Friday, February 10, 2012

HELLO YELLOW JELLO

Litlir Bleikir Fílar eru að hugsa um að stofna vinafélagið Vinir Krúnunnar. Þeir hafa alltaf verið afskaplega áhugasamir um konungsveldi og þá alveg sérstaklega hið breska. Litlir Bleikir vita ekki alveg af hverju þeir heillast svona að bresku konungsfjölskyldunni, mögulega er það sú staðreynd að Elísabet Englandsdrottning er vaðandi blússandi eldspúandi snillingur sem gengur ÁVALLT í ekstra laxableikum sokkabuxum (Litlir Bleikir Fílar elska útaf lífinu vel húðlitaðar sokkabuxur, hellst 95 den) og á hunda sem líta út fyrir að hafa verið íslenskir fjárhundar sem skruppu saman í þurrkaranum. Ef kona gengur í hnausþykkum andlitslitiðum sokkabuxum og á budduhunda með óeðlilega stutta útlimi þá er það KONA AÐ MÍNU SKAPI! Enough said.
Ella gella og félagar
Svo er hún svo ofboðslega smekklega kona, burt séð frá sokkabuxnaþykkt. Hún er til dæmis eina konan sem Litlir Bleikir Fílar vita um sem er bókstaflega glitrandi í gulu. Það er enginn eins heillandi í gulu eins og hún. Litlir Bleikir Fílar líta út eins og andfúll páskaungi með liðagigt í gulum fatnaði. (ef það er vafamál hvort það sé neikvætt eða jákvætt er svarið: aðstæðubundið)
Hér sjáiði drottningdúlluna okkar; himnesk í heiðgulu, og síðan einhver dækja sem klipptu göt á skóna sína, örugglega til að lofta út táfýlu. Hermukráka.
Það þarf ekki að taka það fram að Elísabet Englandsdrottning er FALLEGUSTUST í bleiku.
Sönnunargagn nr. 1:
Eins gott að það sé föstudagur því þið þurfið örugglega eins og 2 sólarhringa til að jafna ykkur á þessu öllu saman. Litlir Bleikir Fílar ætla að hafa það extra djúsí um helgina. Þeir ætla að borða eitthvað sem er vafið í beikon og ungbarnatár. Þeir ætla að drekka vín, fara í bæinn og vera með flugdólgslæti, nema á bara jörðu niðri. Þeir ætla að horfa á 12 þætti af Kiljunni og virkilega sökkva sér í Egil Helgason, alveg sööööööööööööökkva sér í hann. Restin á eftir að koma í ljós.
Litlir Bleikir reyna kannski að kasta á ykkur kveðju á næstkomandi dögum, annars getið þið kannski fundið þá í næturgeymslu lögreglunnar eða sofandi fyrir framan Nonnabita með Light Bjór í hárinu og sjálfsvirðingu í útlegð.
Djús knús.



5 comments:

  1. Ég hef einnig mikinn áhuga á konungsveldinu og er Prince Phillip alltaf í miklu uppáhaldi, enda uppátækjasamur maður. Ég vona að ég eigi eftir að hitta LBF vel djúsaði í bænum um helgina með flugdólgslæti.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hlaðgerður ,,Hlalla" LaxdalFebruary 10, 2012 at 8:38 AM

      Persónulega er ég langhrifnust af Camillu. Hún er eitthvað svo misskilin.
      Má stinga upp á henni sem Misskilng Vikunnar?
      Kv.
      Hlaðgerður Laxdal

      Delete
  2. Bössi myndi ekki hata það að fá Ellu með sér í kúr.

    ReplyDelete