Tuesday, February 7, 2012

Super Mario píparaplömmer

Hæj krakkar. Í dag höfum við, Bleikir Fílar, enn verið flæktir í letipoka og höfum ekki nennt öðru en anda, pissa, borða fílakarmellur (OH THE IRONY!) og telja flösur á sessunautum á skólatímum. Sem er svo sem allt gott og blessað. Þið hafið örugglega gert merkilegri hluti í dag, haldið því bara fyrir ykkur sjálf því Litlir Bleikir Fílar með afskaplega mikla minnimáttarkennd og það fer alveg ofsalega illa í þá ef öðru fólki gengur vel. Talandi um hluti sem láta Litlum Bleikum líða betur ef þeir fá móðursýkis minnimáttarkenndarkast þá finna þeir ávallt gleði sína á ný ef þeir sjá góðan plömmer.
Plömmerar eru, að okkar fílamati, ótrúlega vanmetinn hlutur og virkilega eitthvað sem skemmtilegt getur verið að rína í. (rína er kannski rýna, okkur er slétt sama-íslenskunemar:... veriði glaðir að við skrifum ekki rjína!)
Aftur af sýnilegum rassaskorum. Þetta getur komið fyrir okkur öll, eða flest okkar. Kannski er til fólk sem einfaldlega er ekki með rassaskoru eins og fólk sem er ekki með nafla. Ég ætla að setja spurningamerki við svoleiðis aðila, hugsanlega rata þeir í Misskilning Vikunnar-við sjáum til hversu desperat við verðum á mánudaginn næsta.
Hægt er að fara mörgum fögrum orðum um plömmera. Þeir kæta viðstadda og gefa plömmer eigandanum tækifæri til að viðra þessum skemmtilega líkamsfítus sínum. Gaman fyrir alla. Ykkur til skemmtunar geta Litlir Bleikir frætt ykkur að það að til er maður sem ber nafnið Plummer sem eftirnafn, hér linkur á síðuna hans-það koma samt því miður engar rassaskorur við í þessari grein, lélegt. http://en.wikipedia.org/wiki/Christopher_Plummer
Hér er svo til sýningar nokkurt dansmyndband, og hvetja LBF alla lesendur til að standa upp, ýta buxunum alveg niður að píkubeini (fyrir ykkur sem eigið ekki svoleiðis,búið það bara til) og taka sporið með þessum ágæta manni. Þvílíkur maður segjum við bara, hvers manns hugljúfi það er greinilegt!

Litlir Bleikir Fílar kveðja með danssveiflu og últra rassaskorum.
Rassness, inn og út.


8 comments:

  1. Bössi er stundum með plömmer, en hann er ekki eins massaður og þessi maður. Bössi kann þó að dansa.

    kv. Bössi

    ReplyDelete
  2. Plömmer er bestur og Rodrigo er vægast sagt með frábæran tónlistarsmekk, það er enginn að fara segja mér annað.

    Kv. Stef Jó Sig

    ReplyDelete
  3. Sexy man! CREEEEEUUUUU!

    Sjálf reyni ég alltaf bara að vera með plömmer heima hjá mér þar sem það eru einhverra hluta vegna miklir fordómar í samfélaginu gagnvart plömmerum, en það eru menn eins og Rodrigo sem gefa mér von um framtíð þar sem ég get flaggað mínum plömmer á almannafæri!

    ReplyDelete
  4. Senjor Rodrigo er sennnilega sjálfhverfasti maður sem fyrirfinnst og er þar með talið allt villta tryllta steraliðið í 112.

    Ég sá einu sinni mann sem var með plömmer sem náði langt upp á bak (og mjög sennilega upp að hnakka). Mér finnst merkilegt að þú getir verið með það mikla bakfitu að rassinn á þér endar ekki fyrr en á hnakkanum á þér. Ég hefði miklu frekar viljað sjá svoleiðis einstakling dansa heldur en Rodrigo.

    Kv. úr 112

    p.s. ég vippaði út einum plömmara bara fyrir Litlu Bleiku Fílana mína

    ReplyDelete
  5. 112-ari!! Litlir Bleikir Filar eru svo stoltir!! Þeir þakka þér kærlega fyrir að deila plömmernum þínum með okkur. Fallegt.

    ReplyDelete
  6. ég reyni yfirleitt að vera með plömmer framaná :)

    Rodrigo er að trylla tussurnar á all the single ladies mín megin.

    JUST SAY'IN

    ReplyDelete
  7. Neineinei.. þetta vidjó get ég ekki!! hahahahah

    ReplyDelete