Thursday, February 2, 2012

Flöffí: more is better, baby!

Nú ætla Litlir Bleikir Fílar að klæða sig í hreinskilnisbuxurnar sínar sem líta svona út:
Jæja, nú líður mér miklu betur. Nú finnst mér ég getað virkilega opnað hjarta mitt og sagt ykkur, litlu lirfurnar mínar, eitt af mínum hjartans málum. Þannig er nú mál með vexti að ég-elska-brúðkaup. Elska þau. ELSKA ÞAU!
Það vill svo til að Litlir Bleikir Fílar eru ekki giftir enn. Þeir eru vissulega fráteknir en hafa ekki látið pússa sig saman frammi fyrir hinum háheilaga Elvis Presley. (Litlir Bleikir gifta sig eingöngu í Las Vegas, ekkert annað til umræðu)
Nú ætla ég að koma mér að efninu sjálfu. Staðfest hefur verið að ég elska brúðkaup. En gaman og ótrúlega ómerkilegt. Það sem okkur bleiku fílunum langar til að deila með ykkur tengist brúðkaupum. En þessi brúðkaup eru ekkert venjuleg. Ónei! Þetta eru brúðkaup af þeirri stærðargráðu að Vera Wang (BRÚÐARKJÓLA-MESSÍAS, fyrir þá sem þekkja ekki til) myndi örugglega borða blásýrumuffins (FAT FREE!) og kafna úr lungnafroðu ef hún sæi þessa brúðarkjóla sem ég mun senn gleðja ykkur með. Haldið ykkur fast:
Ég brjálazt.
Þetta er ekki kona sem flæktist inn í Candy Floss vél og lenti svo í því leiðinlega tilviki að festast inn í Pony hesta ælupest og stuðningshópknúsi fyrir drykkfelda Kærleiksbirni!
Þetta er kona sem er í sérsmíðuðum, nýþungum, eflaust mjög óþægilegum, ljósleiðaravæddum brúðarkjól (það hlítur að vera internet inni í þessu) Og jú! Þið sjáið rétt! Það er ljós í honum! Af hverju í ósköpunum? Ætlar hún að setjast niður á eftir með góðan reifara og vantaði lesljós? Þetta er kast, ofan á flog og tuttuguogsex númerum of brjálað.
Þetta gerðist í alvörunni og ykkur til mikillar heppni voru herlegheitin einnig fest á filmu fyrir þættina My Big Fat Gypsy wedding. Ég ætla ekki að skemma fyrir ykkur spennuna en þessir þættir eru ekki bara mergjaðslega skemmtilegir, þeir eru mergjaðslega skemmtilegir Í TÓLFTA VELDI!
Í stuttu máli: þættir að mínu skapi.
Litlir Bleikir Fílar kveðja að sinni.
Veriði hress, bless bless, ég er fress. (djók, ég er bleikur fíll)


10 comments:

  1. Ástin vex á trjánum. Myndi nú halda að ef brúðurinn fengi að vera í svona brúðarkjól væri hún ekki lengi að skilja og gifta sig aftur til þess eins að fá að endurupplifa herlegheitin.

    Bössi kveður að sinni.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir þetta inlegg í umræðuna Bössi. Gaman að fá álit karlmanns.

      Delete
  2. LBF ég hef séð þessa þætti og það er satt þeir eru mergjaðir. Ég held að maður hafi ekki raun farið í brúðkaup, fyrr en maður hefur farið í a Gypsy wedding. Spurning um að LBF endurskoði Las Vegas og ákveði að kíkja til t.d. Salford sem er raun Las Vegas Bretlands og láti pússa sig saman að (nútíma) sígaunasið!?

    Bestu kveðjur,
    LIL

    ReplyDelete
  3. Ó só fallegt! Minnir mig einna helst á fermingarkjólinn minn. Góðir tímar.

    Kandífloss ftw!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þýðir FTW í þessu brúðkaupsumræðu for the win eða FORWARD TO WEDDING?

      Delete
  4. LIL: ég sting upp á hópferð til Salford og allir geta látið hanna svona fínerí á sig. Hljómar það ekki guðdómlega vel??

    ReplyDelete
    Replies
    1. Jú ákaflega vel! Ég er byrjuð á rannsóknarvinnu á rétta bleika litnum. Ég vil hafa kjólinn einhversstaðar milli þess að vera tyggjóbleikan eða snjóhvítan. Vagínubleikt, er það eitthvað?

      Kveðjur úr gufuklefanum,
      LIL

      Delete
  5. Grafarvogsbúinn situr sveittur og skjálfandi eftir hreinskilnisbuxurnar! Fjandinn megi hirða bleika candíflosskjóla með ljósleiðara, þessi 112-ari ætlar að gifta sig í þessum ofursmörtu buxum.

    Litlum bleikum fílum er boðið í Texasþemaða brúðkaupið (hvítir kúrekahattar included) sem verður haldið í tjaldi í Rimahverfinu í sumar. Þar sem ekki fæst nægilega góð Elvis eftirherma á Íslandi til að gifta mig þá mun sennilega kóngur Íslands, Hr. Herbert Guðmundsson, sjá um athöfnina undir yndislegum söng Leoncie.

    kveðja úr 112

    ReplyDelete
  6. Lil: vagínubleikt er einfaldlega EINI liturinn sem er við hæfi í brúðarkjólamálum. Þessi unga dama að ofan mögulega í leglituðu en ég á það til að rugla þessu tvennu saman, ekki gott!
    112-ari! Litlir Bleikir Fílar FAGNA því að þú skulir ætla að brjótust út úr kassanum og gifta þig í einhverju sambærilegu hreinskilnisbuxunum. Einnig dettur mé rí hug rasslausu sokkabuxurnar frá American Apparell, þær eru sokkabuxur en rassinn leikur lausum hala og er beraður fyrir allra augum. Sem er auðvitað yndisleg leið til þess að ganga í heilagt hjónabands kisu og bleiks fíls.

    ReplyDelete
  7. Ég var rétt í þessu að lenda rosalegri hugljómun. Rasslausar hreinskilnissokkabuxur (patent pending).

    Búin að senda KarTRASHian klaninu teikningar, reikna með að buxurnar verði með í haustlínunni. Sælir hvað það verður byggð höll í 112 fyrir ágóðann af þessari hugmynd!

    ReplyDelete