Wednesday, February 15, 2012

Fashion is my passion

Litlir Bleikir Fílar eru litlir, bleikir fílar. Þeir eru fílalegir í laginu (EKKI STÓRBEINÓTTIR SAMT!) og eiga því ekki auðvelt með að finna sér föt. Þeir eru þess vegna yfirleitt bara í afmælisgallanum. Enda eru þeir fallegir eins og þeir eru. Og þeir vita það mætavel. Ef hinsvegar þeir myndu taka sig til og fara í 18 mánaða kálsúpumegrun og mjög líklega labba um með næringu í æð þá myndu þeir klárlega koma sér upp hinum stórkostlegasta fatastíl sem sögur færu af. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvers konar múnderingum Litlir Bleikir Fílar myndu ganga um í. Ógrátandi. Þið getið líka gert ykkur í hugarlund hverskonar tískuíkon Litlir Bleikir Fílar fengju innblástur frá. Það liggur í augum uppi að eftirfarandi þrír einstaklingur myndi hafa ákaflega sterk áhrif á fatastíl Lítilla Bleikra Fíla-the skinny edition. 

Foxy Brown og Leðurkjólaævintýrið
Foxy er kona sem veit hvað hún vill. Hún sér kannski leðurveski sem henni líst vel á og SVO KLÆÐIR HÚN SIG Í ÞAÐ. Fólk sagði að það væri ómögulegt en Foxy hlustar ekki á svoleiðis. Hún er að leita sér að kjól fyrir kvöldið. Þetta leðurverski passar akkúrat við tilefnið-hún fer þá bara í leðurveskið og gerir það MEÐ GLANS. Meistaraverk.
Hún klæddi sig í leðurveskið sitt, sniðug!
Lil Kim og Tískuhettan
Lil Kim er ekki síðri kona sem klæðir sig í hluti sem við myndum vennjulega nota í öðrum tilgangi. Hér er hún að gera tískuheiminn brjálaðan yfir demantahettunni sinni. Lil Kim er raunsæ kona sem klæðir sig eftir veðri og heldur sig ávallt á praktísku hliðinni í lífinu. Hún hefur greinilega lent í því að það kemur vindkviða og hárið festist í glossinu á vörunum, það getu verið klístrað og subbulegt. Hún sér leik á borði, setur bara á sig svona gasalega smart demantahettu og heldur þannig hári og varaglossi í FULLKOMNU ÁSTANDI. Og hún gerir það eins og engill. Englakona.

Flott í sumar!
Og síðast en ekki síst...."IF I COULD TURN BACK TIME"- CHER
Óþarfi er að hafa mörg orð um þessa drottningu næturinnar. Hún er búin að vera í öfugum g-string síðan nítjánhundruðníutíuogtvö ('92) og ætlar ekkert að fara slaka á í þeim málunum. Hún er kannski tuttuguogníu ára, en hún er samt mögulega áttatíuogsex ára. Það veit það enginn og það skiptir engu máli. Hún veit hvernig skal líta út og gerir það fagmannalega. Allir vita að ef þú ætlar að vera í líkamssokkabuxum (um það bil 4 den) þá skalt þú vera í leðurjakka yfir sem er að minnsta kosti fjögurtíusex stærðum of stór á þig. Hún kann þetta! 
Stúlkur, takið eftir! Ef þið eruð einhverntímann í vafa heima á laugardagskvöldi fyrir framan fataskápinn og þið vitið ekki hvort þið eigið að vera með páfagaukinn á hausnum sem þið stáluð úr Blómavali eða í litlum svörtum kjól, spurjið ykkur bara: ,,Hvað myndi Cher gera"? Og þið munuð sjá rétta svarið ljóslifandi fyrir framan ykkur. Það er alltaf páfagaukurinn, ekki spurning.
                                                        
Mixar saman leather on leather
G-strengur framan á að slá í gegn?
Less is more er greinilega þemað
Litlir Bleikir Fílar myndu örugglega fá hugmyndir fá fleiri góðum konum en þessar þrjár standa algjörlega upp úr. Þær fara sínar eigin leiðir en gæta þess alltaf að vera klassískar og halda sig við þau snið sem fara þeim vel og komplimentera þeirra vexti. Dömulegar, smekklegar en alltaf með sinn stíl. 
Litlir Bleikir Fílar ætla setja punkt við þetta mál. Þessi kona sem stendur á bakvið Litla Bleika Fíla er nefnilega að:
 DREPAST-DREPAST-DREPAST-DREPAST-DREPAST úr túrverkjum en gleðst þó yfir því að það þýðir algjört barnleysi annan mánuðinn í röð og það er nú ástæða til að gleðast. 
Svo við bleiku fílarnir fáum okkur bara nammi og köllum þetta gott.
ADHD kisan segir djúsí knús og biður ykkur endilega að fara í guðsfriði.


9 comments:

  1. LBF viti þið hvar maður getur fengið líkamsokkabuxur, er að leita af 4 den en sætti mig við 2 den?

    ReplyDelete
  2. Kannski í Rómeó & Júlíu? Nei við bara vorum að pæla.

    ReplyDelete
  3. HOLD ER HEITT! Ég er alltaf að tönnlast á þessu. Meira svona, já takk fyrir pent!

    Jeminn hvað þetta er lekkert allt saman! Það er erfitt að gera upp á milli. Eða jú, demantshettan er klárlega breakthrough í tískuheiminum. Flott OG með notagildi. Ég kemst varla yfir það! Brilljant!

    EN (!) ég trúi samt ekki að þú hafir ekki komið að hvíta gersemanum sem Þórunn Antónía skartar í nýjasta myndbandinu hennar! ÞAÐ er sannkallað meistaraverk, og á svooo mikið heima í þessum pósti. BÍ-JÚTÍFÚL!

    ReplyDelete
  4. Cher er drottning tónlistarinnar. Enginn vafi á því. Bössa finnst fátt skemmtilegra en að dilla sér í takt við Believe.

    http://www.youtube.com/watch?v=LbXiECmCZ94

    ReplyDelete
  5. Takk litlu bleiku fílar fyrir Lil Kim og Tískuhettuna......þú hefur bjargað erfiðu ástandi mínu við glossinn og rokið.
    TAKK !!! XX

    ReplyDelete
    Replies
    1. Mín var ánægjan Elísabet. Gott að geta gefið tilbaka til samfélagsins.
      Djús knús

      Delete
  6. Þetta er án nokkurs vafa flottasta veski sem ég hef séð!

    ReplyDelete
  7. Þetta er þrælflott budda (no pun inteded)

    ReplyDelete
  8. Djöfull vantar mig svona leðurtuðru í aðeins ljósari brúnu...

    ReplyDelete