Thursday, February 23, 2012

wee-tah-kah-loo-loo

Litlir Bleikir Fílar hafa nú risið upp frá dauðum, eru komnir í aðhaldsbuxurnar og eru tilbúnir að halda áfram með lífið. Til að halda upp á það ætla þeir að skella í eins og eina heimildargrein fyrir ykkur.
Fræði og fróðleiksgrein dagsins fjallar um Furby. 
....."Hvað er Furby".....gæti einhver spurt sig; einhver sem veit ekki betur og svífur um á bleiku skýi. 


HÆ-HÆ-HÆ-HÆ-HÆj!
Þetta er Furby. Einu sinni áttu Litlir Bleikir Fílar einn svona Furby, eiginlega nákvæmlega eins og þennan. Þeir völdu sér svartan, enda er það klassískur litur og passaði við allt. Litlir Bleikir voru ofsalega spenntir, enda búnir að bíða lengi lengi eftir að eignast einn slíkan. Þeir suðuðu í mömmu sinni, þeir suðuðu í pabba sínum, þeir suðuðu í Jesú barninu. Og loks á flugvelli í Lundúnaborg gáfu fílamamma og jesúbarnið eftir og Litlir Bleikir Fílar fengu loksins Furby í sínar hendur. Svo voru keypt batterí, extra góð batterí. Og svo var loksins kveikt á Furby-inum. Og svo byrjaði hann að tala. Svo byrjaði hann að gala. Svo gólaði hann. Svo orgaði hann. Svo orgaði hann hærra. Og svo fór flugvélin í loftið.
........................Þremur klukkutímum seinna og öll vélin, þar á meðal starfsfólkið, voru komin í afskaplega strategíska, þaulhugsaða áætlun um hvernig þau ætluðu að drepa Furby-inn okkar og hvernig þau gætu gert á það á sem sársaukafyllstan hátt. Útundan okkur heyrðum við í manni rökræða við gamla konu hvort þau ættu að opna hurðina á vélinni og láta Furbyinn sogast út og vonast bara til að enginn annar myndi fara með og væntanleg ljúka ævidögum sínum sem blóðsletta á glugganum við exit útganginn. ,,Jú það gæti orðið subbulegt vissulega, sagði gamla konan, ,,en þá erum við viss um að hann drepist algjörlega. Við verðum loksins frjáls....VIÐ VERÐUM FRJÁLS!!" Við sáum líka flugfreyju sem sat og starði sem fastast á Furby-inn á meðan hún tálgaði hníf úr meikburstanum sínum.

Skemmtilegasta við þetta allt saman var að Furby-inn lifði þessa flugferð af. Hann lifði allt af. Furby er eins og kakkalakkar. Það gæti komið kjarnokrustyrjöld og allt líf á jörðinni myndi einfaldlega þurrkast út nema eftir sætu margir litlir Furby-ar og kakkalakkar, örugglega slakir og spakir að spila Ludo. 

Til að gefa ykkur smá smjörþef af því hrikalega, óraunverulega böggandi þessi litlu kvikyndi voru er gefið smá dæmi um þá frasa sem þessi óþolandi loðkúla kurraði 
stanslaust,endalaust, sí og æ, æ og sí, allan sólarhringinn, alla daga, alltaf-alltaf-alltaf!

Eftirfarandi eru dæmi um Furby frasa:
  • wee-tah-kah-loo-loo: Tell me a joke.
  • wee-tah-kah-wee-loo: Tell me a story.
  • wee-tee-kah-wah-tee: Sing me a song.
  • u-nye-loo-lay-doo?: Do you want to play?
  • u-nye-ay-tay-doo?: Are you hungry?
  • u-nye-boh-doo?: How are you?
  • u-nye-way-loh-nee-way: Go to sleep now.
  • u-nye-noh-lah: Show me a dance.

Segðu mér brandara! Segðu mér sögu! Syngdu fyrir mig lag! Viltu leika við mig? Ertu svangur? Hvernig hefuru það? Ég ætla að lúlla. Dansaðu fyrir mig!

Hverjum í ósköpunum dettur í hug að nokkurri manneskju langi til að eiga svona? (Litlir Bleikir Fílar bera fyrir sig minnisleysi og tímabundna geðveilu þegar Furby-inn var keyptur) 
Hann er óþolandi og svo lætur hann nákvæmlega eins og móðursjúkur, vælandi, athyglissjúkur, eirðarlaus, uppáþrengjandi geðsjúklingur sem heimtar að fólk stripp dansi fyrir hann í tíma og ótíma.


ADHD kisan eftir að hafa upplifað Furby hrottaskapinn

Einhvernveginn endar þessi saga okkar. Jú Litlir Bleikir Fílar eru blessunarlega lausir við Furby-inn sinn en þó vakna þeir oft að nóttu til í svitakófi, andstuttir með hjartaslátt af ótta útaf martröðum um að Litlir Bleikir Fílar eru fastir inn í dýflyssu fullri af allskonar litlum litlríkum Furby-um og þeir eru allir að tala ofan í hvorn annan: Dansaður fyrir mig! Segðu mér sögu! ÉG ER SVANGUUUUUUUR!!!
Það sem Litlir Bleikir Fílar eru hræddastir við er að þeir vakni upp í svitabaði eina nóttina af martröð og sjá svo Furbyinn sitjandi á rúminu....starandi á þá.....biðjandi þá um að syngja fyrir sig lag.
ÚFF! ADHD kisan fær bara hroll.

Litlir Bleikir Fílar ætla að skilja ykkur eftir með gæsahúð í þetta sinn.

Passiði ykkur bara. Það gæti verið Furby þarna úti sem er búinn að vill ÞIG sem næsta fórnarlamb. Ef þið heyrði útundan ykkur í dimmu stræti eitthvert kvöldið: 

u-nye-loo-lay-doo?
Þá skaltu hlaupa! Þá skaltu hlaupa hratt og ALDREI líta við öxl. Annars ertu tortýmd(ur)



5 comments:

  1. Vantar like fetus á bloggið þitt. Þetta er deffó saga sem er hægt að like-a en ekkert hægt að svara.

    Ég átti aldrei Furby. Sennilega vegna þess að ég var ára þegar þeir komu út og of svöl fyrir lífið. Eyddi mínum tíma í að vera unglingavandamál og horfa á neighbours. Skrópaði meira að segja oft í skólanum til að horfa á Neighbours og reykja. Sennilega þess vegna sem ég kann ekki muninn á hægri og vinstri. Var það ekki kennt í unglingadeildinni?

    Bestu kveðjur úr Grafarvoginum

    ReplyDelete
    Replies
    1. Vantar tölurnar 13/14 þarna inní...

      Delete
  2. Mig langaði alltaf í furby, og langar enn.

    ReplyDelete
  3. Ó ég man hve oft við lokuðum þetta grey inni í skáp!!! Alveg hræðilega óþolandi grey...

    ReplyDelete
  4. Ég er búinn að panta gám af Furby-vinum fyrir þig.

    Stay tuned.

    ReplyDelete