Thursday, February 16, 2012

Fiðrildi og kyssuknús

Erum við leiðinleg ef við höldum áfram að tala um fólk í ljótum fötum? Er það? Í alvörunni? Myndiru vilja lesa um hvað Litlir Bleikir Fílar eru að gera í ræktinni þessa dagana (BRENNA ÖLLUM KALORÍUM!!!) eða hvað þeir séu að borða (BÖKUÐUM SPELT BRAUÐ, JEIJ EN HEILBRIGÐ!!) eða í hverju þeir eru (JEIJ ERUM Í NÝJU GUCCI NÆRBUXUNUM OKKAR!!) eða hvað þeim dreymdi í nótt (OMG AFI GAMLI KOM TIL OKKAR Í DRAUMI,SPOOKY!!)
.......uh nei. Það eru til tólfhundruðogþrjár MILLJÓNIR af svona bloggum og Litlir Bleikir Fílar vilja frekar vera biðsu tæfur og halda áfram að til illa um ljót föt (á örugglega mjög næs fólki-það kemur málinu  ekkert við.)
Það er nú gott að við gátum komið þessu af hjarta okkar og ætlum nú að vera biðsutæfur í friði.
 Danke SCHÖN.
Litlir Bleikir Fílar reyna að lesa eins mikið af heimsfréttum og þeir geta. Þeir eru fréttaætur. Þeir elska að vita hvað er að gerast útí hinum stóra heimi og þeir treysta einungis einum fréttamiðli fyrir að færa sér mikilvægustu fréttirnar strax! Það er hin háttvirta fréttastofnun The Daily Mail í Englandi (þar býr ljóti toppurinn til dæmis, ef þið skrópuðu í lestir á mánudaginn-kíkiði á það. Hann er ljótur)
Og í dag er engin undantekning að Daily Mail kynnti Litla Bleika Fíla fyrir einni enn annari fegurðardísinni. FEGURÐARdís. Dís fegurða. Hlébarðadís. En viti menn! Það er ekki bara ein dís, það eru tvær dísir. Margar dísir. Og þetta er ekki búið, þær eru HLÉBARÐA FEGURÐARDÍSIR!
 Þetta eru tvær konur sem virðast vera
heilar á geði þar sem að þær eru greinilega
ekki í spennitreyjum. Litlir Bleikir Fílar
finnst það eiginlega magnað að til séu
svona smekklausir og ósmart einstaklingar
sem ganga um í svona hræðilega ljótri
múnderingu ÓGRÁTANDI. Ekki eitt tár.
Ekki vottur af eftirsjá. Ekkert samviskubit.
Engar tilfinningar. Það er eins og hlébarða
eðlið hafi tekið yfir þær og nú séu þær bara
tómar doppóttar skeljar sem skríða áfram
og stilla sér upp fyrir myndavélarnar. Slefandi. Slefandi ósmekklegar.
Litlir Bleikir Fílar tóku upp á að biðja til
Guðs og vona innilega að þeir sjái svona
aftur sem fyrst. Ekki misskilja, þeim finnst þetta algjör hryllingur EN þetta gefur þeim
ómælda lífsgleði og hún fæst ekki bara keypt útí sjoppunni Póló á Bústaðarvegi. Nehei.
Svo ef við höldum áfram að tala um flottar konur þá er nú ein sem Litlum Bleikum Fílum finnst æðisleg, algjörlega æðisleg og dásamleg. Hún er hallærisleg, ósmekkleg, kjánaleg og yndisleg. Hún heitir Mariah Carey og elskar að vera í 2 númerum of þröngum fötum, óþægilega stuttum fötum og ótrúlega ljótum, mjög dýrum fötum. Alveg eitthvað fyrir Litla Bleika Fíla. Hér er hún, hin eina sanna:


Smellpassar!
Djúlla.
Svo verða Litlir Bleikir Fílar að minnast á einn eiginleika við Maríu Carey sem er bara unaðslegur. Það er sólgleraugun:

Hér ætla Litlir Bleikir Fílar að stoppa. Þetta eru náttúrulega svo stórkostlega ljót sólgleraugu á einni stórkostlega hallærislegri konu að nauðsynlegt er fyrir ykkur að núna að bara fá ykkur sæti og reyna að jafna ykkur. Þið eruð bara mannleg og getið bara höndlað X mörg ljót sólgleraugu á einum sólahring.
Litlir Bleikir Fílar ætla því að kveðja í dag og segja: BÆJÓ JÓN SPÆJÓ og ADHD kisan sendir ykkur fingurkoss (eða fingurinn bara...)

4 comments:

  1. Æj æj tæknin eitthvað að stríða okkur hérna með tvær MAriu Carey myndir. Mögulega vegna þess að þær voru hræðilegar og talvan einfaldlega NEITAR að sýna þær. Það meikar sense.
    Þær voru mjög ljótar, þið skuluð bara hafa það hugfast. Einbeitið ykkur bara að sólgleraugunum, þau eru aðal kastið.

    ReplyDelete
  2. Enn og aftur verður hann Bössi að vera ósammála litlum bleikum fílum. Sólgleraugun er augnayndi og stíll sem að María Carey hefur tekist að innleiða af stakri snilld.

    Þessi hlébarðakjóll ætti að vera skyldueign allra kvenmanna.

    ReplyDelete
  3. MC er bara einfaldlega mesti MC allra tíma.

    ReplyDelete
  4. Ég á alveg eins sólgleraugu og í miðjunni....

    Og ég saumaði einu sinni snípsíðan kjól sem var svipaður og hlébarðakjólinn (og úr sama efni auðvitað).

    Þetta er það sem gerist þegar maður elst upp í 109 og flýtur síðan í 112. Maður

    ReplyDelete