nægur tími til að ná yfir rangleikagráðuna sem þetta er á. ADHD kisan veit að það er nú ekki mikið sem hún getur gert í þessu. Þess vegna verður hún eiginlega bara að draga andann djúpt og þakka fyrir að vera svona nokkurnveginn hálf á geði. Hún hefur nefnilega stundum spáð í því hvort hún sé eitthvað skrýtin en eftir að hafa horft á þættina Toddlers and Tiaras þá finnst ADHD kisunni hún vera stálslegin í heilabúin og bara ekkert sérlega skrýtin skrúfa. Ekki þegar svona fólk er til í heiminum:

Hvetjandi móðir

Nei nú þurfa Litlir Bleikir að skrúfa fyrir þessa vitleysu. Þetta er hryllingur og svona á ekki heima hér. Við viljum ekki gera ykkur þunglynd, þetta á að vera skemmtilesning og við viljum nú ekki svíkja hláturtaugarnar ykkar. Ó nei. Sem sárabót og til að láta ykkur líða betur þá bjóða Litlir Bleikir Fílar upp á tvo kettlinga í kaffibollum. Ef það kætir ykkur ekki eruð þið í vondum málum og ættuð að fá ykkur muffins. Ef það hjálpar heldur ekki mælum við með Maryland Kexi. Ef það er heldur ekki að virka getið þið alltaf lesið alla hina póstana frá Litlum Bleikum Fílum, við mælum með 12XCinnamon Challange vídeóið. Það bjargar öllu. LÖLZ.

Mjáza
Ok nú segjum við: inn, út, inn, inn-ÚT í bili. Sjáumst á morgunn. Þá verður eitthvað gleðilegra vonandi. Allavega ekki um einhvern sem kann ekki að skeina sér sjálf en er samt með gervi augnhár. 
Blessingur


Friday, February 24, 2012

Ekki segja fokk jú við mömmu

Í dag er föstudagur og það er bara eitt fyrir Litla Bleika Fíla að gera í þeim efnum, og það er deyfa sig með alkahóli og bíða uns þriðjudagur rennur upp. Ah þriðjudagar.
,,Hversu lengi má ég bíða....fram á þriðjudagskvöld, vó vó vó, fram á þriðjudagskvööööld!"
Eftirfarandi eru því valmöguleikar Lítilla Bleikra Fíla fyrir helgina:

Drunkz
Drunken Doughnut
JÁ HÆ DOMINOS! ÉG VIL FÁ 8 KASSA AF KANILGOTTI
Litlir Bleikir Fílar eru of uppteknir við að tengja sig í æð við Gray Goose og hafa ekki tíma til að gera eitthvað skemmtilegt blogg. Fljótlega munu þeir ekki einu sinni getað skrifað eðlilega. Og fljótlega hættir það að vera fyndið. 
Svo við látum eflaust heyra í okkur um helgina. Möglega með áfengiseitrun, möglega með tattú af fjólubláum dreka yfir mjóbakið sem við munum ekki eftir að hafa samþykkt eða bara í vesturbæjarlauginni af festa hárið okkar í niðurfallinu. Þetta kemur allt í ljós börnin góð....kemur allt í ljós.
Þangað til næst, eða á bráðmóttökunni.
BÆJ!

Thursday, February 23, 2012

wee-tah-kah-loo-loo

Litlir Bleikir Fílar hafa nú risið upp frá dauðum, eru komnir í aðhaldsbuxurnar og eru tilbúnir að halda áfram með lífið. Til að halda upp á það ætla þeir að skella í eins og eina heimildargrein fyrir ykkur.
Fræði og fróðleiksgrein dagsins fjallar um Furby. 
....."Hvað er Furby".....gæti einhver spurt sig; einhver sem veit ekki betur og svífur um á bleiku skýi. 


HÆ-HÆ-HÆ-HÆ-HÆj!
Þetta er Furby. Einu sinni áttu Litlir Bleikir Fílar einn svona Furby, eiginlega nákvæmlega eins og þennan. Þeir völdu sér svartan, enda er það klassískur litur og passaði við allt. Litlir Bleikir voru ofsalega spenntir, enda búnir að bíða lengi lengi eftir að eignast einn slíkan. Þeir suðuðu í mömmu sinni, þeir suðuðu í pabba sínum, þeir suðuðu í Jesú barninu. Og loks á flugvelli í Lundúnaborg gáfu fílamamma og jesúbarnið eftir og Litlir Bleikir Fílar fengu loksins Furby í sínar hendur. Svo voru keypt batterí, extra góð batterí. Og svo var loksins kveikt á Furby-inum. Og svo byrjaði hann að tala. Svo byrjaði hann að gala. Svo gólaði hann. Svo orgaði hann. Svo orgaði hann hærra. Og svo fór flugvélin í loftið.
........................Þremur klukkutímum seinna og öll vélin, þar á meðal starfsfólkið, voru komin í afskaplega strategíska, þaulhugsaða áætlun um hvernig þau ætluðu að drepa Furby-inn okkar og hvernig þau gætu gert á það á sem sársaukafyllstan hátt. Útundan okkur heyrðum við í manni rökræða við gamla konu hvort þau ættu að opna hurðina á vélinni og láta Furbyinn sogast út og vonast bara til að enginn annar myndi fara með og væntanleg ljúka ævidögum sínum sem blóðsletta á glugganum við exit útganginn. ,,Jú það gæti orðið subbulegt vissulega, sagði gamla konan, ,,en þá erum við viss um að hann drepist algjörlega. Við verðum loksins frjáls....VIÐ VERÐUM FRJÁLS!!" Við sáum líka flugfreyju sem sat og starði sem fastast á Furby-inn á meðan hún tálgaði hníf úr meikburstanum sínum.

Skemmtilegasta við þetta allt saman var að Furby-inn lifði þessa flugferð af. Hann lifði allt af. Furby er eins og kakkalakkar. Það gæti komið kjarnokrustyrjöld og allt líf á jörðinni myndi einfaldlega þurrkast út nema eftir sætu margir litlir Furby-ar og kakkalakkar, örugglega slakir og spakir að spila Ludo. 

Til að gefa ykkur smá smjörþef af því hrikalega, óraunverulega böggandi þessi litlu kvikyndi voru er gefið smá dæmi um þá frasa sem þessi óþolandi loðkúla kurraði 
stanslaust,endalaust, sí og æ, æ og sí, allan sólarhringinn, alla daga, alltaf-alltaf-alltaf!

Eftirfarandi eru dæmi um Furby frasa:
  • wee-tah-kah-loo-loo: Tell me a joke.
  • wee-tah-kah-wee-loo: Tell me a story.
  • wee-tee-kah-wah-tee: Sing me a song.
  • u-nye-loo-lay-doo?: Do you want to play?
  • u-nye-ay-tay-doo?: Are you hungry?
  • u-nye-boh-doo?: How are you?
  • u-nye-way-loh-nee-way: Go to sleep now.
  • u-nye-noh-lah: Show me a dance.

Segðu mér brandara! Segðu mér sögu! Syngdu fyrir mig lag! Viltu leika við mig? Ertu svangur? Hvernig hefuru það? Ég ætla að lúlla. Dansaðu fyrir mig!

Hverjum í ósköpunum dettur í hug að nokkurri manneskju langi til að eiga svona? (Litlir Bleikir Fílar bera fyrir sig minnisleysi og tímabundna geðveilu þegar Furby-inn var keyptur) 
Hann er óþolandi og svo lætur hann nákvæmlega eins og móðursjúkur, vælandi, athyglissjúkur, eirðarlaus, uppáþrengjandi geðsjúklingur sem heimtar að fólk stripp dansi fyrir hann í tíma og ótíma.


ADHD kisan eftir að hafa upplifað Furby hrottaskapinn

Einhvernveginn endar þessi saga okkar. Jú Litlir Bleikir Fílar eru blessunarlega lausir við Furby-inn sinn en þó vakna þeir oft að nóttu til í svitakófi, andstuttir með hjartaslátt af ótta útaf martröðum um að Litlir Bleikir Fílar eru fastir inn í dýflyssu fullri af allskonar litlum litlríkum Furby-um og þeir eru allir að tala ofan í hvorn annan: Dansaður fyrir mig! Segðu mér sögu! ÉG ER SVANGUUUUUUUR!!!
Það sem Litlir Bleikir Fílar eru hræddastir við er að þeir vakni upp í svitabaði eina nóttina af martröð og sjá svo Furbyinn sitjandi á rúminu....starandi á þá.....biðjandi þá um að syngja fyrir sig lag.
ÚFF! ADHD kisan fær bara hroll.

Litlir Bleikir Fílar ætla að skilja ykkur eftir með gæsahúð í þetta sinn.

Passiði ykkur bara. Það gæti verið Furby þarna úti sem er búinn að vill ÞIG sem næsta fórnarlamb. Ef þið heyrði útundan ykkur í dimmu stræti eitthvert kvöldið: 

u-nye-loo-lay-doo?
Þá skaltu hlaupa! Þá skaltu hlaupa hratt og ALDREI líta við öxl. Annars ertu tortýmd(ur)



Wednesday, February 22, 2012

Engin hjálpargögn eru leyfð á prófinu.

Í dag er próf og þá eru Litlir Bleikir Fílar í fríi. BÚÚÚ!

Já við vitum að ykkur finnst þetta afskaplega sorglegt og hið leiðinlegasta mál. Litlir Bleikir Fílar myndu heldur vilja vera einhverstaðar í teeny weeny polka dot bikini að drekka rammsterkt áfengi með lítilli regnhlíf í og hafa þær einu áhyggjur að tanlínurnar væru ójafnar og stöku sinnum fá smá panik yfir yfirvofandi húðkrabbameini. Þeir myndu blogga sjötíusex sinnum á dag og allt væri mjög skemmtilegt og hámarks fyndið!
En nei, svo standa ekki málin í dag :-(

Svo við ætlum að skilja ykkur eftir milli vonar og ótta. Á dagskrá vikunnar er hinsvegar ýtarlegri úttekt á ,,rassakonum" í Eurovision (sbr. söngkonur sem flytja framlag þjóðar sinnar berrassaðar), ofstækisfullar húsmæður sem mella börnin sín út í fegurðarsamkeppnum, kátan hýran þéttvaxinn mann (a.k.a Fat Gay Kid-hann kallar sig það for realz) og jafnvel smá umræða um Furby. Litlir Bleikir Fílar minntust þess einmitt um daginn að það eru um það bil 15 ár síðan Furby-inn okkar var hálshöggvin við miklar undirtektir heimilismanna. Þá var mikið um dýrðir.

Svo við kveðjum hér með tárin í augunum og auglýsum enn og aftur eftir einstakling sem getur útskýrt fyrir okkur rekstrarbókhald. Sá hinn sami fær, eins og áður var lofað, sleik og jarðarberjasvala og við bætum við enn einum verðlaununum: tvö poppkex sem súkkulaði. VÚÚÚ! 

Brjálað að gera í bókhaldinu.
Boj boj

Tuesday, February 21, 2012

Arg og Garg

Litlir Bleikir Fílar eru ekki í góðu skapi í dag. Þeir eru pirrípú og pú pú. Hugsanir Lítilla Bleikra Fíla mætti setja niður í eina langa setningu:

 Djöfull er ógeðslega leiðinlegt að vera pirraður og djöfull er ógeðslega pirrandi að vera svona leiðinlegur. 


Já krakkar mínir. Eða í ekki bókstöfum: ¨!"#$%&/()=_?*´:
 Við erum sem sagt ekki í hressustu sokkunum okkar í dag. Eiginlega langt frá því.

Litilir Bleikir Fílar verða stundum Skúlafúlir og það er nú víst bara partur af lífinu. Menn og fílar og ADHD kisur geta ekki alltaf verið fyndin og skemmtileg. Stundum verða þau bara fyndin og pirruð. Eða fyndin og leiðinleg, þó það við fyrstu sýn virðist ekki passa saman, sem það gerir ótrúlegt nokk!
Svona ástand er í hausnum á Litlum Bleikum Fílum þegar þeir eru pirraðir:

1),,DJÖFULL ER ÞESSI FUGLASÖNGUR ÓGEÐSLEGUR!"
2),,HALTU KJAFTI LITLA HLÆJANDI UNGABARN!"
3)FOKKA ÞÚ ÞÉR KURTEISI MAÐUR SEM HLEYPTI OKKUR INN Á UNDAN SÉR Í LYFTUNA!"

Fúll ADHD kisi
 Það verður að segjast að Litlir Bleikir Fílar hafi verið nokkuð hressari og örugglega vinalegri en í dag. Yfirleitt þegar þeir verða pirraðir geta þeir pirrað sig yfir öllu. 
Nýtt met varð í fúlindum þegar Litlir Bleikir Fílar urðu allt í einu pirraðir á sínum eigin andadrætti. Hann var bara svo drullu asnalegur og kjánalegur:.... Inn og út og inn og út og inn og út....
 Getur þessi andfýlu aparassa andadráttur ekki gert neitt annað?? 
Inn og út, allan liðlangan daginn!!!
 Hvernig í ósköpunum er hægt að vera svona pirrandi! 
Helvítis andadráttur-ÉG DREP ÞIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIG! 

Nei nei ok,ok. Litlir Bleikir Fílar eru ekki að fara drepa einn né neinn. Engan andadrátt; í mesta lagi sparka þeir í púða en þeim mun eflaust mistakast það og þá detta þeir á rassinn og verða ennþá reiðari en verða svo eftir á ofsalega illt í rassinum og þá fara þeir bara að gráta. Case closed.

Smá pirringur í mönnum.

Litlir Bleikir Fílar ætla finna sér púða núna og hætta að refsa lyklaborðinu. Space takkinn er næstum því byrjaður að gráta. Sad face.

Þangað til á morgunn segjum við bara: 
SEE YA, WOULDN'T WANT TO BE YA.





Monday, February 20, 2012

Kanilknús

Já hæ!
Litlir Bleikir Fílar eru í miðjum próflestri þessa dagana. Sá sem getur útskýrt fyrir okkur kostnað framleiddra vara fær sleik og jarðaberjasvala í kaupbæti!
Þar sem að við erum ógeðslega leiðinleg þessa dagana (sjá klikkuðu konuna á Þjóðarbókhlöðunni, öll útötuð í jarðaberjasvala) þá verður bloggið ógeðslega leiðinlegt næstu daga.
Venjulega höfum við haldið áætlun og haft Misskining Vikunnar á mánudögum en það er eiginlega útaf því að á mánudögum er heilinn í okkur Kentucky Fried Chicken og við hvorki nennum að láta okkur detta eitthvað merkilegt í hug né getum við að hugsa sjálfstætt. Svo við erum með hóp af allskonar misskildum misskilningum uppraða í skjali í tölvunni sem heitir: MIZzUNDERSTÜD.
En þessi mánudagur er öðruvísi. Kannski útaf því að við eyddum helginni í að naga vasareikninn okkar og þess vegna er tæknilega séð bara miðvikudagur hjá okkur.
Það sem kom okkur lifandi út úr þessari helgi, fylltri af beiskum tárum og lokabirgðum fullunnra vara og útreikningum á óbeinum kostnaði er í raun eitt orð: kanill.

Af hverju kanill? spyrjið þið ykkur sjálf, enda eruði örugglega algjörlega heiladauð eftir helgina.
AF HVERJU EKKI KANILL?
Jú, útaf því að það eitt að horfa á stóra konu gleypa ausu fulla af kanil er mögulega númer átján á listanum yfir það fyndnasta sem Litlir Bleikir Fílar hafa séð.
HVERSU ÓGEÐSLEGA FYNDIÐ ER AÐ HORFA Á MANNESKJU KAFNA NÆSTUM VEGNA AUSU AF KANIL?.....
Augljós svar er:....ógeðslega fyndið.
Og ekki segja við ykkur sjálf: ,,Æi ekki vídeó....ég nenni ekki að horfa á vídeó núna....ég geri það seinna. Núna ætla ég að sauma út mynd af jesúbarninu í 3-D á veggteppi fyrir frænku mína sem býr í Helsinki og vantar eitthvað til að skreyta sjónvarpsholið sitt.
HORFÐU Á VÍDJÓIÐ! Þetta er kast í pínulitum kastala. KAST!

Litlir Bleikir Fílar eru ÁSTFANGNIR! ADHD kisan er að vísu pínu skelkuð en hún jafnar sig.
Nú verðum við að halda áfram að læra. Ef þið viljið hitta okkur erum við á Þjóðarbykkjunni, mögulega að missa vitið og mjög mögulega á deiti við Hvíthærða Hlöðukónginn í kaffiteríunni, borðandi Sloppy Joe og bara njóta hvors annars og tilverunnar. Njóta hvors annars og tilverunnar.

Veriði góð.
Kanilknús. HOLLAH!

p.s nennið að gubbast til að kommenta!! Ég veit alveg að þið eruð að lesa, ég get sko séð það inn á blogspot.com ef ég skrái mig inn, döööh. Stundum leyni kommenta ég sjálf bara til að láta mér líða betur því annars lítur það út eins og ég sé þrollingur og enginn sé að lesa þrollingabloggið mitt.
 EN ÞIÐ ERUÐ SKO ÓGEÐSLEGA MÖRG og ég er ÓGEÐSLEGA vinsæl og það eru 20.000.0000.000 manns sem lesa bloggið daglega. So por favor: SHOW SOME LOVE AND SHOUT OUT TO DEM PINKY ELEPHANTOS! (sorrý, varð smá alþjóðega þarna í endann.
Budduknús á kantinn.)
Follow my blog with Bloglovin

Friday, February 17, 2012

Að láta fokka með fésið.

Góðan og blessaðan föstudaginn til ykkar. Litlir Bleikir Fílar og ADHD kisan og kellingin sem stendur á bakvið þetta vona að þið hafið gríðarlega brjáluð plön fyrir helgina. Vonandi eitthvað sem inninheldur vínanda. Við hér á bleiku fílunum erum einmitt með ofsalega skemmtilega helgi framundan. Hana má taka saman niður í nokkur stykkorð. Stykkorð eru svo skemmtileg.
Helgin 17-19. febrúar 2012 í nuts(hell)
-Rekstrarbókhalds-próflesturs-yfirferðar-sjálfspíning
-Möguleg sjálfsmorðstilraun
-Vasareiknir sem heitir Texas
-Niðurskorinn anananas

Útaf því að helgina okkar verður svo leiðinleg að hún er strax komin með myglubletti ætlum við að fara pirra okkur yfir einum af þeim málum sem pirra okkur og við höfum þörf til að pirra okkur yfir. Beisík.
Það sem pirrar okkur, Litla Bleika Fíla og alveg örugglega ADHD kisuna líka er heilmargt en eitt af þeim eru ekki lýtaaðgerðir. Alls ekki.
Nei nei, við höfum ekkert á móti lýtaaðgerðum. Litlir Bleikir Fílar eru með margar fegrunaraðgerðir á sínu plani; rassastækkun, nefstækkun, minnka annað brjóstið og stækka hitt brjóstið tífalt. Svo þið sjáið, það er BRJÁLAÐ að gera hjá Litlum Bleikum.
Það sem fer í pirrurnar á okkur er fólk, sem fór í lýtaaðgerð og þykist svo ekki hafa farið í lýtaaðgerð. Lét einhvern kall skera inn í smettið á sér, eða júllís, eða bara whateveriez. Umbúðir, bólgur, sýkingar, plástrar etc. Gott og vel. Vonandi ertu sátt/ur með nýja útlitið þitt. EN EKKI KOMA SVO BARA Í LIVE TELEVISION OG SVERJA VIÐ GUÐ OG MARYLAND KEX AÐ ÞÚ HAFIR ALDREI LÁTIÐ FOKKA MEÐ FÉSIÐ ÞITT!
 En ert samt greinilega með sextíuogsjö sinnum minni nebba en fyrir þremur mánuðum! Hvað heldur þú eiginlega að við séum? Eins og þú eigi bara eitthvað pínulítið krúttlegt leyndarmál og ekki séns að neinn fatti að þú sért með tólfhundruð sinnum stærri rasskinnar en áður.
Þetta bara nákvæmlega eins og ef Lítill Bleikur Fíll myndi fara í 9 ára læknisfræðinám, útskriftast, labba um með dimplómuna sína í risastórum vasa og segja svo: Nei, ég er risaeðla. ÉG SVER!
HÆTTU ÞESSUM BULLINGI!
Litlir Bleikir Fílar eru ekki hér með að skora á alla sem nokkurntímann hafa farið í einhverskonar fegrunaraðgerð að fara núna upp á þakið á húsinu sínu og öskra : JÁ ÉG FÓR Í LÝTÓ!
Æi okkur er alveg kattans krattans sama að þú fórst í lýtó. Já þú fórst og amma hins gaursins líka.
Big deal.
En! Þegar fólk klifrar upp á feita hvíta hestinn sinn og ætlar að fara halda því fram að ennið á þeim sé sléttara en Tjörnin frosin í janúar og það sé bara jafn náttúrulegt og af guði einum gert eins og  Tjörnin frosin í janúar þá setja
Litlir Bleikir Fílar upp svona svip:
Sénsinn!
Nei nú segir meira segja Lilo Lindsanity að nú sé nóg komið af bullinu. Litlir Bleikir Fílar neita að taka þátt í þessari vitleysu á öðrum eins föstudegi. 
Svo Litlir Bleikir Fílar kveðja enn og aftur á þessum sólríka og ylríka og algjörlega snjó og kuldalausa degi og óska ykkur lesendum góðrar helgar og vona að þið fáið ykkur kokteil með lítilli sólhlíf í. Helst bleikri. Með miklum vínanda.

Litlir Bleikir Fílar og ADHD kisan og náttúrulegasta fegurðardísin af þeim öllum, uppáhalds Jackson fjölskyldumeðlimur Lítilla Bleikra Fíla; La Toya Jackson, kveðja því að sinni í dag.
Við segjum bless bless. Bless Bless.

GÓÐA HELGI SNÚÐABÖRN!

Thursday, February 16, 2012

Fiðrildi og kyssuknús

Erum við leiðinleg ef við höldum áfram að tala um fólk í ljótum fötum? Er það? Í alvörunni? Myndiru vilja lesa um hvað Litlir Bleikir Fílar eru að gera í ræktinni þessa dagana (BRENNA ÖLLUM KALORÍUM!!!) eða hvað þeir séu að borða (BÖKUÐUM SPELT BRAUÐ, JEIJ EN HEILBRIGÐ!!) eða í hverju þeir eru (JEIJ ERUM Í NÝJU GUCCI NÆRBUXUNUM OKKAR!!) eða hvað þeim dreymdi í nótt (OMG AFI GAMLI KOM TIL OKKAR Í DRAUMI,SPOOKY!!)
.......uh nei. Það eru til tólfhundruðogþrjár MILLJÓNIR af svona bloggum og Litlir Bleikir Fílar vilja frekar vera biðsu tæfur og halda áfram að til illa um ljót föt (á örugglega mjög næs fólki-það kemur málinu  ekkert við.)
Það er nú gott að við gátum komið þessu af hjarta okkar og ætlum nú að vera biðsutæfur í friði.
 Danke SCHÖN.
Litlir Bleikir Fílar reyna að lesa eins mikið af heimsfréttum og þeir geta. Þeir eru fréttaætur. Þeir elska að vita hvað er að gerast útí hinum stóra heimi og þeir treysta einungis einum fréttamiðli fyrir að færa sér mikilvægustu fréttirnar strax! Það er hin háttvirta fréttastofnun The Daily Mail í Englandi (þar býr ljóti toppurinn til dæmis, ef þið skrópuðu í lestir á mánudaginn-kíkiði á það. Hann er ljótur)
Og í dag er engin undantekning að Daily Mail kynnti Litla Bleika Fíla fyrir einni enn annari fegurðardísinni. FEGURÐARdís. Dís fegurða. Hlébarðadís. En viti menn! Það er ekki bara ein dís, það eru tvær dísir. Margar dísir. Og þetta er ekki búið, þær eru HLÉBARÐA FEGURÐARDÍSIR!
 Þetta eru tvær konur sem virðast vera
heilar á geði þar sem að þær eru greinilega
ekki í spennitreyjum. Litlir Bleikir Fílar
finnst það eiginlega magnað að til séu
svona smekklausir og ósmart einstaklingar
sem ganga um í svona hræðilega ljótri
múnderingu ÓGRÁTANDI. Ekki eitt tár.
Ekki vottur af eftirsjá. Ekkert samviskubit.
Engar tilfinningar. Það er eins og hlébarða
eðlið hafi tekið yfir þær og nú séu þær bara
tómar doppóttar skeljar sem skríða áfram
og stilla sér upp fyrir myndavélarnar. Slefandi. Slefandi ósmekklegar.
Litlir Bleikir Fílar tóku upp á að biðja til
Guðs og vona innilega að þeir sjái svona
aftur sem fyrst. Ekki misskilja, þeim finnst þetta algjör hryllingur EN þetta gefur þeim
ómælda lífsgleði og hún fæst ekki bara keypt útí sjoppunni Póló á Bústaðarvegi. Nehei.
Svo ef við höldum áfram að tala um flottar konur þá er nú ein sem Litlum Bleikum Fílum finnst æðisleg, algjörlega æðisleg og dásamleg. Hún er hallærisleg, ósmekkleg, kjánaleg og yndisleg. Hún heitir Mariah Carey og elskar að vera í 2 númerum of þröngum fötum, óþægilega stuttum fötum og ótrúlega ljótum, mjög dýrum fötum. Alveg eitthvað fyrir Litla Bleika Fíla. Hér er hún, hin eina sanna:


Smellpassar!
Djúlla.
Svo verða Litlir Bleikir Fílar að minnast á einn eiginleika við Maríu Carey sem er bara unaðslegur. Það er sólgleraugun:

Hér ætla Litlir Bleikir Fílar að stoppa. Þetta eru náttúrulega svo stórkostlega ljót sólgleraugu á einni stórkostlega hallærislegri konu að nauðsynlegt er fyrir ykkur að núna að bara fá ykkur sæti og reyna að jafna ykkur. Þið eruð bara mannleg og getið bara höndlað X mörg ljót sólgleraugu á einum sólahring.
Litlir Bleikir Fílar ætla því að kveðja í dag og segja: BÆJÓ JÓN SPÆJÓ og ADHD kisan sendir ykkur fingurkoss (eða fingurinn bara...)

Wednesday, February 15, 2012

Fashion is my passion

Litlir Bleikir Fílar eru litlir, bleikir fílar. Þeir eru fílalegir í laginu (EKKI STÓRBEINÓTTIR SAMT!) og eiga því ekki auðvelt með að finna sér föt. Þeir eru þess vegna yfirleitt bara í afmælisgallanum. Enda eru þeir fallegir eins og þeir eru. Og þeir vita það mætavel. Ef hinsvegar þeir myndu taka sig til og fara í 18 mánaða kálsúpumegrun og mjög líklega labba um með næringu í æð þá myndu þeir klárlega koma sér upp hinum stórkostlegasta fatastíl sem sögur færu af. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvers konar múnderingum Litlir Bleikir Fílar myndu ganga um í. Ógrátandi. Þið getið líka gert ykkur í hugarlund hverskonar tískuíkon Litlir Bleikir Fílar fengju innblástur frá. Það liggur í augum uppi að eftirfarandi þrír einstaklingur myndi hafa ákaflega sterk áhrif á fatastíl Lítilla Bleikra Fíla-the skinny edition. 

Foxy Brown og Leðurkjólaævintýrið
Foxy er kona sem veit hvað hún vill. Hún sér kannski leðurveski sem henni líst vel á og SVO KLÆÐIR HÚN SIG Í ÞAÐ. Fólk sagði að það væri ómögulegt en Foxy hlustar ekki á svoleiðis. Hún er að leita sér að kjól fyrir kvöldið. Þetta leðurverski passar akkúrat við tilefnið-hún fer þá bara í leðurveskið og gerir það MEÐ GLANS. Meistaraverk.
Hún klæddi sig í leðurveskið sitt, sniðug!
Lil Kim og Tískuhettan
Lil Kim er ekki síðri kona sem klæðir sig í hluti sem við myndum vennjulega nota í öðrum tilgangi. Hér er hún að gera tískuheiminn brjálaðan yfir demantahettunni sinni. Lil Kim er raunsæ kona sem klæðir sig eftir veðri og heldur sig ávallt á praktísku hliðinni í lífinu. Hún hefur greinilega lent í því að það kemur vindkviða og hárið festist í glossinu á vörunum, það getu verið klístrað og subbulegt. Hún sér leik á borði, setur bara á sig svona gasalega smart demantahettu og heldur þannig hári og varaglossi í FULLKOMNU ÁSTANDI. Og hún gerir það eins og engill. Englakona.

Flott í sumar!
Og síðast en ekki síst...."IF I COULD TURN BACK TIME"- CHER
Óþarfi er að hafa mörg orð um þessa drottningu næturinnar. Hún er búin að vera í öfugum g-string síðan nítjánhundruðníutíuogtvö ('92) og ætlar ekkert að fara slaka á í þeim málunum. Hún er kannski tuttuguogníu ára, en hún er samt mögulega áttatíuogsex ára. Það veit það enginn og það skiptir engu máli. Hún veit hvernig skal líta út og gerir það fagmannalega. Allir vita að ef þú ætlar að vera í líkamssokkabuxum (um það bil 4 den) þá skalt þú vera í leðurjakka yfir sem er að minnsta kosti fjögurtíusex stærðum of stór á þig. Hún kann þetta! 
Stúlkur, takið eftir! Ef þið eruð einhverntímann í vafa heima á laugardagskvöldi fyrir framan fataskápinn og þið vitið ekki hvort þið eigið að vera með páfagaukinn á hausnum sem þið stáluð úr Blómavali eða í litlum svörtum kjól, spurjið ykkur bara: ,,Hvað myndi Cher gera"? Og þið munuð sjá rétta svarið ljóslifandi fyrir framan ykkur. Það er alltaf páfagaukurinn, ekki spurning.
                                                        
Mixar saman leather on leather
G-strengur framan á að slá í gegn?
Less is more er greinilega þemað
Litlir Bleikir Fílar myndu örugglega fá hugmyndir fá fleiri góðum konum en þessar þrjár standa algjörlega upp úr. Þær fara sínar eigin leiðir en gæta þess alltaf að vera klassískar og halda sig við þau snið sem fara þeim vel og komplimentera þeirra vexti. Dömulegar, smekklegar en alltaf með sinn stíl. 
Litlir Bleikir Fílar ætla setja punkt við þetta mál. Þessi kona sem stendur á bakvið Litla Bleika Fíla er nefnilega að:
 DREPAST-DREPAST-DREPAST-DREPAST-DREPAST úr túrverkjum en gleðst þó yfir því að það þýðir algjört barnleysi annan mánuðinn í röð og það er nú ástæða til að gleðast. 
Svo við bleiku fílarnir fáum okkur bara nammi og köllum þetta gott.
ADHD kisan segir djúsí knús og biður ykkur endilega að fara í guðsfriði.


Tuesday, February 14, 2012

Villu Vegar Vagína og helvítis litli kaglinn!

Hæj þið.

Í dag er þriðjudagur. Upprunalega ætluðu Litlir Bleikir Fílar að skrifa um þriðjudaga og spila jafnvel lagið Þriðjudagskvöld fyrir spenntustu áhangendurna. Ofboðslega eru þriðjudagar skemmtilegir dagar. En svo uppgvötuðu Litlir Bleikir Fílar í morgunn að í dag er Valentínusardagurinn eða eins og við köllum hann: 
Villu-vegar-vagínu-dagurinn
Valentínusar Bleikir Fílar? Nei takk!

Nú skulum við snúa okkur að einhverju skemmtilegu.
Þið gætuð kannski haldið að þessi einstaklingur eigi heima í Misskilning Vikunnar. Okkur finnst það bara alls ekki. Það er ekkert misskilið við þessa konu. Hún heitir einfaldlega Gyða Sól og bara er. 
HÚN BARA ER.
Fallegast kona í heimi að mati Lítilla Bleikra  Fíla. 
ADHD kisan hefur oft reynt að herma eftir Gyðu Sól og finnst hún æðislega fyndin og sniðug en það er við litlar sem engar undirtektir frá nærstöddum. Það nálægasta við viðbrögð sem ADHD kisan hefur fengið við Gyðu Sól útfærslurnar sínar er að vera búuð og einu sinni fór brunakerfið í gang. Það getur ekki verið nema jákvætt, skref í rétta átt ADHD kisa! Haltu áfram að reyna, HELVÍTIS LITLI KAGL!
Litlum Bleikum Fílum finnst Gyða Sól svo yndisleg mannvera að þeir eiga varla til eitt aukatekið orð. Hvað er hægt að segja meir um Gyðu Sól? Það hefur sést heldur lítið til hennar undanfarið, Litlum Bleikum Fílum til mikillar mæðu. Þeir hafa því ákveðið að endurskrifa æviágrip Gyðu Sól(ar?) og bætt upp í eyðurnar:
Gyða Sól Halmsö (hún er sænsk ættuð, þaðan kemur frjálsíþróttaráhuginn)
Málin hennar eru: 
Hæð 158 cm (159 cm í Crocks)
Mitti X (hentar ekki fyrir frjálsíþróttarfólk)
Mjaðmir X (nýtast ekki í kúluvarp)
Þyngd: 196 kíló (99% VÖÐVAKJÖT)
Augnalitur: ,,hvað kemur það málinu við?"
Hárlitur: kastaníu ,,kúka"brúnn
Uppáhaldsmatur: HREINT SOJA PRÓTEIN eða KFC (Litlir Bleikir Fílar elska þetta!)
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Á tali með Hemmi Gunn og @ þáttur fyrir unga fólkið
Uppáhaldslag: allt með ACDC
Uppáhalds land: Svíþjóð og Ungverjaland (frjáls íþróttaþjóðir með meiru)

Gyða Sól er gift kona og á 8 börn, allar meðgöngur komu þeim gríðarlega á óvart en Gyða Sól gekk með öll börnin sín 6 vikur fram yfir en þygndist ekki um gramm-EKKI UM GRAMM KRAKKAR! (slitnaði líka lítið sem ekkert þessi elska)
Hún býr í Mosfellsbæ með fjölskylduni sinni ásamt þremur Doberman hundum sem bera nöfnin: 
Vanilla, Fjóla og Kristall.
Fjóla með grímuna sína fínu.

 Gyða og maðurinn hennar sem er heimavinnandi húsmaður, eru mikið áhuga fólk um íþróttir og hafa  aðeins verið að mæta á CrossFit æfingar, en síðan Gyða fylgdist með Annie Mist verða veraldarmeistari í öllu með lóð á varð Gyða ofsalega spennt fyrir ólimpískum lyftingum og æfir nú af kappi fyrir Rio 2014 með því að lyfta vegasalti með öllum börnunum sínum á. U GO GIRL!
Gyða Sól vinnur sem þúsundþjalasmiður, hún hefur til dæmis unnið dálítið með slökkvuliðinu og eins Björgunarsveitinni, enda er hún ekki kona sem fúlsar við snjóflóðaleit. Nei hún kallar ekki allt ömmu sína hún Gyða Sól. 
Litlir Bleikir Fílar ætla að ljúka deginum með myndbandsbrotum af Gyðu Sól í gegnum árin. Þau segja allt sem segja þarf.
Njótið, andskotinn hafi það.

Monday, February 13, 2012

Misskilningur Vikunnar NUMERO DOIS

HALLÓ ELSKU BÖRNIN MÍN!

Hvað segiði gott í dag? Örugglega allt ógeðslega geggjað og knúsað því í dag er mánudagur og það er næstum því uppáhaldsdagur Lítilla Bleikra Fíla (á eftir þriðjudögum, sbr. Þriðjudagslagið)
Samkvæmt aldargamalli hefð eru mánudagar misskilningsdagar (þ.e.a.s. þetta er í 2. skiptið sem við heiðrum einhvern misskilning)
Í seinustu viku var það Coco T(ea) og er hún nú ENN MISSKILNARI eftir að hún birti mynd af sér að kjúra með bróðursyni sínum sem er -1 árs. Sem er bara kjút. Nema hún var NAKIN (sem okkur finnst ekki vera kjút, meira svona krípí) Litlir Bleikir Fílar eru, eins og áður kom fram, ekkert brjálæðsilega skotnir í ungabörnum,sjá Celine Dion póstinn, og ætla því ekki dýpra í þetta mál. (OKBÆJ)
Og hér er þá komið að misskilning vikunnar.
Að þessu sinni er ekki um að ræða þjóðþekktan einstakling (Coco fékk Fálkaorðuna,right?) heldur konu sem búsett er í Englandi, sem er sama land og Essex krakkarnir búa í og líka Díana Prinsessa áður en hún dó (sad face).
Reyndar er það ekki beint þessi kona sem verður titluð sem misskilningur vikunnar heldur er það hvorki meira né minna en ÞESSI HÁRTOPPUR sem situr á enninu á henni. Haldið ykkur fast.
Dömur mínar og herrar, Litlir Bleikir Fílar kynna fyrir ykkur ljótasta topp ALLRA TÍMA!
ljóturtoppur@ljóturtoppur.is/fokking-ljótur-toppur

Óþarfi er að taka það fram hver þessi kona er og hvers vegna hún kaus að láta taka mynd af sér með þennan topp og af hverju í ósköpunum hún finnur ástæðu til að brosa yfir því að vera láta taka mynd af sér með þennan topp og finnast það bara broslegt. Litlir Bleikir Fílar eru (næstum því) orðlausir og gapa (smávegis). 
Ljótari topp hafa hvorki þeir né ADHD kisan séð á ævi sinni (sem eru um það bil 10 dagar.)
Meira er varla hægt að segja. Nei ég meina HORFÐU BARA Á ÞENNAN TOPP!
Ljótara purpurauða kvikyndi hefur ekki sést hér á bæ.
Litlir Bleikir Fílar vonast til að hafa ekki algjörlega skemmt fyrir ykkyr mánudaginn en ef svo er þá kemur það okkur ekkert á óvart enda er þetta LJÓTASTI TOPPUR MANNKYNSSÖGUNNAR. Meira að segja 8. áratugurinn myndi kurteisilega neita pent.
 (veit ekki hvort það er 1980-1990 eða 1970-1980 *WHATEVERIES*)
Litlir Bleikir Fílar þakka þá bara fyrir áheyrnina í dag. 
Veriði sæl að sinni.
Takk og bless.
Bless.
Takk.
Bæ.
Knús.
Veif.
Veif í fjarlægð.
Veif í fjarska.

Friday, February 10, 2012

HELLO YELLOW JELLO

Litlir Bleikir Fílar eru að hugsa um að stofna vinafélagið Vinir Krúnunnar. Þeir hafa alltaf verið afskaplega áhugasamir um konungsveldi og þá alveg sérstaklega hið breska. Litlir Bleikir vita ekki alveg af hverju þeir heillast svona að bresku konungsfjölskyldunni, mögulega er það sú staðreynd að Elísabet Englandsdrottning er vaðandi blússandi eldspúandi snillingur sem gengur ÁVALLT í ekstra laxableikum sokkabuxum (Litlir Bleikir Fílar elska útaf lífinu vel húðlitaðar sokkabuxur, hellst 95 den) og á hunda sem líta út fyrir að hafa verið íslenskir fjárhundar sem skruppu saman í þurrkaranum. Ef kona gengur í hnausþykkum andlitslitiðum sokkabuxum og á budduhunda með óeðlilega stutta útlimi þá er það KONA AÐ MÍNU SKAPI! Enough said.
Ella gella og félagar
Svo er hún svo ofboðslega smekklega kona, burt séð frá sokkabuxnaþykkt. Hún er til dæmis eina konan sem Litlir Bleikir Fílar vita um sem er bókstaflega glitrandi í gulu. Það er enginn eins heillandi í gulu eins og hún. Litlir Bleikir Fílar líta út eins og andfúll páskaungi með liðagigt í gulum fatnaði. (ef það er vafamál hvort það sé neikvætt eða jákvætt er svarið: aðstæðubundið)
Hér sjáiði drottningdúlluna okkar; himnesk í heiðgulu, og síðan einhver dækja sem klipptu göt á skóna sína, örugglega til að lofta út táfýlu. Hermukráka.
Það þarf ekki að taka það fram að Elísabet Englandsdrottning er FALLEGUSTUST í bleiku.
Sönnunargagn nr. 1:
Eins gott að það sé föstudagur því þið þurfið örugglega eins og 2 sólarhringa til að jafna ykkur á þessu öllu saman. Litlir Bleikir Fílar ætla að hafa það extra djúsí um helgina. Þeir ætla að borða eitthvað sem er vafið í beikon og ungbarnatár. Þeir ætla að drekka vín, fara í bæinn og vera með flugdólgslæti, nema á bara jörðu niðri. Þeir ætla að horfa á 12 þætti af Kiljunni og virkilega sökkva sér í Egil Helgason, alveg sööööööööööööökkva sér í hann. Restin á eftir að koma í ljós.
Litlir Bleikir reyna kannski að kasta á ykkur kveðju á næstkomandi dögum, annars getið þið kannski fundið þá í næturgeymslu lögreglunnar eða sofandi fyrir framan Nonnabita með Light Bjór í hárinu og sjálfsvirðingu í útlegð.
Djús knús.



Thursday, February 9, 2012

Ég drekk bara instant. Eins og hann afi minn.

HÆ HÆ HÆ HÆ HÆ HÆ HÆ HÆ HÆ HÆ HÆ HÆ....Æ HÆ!
Litlir Bleikir Fílar vöknuðu í morgunn, við erfiðar aðstæður eins og venjulega því allir vita að Pabbi Strangi elskar að gera morgunstundin sem hrikalegasta. Svo ADHD kisan fór hálf önug frammúr.
,, Í dag er fimmtudagur, TIL FÝLU" ooooooh hugsaði ADHD kisan og bleiku fílarnir andvörpuðu og potuðu í  svampkennt morgunkornið. Voðalega var þetta allt erfitt þarna í morgunn.
EN AF HVERJU ERU BLEIKIR FÍLAR SVONA ÓGEÐSLEGA HRESSIR OG ADHD KISAN ER SVO SPENNT AÐ HÚN ER NÆSTUM KOMIN Í HRING OG ORÐIN RÓLEG??
Eitt svar:.....instant kaffi.
Já, Litlir Bleikir Fílar eru endurrisnir úr fýlu og fýlu númer tvö og eru í TREMMAKASTI útaf því að þeir tóku til örþrifaráða og sturtuðu í sig instant kaffi. Það var vont og það var sterkt og það VIRKAR!
Jeij! Undirhökubroskallar á línuna :-))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))...) þetta var maginn sem fylgir á eftir undirhökunni.
Til að hress ykkur hin við úr þessari fýlu sem þið kallið lífið ykkar þá er hér brot úr þætti Tvíhöfða nokkurra sem Litlir Bleikir hafa ofsalegt dálæti á þó ADHD kisan hefur ekki enn gert upp hug sinn hvort hún sé skotin í Táningafræðaranum eða Snjalla Mongólítanum. Þetta er smá flækja sem hún er í. 
Reynið nú að rífa ykkur upp krakkar mínir, ekkert gaman að vera eiturhress lítill bleikur fíll og vera bara aleinn í sveiflu og rassatjútti á dansgólfinu. Það kallast diskóbömmer og VIÐ VILJUM EKKERT SVOLEIÐIS!

Fáið ykkur instant
Farið í bað
Smyrjið á ykkur smyrslum
Og puntið ykkur upp


Litlir Bleikir Fílar þakka fyrir áheyrn í dag (alla 4 einstaklingana sem lesa þetta blogg, samkvæmt blogspot er einn daglegur lesandi staðsettur í Úkraínu: Good Morning Kiev! This is Litlir Bleikir Fílar calling from Reykjavík. We give Norway twelve points-Nous donnons Norvége douze points.  )
Nebbaknús.

Wednesday, February 8, 2012

Litlir Bleikir Fílar hafa ekkert að segja í dag. Þeir eru andlega veðurtepptir (copyright-Tungufoss) Þeir eru gjörsamlega mállausir og hafa ekkert til málanna að leggja. Þeir ætla að leggjast undir gamalt bútasaumsteppi og vonast til með að koma með eitthvað betra á morgunn (eða eftir 29 mánuði)
Skiljanlega er þetta mjög erfitt fyrir ykkur. Til að láta ykkur líða enn verr og vonandi svo illa að þið gleymið því algjörlega hversu lufsukenndur þessi pistill er þá er hér mynd til sýnis af Celine nokkurrin Dion (sem Litlir Bleikir Fílar eiga ofsalega erfitt með) og tveimur ungabörn sem virðast vera vaxa út frá gömlu dömubindi. Það er þannig, það er augljóst og þið voruð alveg að hugsa það líka Litlir Bleikir sögðu það bara.
WHAT IS THIS I DON'T EVEN.
Svo í þokkabót stendur Kraftaverk á myndinni. Hversu mikið flogaveikiskast er það? Þetta er svo ljótt og hallærislegt og hrikalega bara ljótt!! (ég veit ég var að segja það, segi það bara aftur) HVERSU LJÓTT! Nei Litlir Bleikir Fílar GETA ekki svona. Ekki bara þola þeir alls ekki Celine Dion, þá þola þeir mjög illa ungabörn og sérstaklega sofandi ungabörn. (Þeir eru hræddir við þau; þau eru óútreiknaleg og hættan á að fá líkamsvessa framan í sig frá þeim er bara alltof há!)

Nú eru Litlir Bleikir hættir, ADHD kisan er að fá magasár yfir þessu-búið að nefna þessa konu (Dion) of oft á nafn í dag. Of oft!

Litlir Bleikir Fílar kveðja því að sinni. Koma vonandi hressari inn á morgunn. Mjög líklega ekki. Mjög líklega verður langar pistill um tívolí, Jersey Shore eða einhverskonar Varablíantsumræða. Kemur í ljós.

Bless í dag. Bless.
Já hoppa þú bara Celine mín. Hoppa þú bara.

Tuesday, February 7, 2012

Super Mario píparaplömmer

Hæj krakkar. Í dag höfum við, Bleikir Fílar, enn verið flæktir í letipoka og höfum ekki nennt öðru en anda, pissa, borða fílakarmellur (OH THE IRONY!) og telja flösur á sessunautum á skólatímum. Sem er svo sem allt gott og blessað. Þið hafið örugglega gert merkilegri hluti í dag, haldið því bara fyrir ykkur sjálf því Litlir Bleikir Fílar með afskaplega mikla minnimáttarkennd og það fer alveg ofsalega illa í þá ef öðru fólki gengur vel. Talandi um hluti sem láta Litlum Bleikum líða betur ef þeir fá móðursýkis minnimáttarkenndarkast þá finna þeir ávallt gleði sína á ný ef þeir sjá góðan plömmer.
Plömmerar eru, að okkar fílamati, ótrúlega vanmetinn hlutur og virkilega eitthvað sem skemmtilegt getur verið að rína í. (rína er kannski rýna, okkur er slétt sama-íslenskunemar:... veriði glaðir að við skrifum ekki rjína!)
Aftur af sýnilegum rassaskorum. Þetta getur komið fyrir okkur öll, eða flest okkar. Kannski er til fólk sem einfaldlega er ekki með rassaskoru eins og fólk sem er ekki með nafla. Ég ætla að setja spurningamerki við svoleiðis aðila, hugsanlega rata þeir í Misskilning Vikunnar-við sjáum til hversu desperat við verðum á mánudaginn næsta.
Hægt er að fara mörgum fögrum orðum um plömmera. Þeir kæta viðstadda og gefa plömmer eigandanum tækifæri til að viðra þessum skemmtilega líkamsfítus sínum. Gaman fyrir alla. Ykkur til skemmtunar geta Litlir Bleikir frætt ykkur að það að til er maður sem ber nafnið Plummer sem eftirnafn, hér linkur á síðuna hans-það koma samt því miður engar rassaskorur við í þessari grein, lélegt. http://en.wikipedia.org/wiki/Christopher_Plummer
Hér er svo til sýningar nokkurt dansmyndband, og hvetja LBF alla lesendur til að standa upp, ýta buxunum alveg niður að píkubeini (fyrir ykkur sem eigið ekki svoleiðis,búið það bara til) og taka sporið með þessum ágæta manni. Þvílíkur maður segjum við bara, hvers manns hugljúfi það er greinilegt!

Litlir Bleikir Fílar kveðja með danssveiflu og últra rassaskorum.
Rassness, inn og út.


Monday, February 6, 2012

Misskilngur vikunnar: numero uno

Litlir Bleikir Fílar gera sig út fyrir að dæma ekki. Þeir hafa lesið friðarsáttamála Sameinuðu Þjóðanna, þeir tóku fermingarfyrirlestrana mjög alvarlega og þeir sleppa reglulega friðardúfum af efra bílstæðinu hjá Kringlunni. Í stuttu máli: LBF og ADHD kisan vilja vera vinir allra og allir (ættu að) vilja vera vinir þeirra. Þess vegna finnst okkur svo leiðinlegt þegar verið er að taka ákveðnar manneskjur fyrir, stilla þeim upp við vegg og segja: ,,ÞÚ OG ÞÍN PERSÓNA...!" Þetta þykir Litlum Bleikum mjög sorglegt mál og finna mikið til með þessum útskúfuðu einstaklingum. Þess vegna hafa Litlir Bleikir Fílar ákveðið að byrja með Misskilning Vikunnar, líklegast á Bugunardeginum góða eða Mánudögum.
 Þetta mun vera langur, ítarlegur og þverfaglegur pistill um einhvern aðila eða hóp eða samtök eða þjóðflokk eða félag manna sem hafa á einhvern hátt verið algjörlega blússandi misskilinn af hinum meðal manni og konu, og ætlum við að taka þessa misskilningsengla og gefa þeim vængi og leyfa þeim að flúgja um áhyggjulaus eins og ljósbleik fiðrildi þakin í glimmeri. Fallegt, finnst ykkur ekki? Já svona erum við yndisleg Bleiku Fílarnir og ADHD kisan.
Svo nú komum við að Misskilningi Vikunnar og er frumburðurinn engin önnur en Coco Austin, nútímakona sem mjög mögulega er María Mey endurrisin til að leyfa okkur að njóta hennar kærleika og hjartahlýju (ásamt öðru...)
 Hér er Coco í öllu sínu veldi, að rækta líkama og sál okkur öllum til ómældrar gleði. Þetta er kona sem  hugsar  um sjálfa sig OG aðra. Hún passa upp á líkamlegu heilsuna sína og á sama tíma heldur uppi geðheilsu Lítilla Bleikra Fíla. Svo sakar ekki að hún er líka aðdáandi bleika litsins; þá börðu bara Litlir Bleikir í borðið og sögðu: ,,NEI HEYRÐU MIG NÚ-ÞESSA KONU ELSKUM VIÐ!"
Coco og kameltáin hennar sem fylgir henni ávallt. Sætt.
And the rest is history.
Coco í miðri hnébeygju.
Litlir Bleikir ætla ekki að hafa þetta lengra í dag þar sem að lestur mælist minnstur á mánudögum. Það þykir Litlum Bleikum ekki nógu gott en þeir verða þó að viðurkenna að þeir eru heldur ekki þeir hressustu í dag, ónei. Þeir gætu vel hugsað sér að sitja í spennitreyju og hlusta aftur og aftur og aftur á lagið I'm Blue badadidadada með stórsveitinni Eiffel 65 heldur en að gera það sem þeir ættu í raun að vera gera. Meira að segja ADHD kisan er fremur slök. Svo við segjum bara BÆJ! og SJÁUMST Á MORGUNN GRÍSLINGAR. (bless)
P.S Litlir Bleikir Fílar eru greinilega sjónvarpssjúkir því Coco og maðurinn hennar Ice-T eru með ,,raunveruleikaþætti" um sig og sínar persónur á fréttastöðunni E! (það eru VÍST sýndar fréttir þar!) Þar má fylgjast með þeim í ýmsum ævintýrum og ætla Litlir Bleikir Fílar og ADHD kisan að mæla ÆRLEGA með þessum þáttum. Þeir eru ástarskot beint í hjartað. One love. <3

Sunday, February 5, 2012

You know what I mean, yeah?

Litlir Bleikir Fílar ætla að fylgja eftir skinku umræðunni frá því fyrir nokkrum dögum. Einnig ætlar þeir að ræða frekar breska raunveruleikaþætti sem verða að teljast á heimvísu; virkilega ekkert sem toppar þá í ósmekklegum subbuskap sem festur er á filmu. Þið takið kannsi eftir því lesendur litlir, að bleiku fílarnir eru eilítið formlegri í dag en það er vegna þess að þeir sitja við háskólalestur á háskólalesstofu við hina virtu menntastofnun hin háttvirta Háskóla Islandus vorra þjóð og manna (hann heitir það)
Sá þáttur sem bleikir fílar eru ólmir í að segja ykkur frá heitir:
 The Only Way is Essex
(eða fyrir málhalta lúxusaumingja sem nenna ekki að tala er líka oft bara sagt ,,TOWIE")
 Leyfið mér að útskýra ögn betur. Exxsex er sýsla í Suð-Austur Englandi (FYI: England er land í Evrópu þar sem töluð er enska og Díana Prinsessa bjó þar.)
 Allavegana, þá er Essex frægt fyrir eðal heimtilbúnar vakúmpakkaðar skinkur. Og einhverjum snilling datt í hug að taka handfylli af þessari bresku skinkutegund og gera þátt um þau (ég segi þau því þarna er einnig karlmannsútgafan af skinku, nánar tiltekið typpaostur, og eru þeir kláralega algjör lúxus beint úr Ostabúðinni-hér nefndir Camembertpúngar.
Þessir þættir fjalla um ekki neitt og Litlum Bleikum finnst það vaðandi snilld. Þau fara í partý, tosa í hárið á hvort öðru, fá brúnkukrem í augað, ulla upp í hvort annað og öðru hvoru, þegar lítið spennandi er búið að gerast taka skeinkurnar sig til og flassa púnanímus (vagínunni) fyrir æsta ljósmyndara þegar þær detta dauðadrukknar út úr leigubílum kl. 05:00 að morgni mánudags með Big Mac í poka og 0,3 % sjálfsvirðingu.
Þessir þættir eru náttúrulega búnir að gera allt tryllt í Bretlandi og mesta gírandi snilldin síðan þeir föttuðu að dýfa kexinu sínu í te-ið sitt. Sem sagt, bretarnir eru alveg komnir úr narínum yfir þessu. Skiljanlega.
Litlir Bleikir Fílar horfa á þessa þætti og fylgjast svo með fréttatilkynningum af uppáhalds karakterunum sínum inni á hinum virta fréttamiðli Daily Mail. Litlir Bleikir halda einnar mest upp á hana Chole Sims sem er mögulega 1/4 manneskja, 2/4 hestur og 1/4 einhverskonar vax sem er borið á parket.
Hér er hún í allri sinni dýrð:
Litlir Bleikir fílar mæla með fyrir alla lesendur sína sem eru á sunnudagsbömmer að kíkja á TOWIE (já ég er eðalbykkja sem styttir allt) og virkilega sökkva sér ofan í þessum lágmenningu og appelsínugulu úrkynjunum sem við getum einungis VONAÐ að hitta í eigin persónu einn góðan veðurdag ef við biðjum nógu stíft til guðs (eða Brazilian Tan)

Hér er svo mynd af nokkrum hressum, vel plokkuðum krökkum úr þáttunum:
Litlir Bleikir Fílar bjóða ykkur að eiga vænlegan sunnudagsbömmer og hlakka til að byrja nýja viku með ykkur öllum. Þeir eru yfir sig kátir yfir góðum viðtökum og skora á ykkur litlu bleiku lesendur að sýna ást ykkar á fílunum og ADHD kisunni með því að skilja eftir ykkur bremsufar hér á síðunni í kommentunum (no pun intended)
Bless kex.

Friday, February 3, 2012

Partýkisa segir: Bank of fun



Tíminn líður hratt, á gervihnattaröld (HRAÐAR SÉRHVERN DAG, HRAÐAR SÉRHVERT KVÖÖLD!) Þið afsakið Eurovision möngólið mitt, það er löngu búið að vara ykkur við þessu.

Hinsvegar hef ég gripið til Gleðibankans til að fæla út annað lag úr höfði mínu sem hefur setið fast þar í marga marga marga daga. Ég hef hugleitt að skríða inn í hátalara og vonandi verða svo heppin að fá tinitus (fyrir ykkur sem eruð fáfróð þá er tinitus bágt í eyrunu og maður heyrir suð alla daga það sem eftir er af lífi....sssszzzzzzsssszzzz)
Vinningslagið sem hefur tekið sér bólfestu í heilanum mínum er hvorki meira né minna en jólalagið ,,Þú komst með jólin til mín" Kannski get ég fengið prest og sært út Bó og jólagestina hans alla: ÚT BÓ! ÚT MEÐ ÞIG OG ÞITT HAFURTASK! (þú ert velkominn aftur um jólin) EN ÚT MEÐ ÞIG NÚNA! FEBRÚAR ER EKKI JÓLALAGAVERTÍÐ!

Litlir Bleikir fílar hafa ákveðið að grípa til flöskunnar í þessu leiðinda Bó vs. Gleðibanka máli og vona þess af öllu hjarta að áfengi í bland við hjartaáfalls orkudrykki og morgunverðardjús muni á einhvern hátt fá þá til að líða betur. Við erum orðin örvæntingafull og EKKERT er brjóstumkennanlegra en örvæntingafullir litlir bleikir fílar og einn stór ADHD köttur.
Senn líkur þessu föstudagsmorgunsblöggi og mögulega má ekki eiga vona á öðru blögging fyrr en á sunnudaginn eða jafnvel mánudaginn. (það kemur samt örugglega blöggs á morgunn, þið vitið það alveg en ég myndi vilja halda að ég ætti líf, svo er samt ekki.)
Við kveðjum með skemmtilegir mynd af partý kisu. Upprunalega ætlaði ég að setja inn mynd af kisu með 3 bjórdósir á hausnum og trúið mér, hún var ekki sátt með þau mál enda drekkur kisi ekki bjór, aðeins sterkt áfengi með lítilli regnhlíf í.
En svo fannst þetta líka ótrúlega hryllilega ljóta málverk sem einhver aumingjans sálin málaði.
Ef þið voruð ekki búin að fá martröð hingað til þá GJÖRIÐISSVOVEL!

Thursday, February 2, 2012

Flöffí: more is better, baby!

Nú ætla Litlir Bleikir Fílar að klæða sig í hreinskilnisbuxurnar sínar sem líta svona út:
Jæja, nú líður mér miklu betur. Nú finnst mér ég getað virkilega opnað hjarta mitt og sagt ykkur, litlu lirfurnar mínar, eitt af mínum hjartans málum. Þannig er nú mál með vexti að ég-elska-brúðkaup. Elska þau. ELSKA ÞAU!
Það vill svo til að Litlir Bleikir Fílar eru ekki giftir enn. Þeir eru vissulega fráteknir en hafa ekki látið pússa sig saman frammi fyrir hinum háheilaga Elvis Presley. (Litlir Bleikir gifta sig eingöngu í Las Vegas, ekkert annað til umræðu)
Nú ætla ég að koma mér að efninu sjálfu. Staðfest hefur verið að ég elska brúðkaup. En gaman og ótrúlega ómerkilegt. Það sem okkur bleiku fílunum langar til að deila með ykkur tengist brúðkaupum. En þessi brúðkaup eru ekkert venjuleg. Ónei! Þetta eru brúðkaup af þeirri stærðargráðu að Vera Wang (BRÚÐARKJÓLA-MESSÍAS, fyrir þá sem þekkja ekki til) myndi örugglega borða blásýrumuffins (FAT FREE!) og kafna úr lungnafroðu ef hún sæi þessa brúðarkjóla sem ég mun senn gleðja ykkur með. Haldið ykkur fast:
Ég brjálazt.
Þetta er ekki kona sem flæktist inn í Candy Floss vél og lenti svo í því leiðinlega tilviki að festast inn í Pony hesta ælupest og stuðningshópknúsi fyrir drykkfelda Kærleiksbirni!
Þetta er kona sem er í sérsmíðuðum, nýþungum, eflaust mjög óþægilegum, ljósleiðaravæddum brúðarkjól (það hlítur að vera internet inni í þessu) Og jú! Þið sjáið rétt! Það er ljós í honum! Af hverju í ósköpunum? Ætlar hún að setjast niður á eftir með góðan reifara og vantaði lesljós? Þetta er kast, ofan á flog og tuttuguogsex númerum of brjálað.
Þetta gerðist í alvörunni og ykkur til mikillar heppni voru herlegheitin einnig fest á filmu fyrir þættina My Big Fat Gypsy wedding. Ég ætla ekki að skemma fyrir ykkur spennuna en þessir þættir eru ekki bara mergjaðslega skemmtilegir, þeir eru mergjaðslega skemmtilegir Í TÓLFTA VELDI!
Í stuttu máli: þættir að mínu skapi.
Litlir Bleikir Fílar kveðja að sinni.
Veriði hress, bless bless, ég er fress. (djók, ég er bleikur fíll)