Sunday, February 5, 2012

You know what I mean, yeah?

Litlir Bleikir Fílar ætla að fylgja eftir skinku umræðunni frá því fyrir nokkrum dögum. Einnig ætlar þeir að ræða frekar breska raunveruleikaþætti sem verða að teljast á heimvísu; virkilega ekkert sem toppar þá í ósmekklegum subbuskap sem festur er á filmu. Þið takið kannsi eftir því lesendur litlir, að bleiku fílarnir eru eilítið formlegri í dag en það er vegna þess að þeir sitja við háskólalestur á háskólalesstofu við hina virtu menntastofnun hin háttvirta Háskóla Islandus vorra þjóð og manna (hann heitir það)
Sá þáttur sem bleikir fílar eru ólmir í að segja ykkur frá heitir:
 The Only Way is Essex
(eða fyrir málhalta lúxusaumingja sem nenna ekki að tala er líka oft bara sagt ,,TOWIE")
 Leyfið mér að útskýra ögn betur. Exxsex er sýsla í Suð-Austur Englandi (FYI: England er land í Evrópu þar sem töluð er enska og Díana Prinsessa bjó þar.)
 Allavegana, þá er Essex frægt fyrir eðal heimtilbúnar vakúmpakkaðar skinkur. Og einhverjum snilling datt í hug að taka handfylli af þessari bresku skinkutegund og gera þátt um þau (ég segi þau því þarna er einnig karlmannsútgafan af skinku, nánar tiltekið typpaostur, og eru þeir kláralega algjör lúxus beint úr Ostabúðinni-hér nefndir Camembertpúngar.
Þessir þættir fjalla um ekki neitt og Litlum Bleikum finnst það vaðandi snilld. Þau fara í partý, tosa í hárið á hvort öðru, fá brúnkukrem í augað, ulla upp í hvort annað og öðru hvoru, þegar lítið spennandi er búið að gerast taka skeinkurnar sig til og flassa púnanímus (vagínunni) fyrir æsta ljósmyndara þegar þær detta dauðadrukknar út úr leigubílum kl. 05:00 að morgni mánudags með Big Mac í poka og 0,3 % sjálfsvirðingu.
Þessir þættir eru náttúrulega búnir að gera allt tryllt í Bretlandi og mesta gírandi snilldin síðan þeir föttuðu að dýfa kexinu sínu í te-ið sitt. Sem sagt, bretarnir eru alveg komnir úr narínum yfir þessu. Skiljanlega.
Litlir Bleikir Fílar horfa á þessa þætti og fylgjast svo með fréttatilkynningum af uppáhalds karakterunum sínum inni á hinum virta fréttamiðli Daily Mail. Litlir Bleikir halda einnar mest upp á hana Chole Sims sem er mögulega 1/4 manneskja, 2/4 hestur og 1/4 einhverskonar vax sem er borið á parket.
Hér er hún í allri sinni dýrð:
Litlir Bleikir fílar mæla með fyrir alla lesendur sína sem eru á sunnudagsbömmer að kíkja á TOWIE (já ég er eðalbykkja sem styttir allt) og virkilega sökkva sér ofan í þessum lágmenningu og appelsínugulu úrkynjunum sem við getum einungis VONAÐ að hitta í eigin persónu einn góðan veðurdag ef við biðjum nógu stíft til guðs (eða Brazilian Tan)

Hér er svo mynd af nokkrum hressum, vel plokkuðum krökkum úr þáttunum:
Litlir Bleikir Fílar bjóða ykkur að eiga vænlegan sunnudagsbömmer og hlakka til að byrja nýja viku með ykkur öllum. Þeir eru yfir sig kátir yfir góðum viðtökum og skora á ykkur litlu bleiku lesendur að sýna ást ykkar á fílunum og ADHD kisunni með því að skilja eftir ykkur bremsufar hér á síðunni í kommentunum (no pun intended)
Bless kex.

7 comments:

  1. Núna veit ég hvernig ég ætla að verða þegar ég er orðin stór! Þarf bara að skinulita á mér hárið og læra að mála mig með svörtum og rauðum tússpenna og auðvitað éta ógeðslega mikið af gulrótum (sólbaðstofur eru ekki in!).

    Kv. úr 112

    ReplyDelete
  2. Bössi fílar Essex krakkana i tætlur. Breskur hreimur þeirra er svo sjarmerandi.

    ReplyDelete
  3. Vel skrifað.. Ég þarf greinilega að kíkja þessa eðal þætti enda löngu búin að falla fyrir Jersey shore, þetta hljómar eins og posh útgáfa af því!!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já Jersey Shore er önnur ástríða Lítilla Bleika Fíla og munu þeir von bráðar fjalla um Snookie og restina af þessum appelsínugulu gúrkum!

      Delete
  4. Dagga hér!
    Hjartans þakkir fyrir ábendinguna nú er ég farin að éta roastbeef samlokuna mína yfir þessari eðalskemmtun.
    over-and-out!!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hvað með að dýfa þessu roastbeef-i í glassúrinn sem þér áskotnaðist hér um árið?

      Delete
  5. Nei þetta lið....hvað amar að. Við þurfum að taka svona vídjókvöld og það hið snarasta.

    Kv. JenPez

    ReplyDelete