Wednesday, February 1, 2012

顔黒/SKINKUR


Skinkur. Ég set þær stundum saman við ost og brauð og þessi heilaga þrenning myndar grillaða samloku.
Sem er gaman.
Skinkur eru líka stundum í mannslíki og ég sé þær til dæmis á Stjörnutorgi á meðan ég borða grilluðu samlokuna mína.
Sem er líka gaman.
Eiginlegur ,,skinkusamruni" ef svo mætti koma að orði. (Þetta er að öllum líkindum röng notkun á gæsalöppum, WHATEVERZ!)

En hvaðan kemur þessi undarlegi þjóðfélagshópur? Hver er saga þeirra og menning? Hver er þróun þeirra annars staðar í heiminum og hvernig hafa þær aðlagast íslensku samfélagi? Tala þær sitt eigið tungumál? Eru þær með þjóðarrétt? Kjósa þær innbyrðis leiðtoga? Er mikið læsi á meðal skinkna?
Þetta eru spurningar sem ég hef velt vöngum yfir, sérstaklega yfir grillaðri samloku. Ég hef hugleitt að fá mannfræðiprófessörr nokkurn sem ég þekki til að ganga í þessi mál með mér en hingað til hef ég unnið ein að þessum óformlegu rannsóknum mínum og heimspekilegu pælingum hvað varðar þessa djúpappelsínugulu styggu svínakjötsskepnu.

Ég ætla að uppljóstra aðeins um niðurstöður mínar hingað til:
Skinkur eru upprunalega frá Japan (auðvitað!) Tískan þar kallast Ganguro og þýðir það Svart andlit eða jafnvel Sólbrennt smetti.
(Þetta kemur allt frá Wikipedia; Ath! doktorsnemar í japanskri menningarfræði með séráherslu á japanska poppmenningu á árum 1990-2000 mega EKKI vera með stæla og tala um misræmi og tilbúnar staðreyndir og falskar minningar!)
Ganguro var tískubylgja sem náði hámæli (climax!) um aldamótin seinustu og einkenndist hún af aflituðu eða appelsínugulu hári og gróflegri notkun á brúnkukremi. Sem sagt: Skinkur! Gaman af þessu!
Sminkið var svo ekki af verri endanum; mögulegt er að Panda birnir hafa verið einhverskonar innblástur fyrir þessar dömur enda eru augun algjörlega kolbikasvört og svo snjóhvítur augnskuggi utan um það, upp að hárlínu og niður á kinnar. WHAT A CLASSY LADY! Varnirnar eru svo snjóhvít/bleikar. Gerviaugnhár (alveg mörg sett) og LÍMMIÐAR kóróna svo verkið og setja virkilega punktinn yfir i-ið!
Hér má sjá eina japanska telpu sem virðist fylgja Ganguro lífstílnum. Drottinn blessi hana og veiti henni styrk þegar dagur kemur að kvöldi og hún neyðist til að taka þetta SPARSL framan úr sér. Hæversk ung snót með öllu, augljóslega.
Litlir bleikir fílar óska ykkur gleðilegs miðvikudags og biðja ykkur endilega um að skilja eftir ykkur smá kossafar hér á síðuna eða viðeigandi kveðju. Fílarnir hvetja alla til að skrifa undir leyninefni því þá mega menn segja það sem þeir vilja og aldrei er steikin betri þá.
Kv. Litlir Bleikir Fílar og Sortuæxlis Ganguro stelpan sem virðist ætla sér að pissa á almannafæri. Skvíza!

8 comments:

  1. Hahahhaha! Þú ert óborganlegur penni! :D

    ReplyDelete
  2. Bössi elskar grilladar samlokur med skinku.

    Kv. Bössi

    ReplyDelete
  3. Eftir að hafa lesið þennan pistil rann upp fyrir mér að ég var einu sinni (er ennþá?) skinka. Gekk um vel brókuð í G-streng, lágum hvítum gallabuxum, magabol og stundum kúrekahatt. Gott að mega koma fram undir dulnefni með svona yfirlýsingar!!!

    kv. kúrekaði grafarvogsbúinn (vonandi þekkirðu ekki bara eina manneskju úr 112)

    ReplyDelete
  4. Þú ert yndislegur skemmtilegur stuðboltalegur bleikur fíll.
    Kveðja, Guðbjörg ekki skinka

    ReplyDelete
  5. Grafarvogsbúi kæri (taktu eftir eintölunni hö hö hö):
    ÉG DRAPST 12 OG 1/2 SINNUM ÚR HLÁTRI. Nú bið ég þig fallega að næst þegar við hittumst að þú mætir með kúrekahattinn. Þú þarft ekki að bróka nærbuxurnar langt upp á bringu ef þér finnst það óþægilegt. En ef þér finnst það þægilegt....þá er ég ekki að dæma.
    Kv. úr 101

    ReplyDelete
  6. Litli bleiki fíll! Hvar værum við án ÞÍN!

    ReplyDelete
  7. Nei þú DREPUR mig, ég meina það.

    Haltu áfram með uppteknum hætti eða ÉG drep ÞIG.

    Love, peace and handgrease

    Kv. Jennifar (previously know as Jafar pre sex-change)

    ReplyDelete
  8. Tantastic!! Ég færi svo mikið í ljós núna eftir þennan póst ef það hefði ekki verið nýbúið að segja mér fylgni ljósabekkja og kláðamaura (löng saga, segi þér hana yfir trúnó (lesist: Á MORGUN)).

    Kisan úr fílabeinsturninum

    ReplyDelete