Friday, February 17, 2012

Að láta fokka með fésið.

Góðan og blessaðan föstudaginn til ykkar. Litlir Bleikir Fílar og ADHD kisan og kellingin sem stendur á bakvið þetta vona að þið hafið gríðarlega brjáluð plön fyrir helgina. Vonandi eitthvað sem inninheldur vínanda. Við hér á bleiku fílunum erum einmitt með ofsalega skemmtilega helgi framundan. Hana má taka saman niður í nokkur stykkorð. Stykkorð eru svo skemmtileg.
Helgin 17-19. febrúar 2012 í nuts(hell)
-Rekstrarbókhalds-próflesturs-yfirferðar-sjálfspíning
-Möguleg sjálfsmorðstilraun
-Vasareiknir sem heitir Texas
-Niðurskorinn anananas

Útaf því að helgina okkar verður svo leiðinleg að hún er strax komin með myglubletti ætlum við að fara pirra okkur yfir einum af þeim málum sem pirra okkur og við höfum þörf til að pirra okkur yfir. Beisík.
Það sem pirrar okkur, Litla Bleika Fíla og alveg örugglega ADHD kisuna líka er heilmargt en eitt af þeim eru ekki lýtaaðgerðir. Alls ekki.
Nei nei, við höfum ekkert á móti lýtaaðgerðum. Litlir Bleikir Fílar eru með margar fegrunaraðgerðir á sínu plani; rassastækkun, nefstækkun, minnka annað brjóstið og stækka hitt brjóstið tífalt. Svo þið sjáið, það er BRJÁLAÐ að gera hjá Litlum Bleikum.
Það sem fer í pirrurnar á okkur er fólk, sem fór í lýtaaðgerð og þykist svo ekki hafa farið í lýtaaðgerð. Lét einhvern kall skera inn í smettið á sér, eða júllís, eða bara whateveriez. Umbúðir, bólgur, sýkingar, plástrar etc. Gott og vel. Vonandi ertu sátt/ur með nýja útlitið þitt. EN EKKI KOMA SVO BARA Í LIVE TELEVISION OG SVERJA VIÐ GUÐ OG MARYLAND KEX AÐ ÞÚ HAFIR ALDREI LÁTIÐ FOKKA MEÐ FÉSIÐ ÞITT!
 En ert samt greinilega með sextíuogsjö sinnum minni nebba en fyrir þremur mánuðum! Hvað heldur þú eiginlega að við séum? Eins og þú eigi bara eitthvað pínulítið krúttlegt leyndarmál og ekki séns að neinn fatti að þú sért með tólfhundruð sinnum stærri rasskinnar en áður.
Þetta bara nákvæmlega eins og ef Lítill Bleikur Fíll myndi fara í 9 ára læknisfræðinám, útskriftast, labba um með dimplómuna sína í risastórum vasa og segja svo: Nei, ég er risaeðla. ÉG SVER!
HÆTTU ÞESSUM BULLINGI!
Litlir Bleikir Fílar eru ekki hér með að skora á alla sem nokkurntímann hafa farið í einhverskonar fegrunaraðgerð að fara núna upp á þakið á húsinu sínu og öskra : JÁ ÉG FÓR Í LÝTÓ!
Æi okkur er alveg kattans krattans sama að þú fórst í lýtó. Já þú fórst og amma hins gaursins líka.
Big deal.
En! Þegar fólk klifrar upp á feita hvíta hestinn sinn og ætlar að fara halda því fram að ennið á þeim sé sléttara en Tjörnin frosin í janúar og það sé bara jafn náttúrulegt og af guði einum gert eins og  Tjörnin frosin í janúar þá setja
Litlir Bleikir Fílar upp svona svip:
Sénsinn!
Nei nú segir meira segja Lilo Lindsanity að nú sé nóg komið af bullinu. Litlir Bleikir Fílar neita að taka þátt í þessari vitleysu á öðrum eins föstudegi. 
Svo Litlir Bleikir Fílar kveðja enn og aftur á þessum sólríka og ylríka og algjörlega snjó og kuldalausa degi og óska ykkur lesendum góðrar helgar og vona að þið fáið ykkur kokteil með lítilli sólhlíf í. Helst bleikri. Með miklum vínanda.

Litlir Bleikir Fílar og ADHD kisan og náttúrulegasta fegurðardísin af þeim öllum, uppáhalds Jackson fjölskyldumeðlimur Lítilla Bleikra Fíla; La Toya Jackson, kveðja því að sinni í dag.
Við segjum bless bless. Bless Bless.

GÓÐA HELGI SNÚÐABÖRN!

2 comments:

  1. Fegrunaraðgerðir eru bara lausn fyrir ófrítt fólk að verða fallegt. Neita að trúa því að ég og litlir bleikir fílar erum þau einu sem að sjá þetta!

    Þetta ætti að vera ríkisstyrkt.

    ReplyDelete
  2. Er þetta dig? Dig á mig?

    Ég held að BS hafi orðað það best:
    http://www.funnyordie.com/videos/2326/brooke-shields-in-playground-tales-from-brooke-shields

    ReplyDelete