Monday, February 13, 2012

Misskilningur Vikunnar NUMERO DOIS

HALLÓ ELSKU BÖRNIN MÍN!

Hvað segiði gott í dag? Örugglega allt ógeðslega geggjað og knúsað því í dag er mánudagur og það er næstum því uppáhaldsdagur Lítilla Bleikra Fíla (á eftir þriðjudögum, sbr. Þriðjudagslagið)
Samkvæmt aldargamalli hefð eru mánudagar misskilningsdagar (þ.e.a.s. þetta er í 2. skiptið sem við heiðrum einhvern misskilning)
Í seinustu viku var það Coco T(ea) og er hún nú ENN MISSKILNARI eftir að hún birti mynd af sér að kjúra með bróðursyni sínum sem er -1 árs. Sem er bara kjút. Nema hún var NAKIN (sem okkur finnst ekki vera kjút, meira svona krípí) Litlir Bleikir Fílar eru, eins og áður kom fram, ekkert brjálæðsilega skotnir í ungabörnum,sjá Celine Dion póstinn, og ætla því ekki dýpra í þetta mál. (OKBÆJ)
Og hér er þá komið að misskilning vikunnar.
Að þessu sinni er ekki um að ræða þjóðþekktan einstakling (Coco fékk Fálkaorðuna,right?) heldur konu sem búsett er í Englandi, sem er sama land og Essex krakkarnir búa í og líka Díana Prinsessa áður en hún dó (sad face).
Reyndar er það ekki beint þessi kona sem verður titluð sem misskilningur vikunnar heldur er það hvorki meira né minna en ÞESSI HÁRTOPPUR sem situr á enninu á henni. Haldið ykkur fast.
Dömur mínar og herrar, Litlir Bleikir Fílar kynna fyrir ykkur ljótasta topp ALLRA TÍMA!
ljóturtoppur@ljóturtoppur.is/fokking-ljótur-toppur

Óþarfi er að taka það fram hver þessi kona er og hvers vegna hún kaus að láta taka mynd af sér með þennan topp og af hverju í ósköpunum hún finnur ástæðu til að brosa yfir því að vera láta taka mynd af sér með þennan topp og finnast það bara broslegt. Litlir Bleikir Fílar eru (næstum því) orðlausir og gapa (smávegis). 
Ljótari topp hafa hvorki þeir né ADHD kisan séð á ævi sinni (sem eru um það bil 10 dagar.)
Meira er varla hægt að segja. Nei ég meina HORFÐU BARA Á ÞENNAN TOPP!
Ljótara purpurauða kvikyndi hefur ekki sést hér á bæ.
Litlir Bleikir Fílar vonast til að hafa ekki algjörlega skemmt fyrir ykkyr mánudaginn en ef svo er þá kemur það okkur ekkert á óvart enda er þetta LJÓTASTI TOPPUR MANNKYNSSÖGUNNAR. Meira að segja 8. áratugurinn myndi kurteisilega neita pent.
 (veit ekki hvort það er 1980-1990 eða 1970-1980 *WHATEVERIES*)
Litlir Bleikir Fílar þakka þá bara fyrir áheyrnina í dag. 
Veriði sæl að sinni.
Takk og bless.
Bless.
Takk.
Bæ.
Knús.
Veif.
Veif í fjarlægð.
Veif í fjarska.

5 comments:

  1. LBF, get ég fengið ráðleggingu hjá þér. Ég LIL er að hugsa um að klippa á mig topp. Hvernig kemst ég hjá því að fá ljótan topp? Hvað geri ég, hvað segi ég?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Litlir Bleikir Fílar mæla með því að þú prentir þessa mynd út, rammir hana inn, sækir þér svo stól, setjist á hann og virkilega HORFIR á þennan topp. Þú ert að taka áhættu með því að klippa á þig topp og þetta er áhætta, hún er þarna innrömmuð fyrir framan þig og horfir á þig á móti, beint í augun.
      LIL við biðjum þig um að rækilega pæla í þessu og ef þú ætlar að vaða út í sjóinn með þetta topppamál biðjum við þig um leyfa okkur að koma með og allavegana keikja á svona 6 Jesúkertum áður en það er lagt í hann.
      Friður sé með yðar toppi.

      Delete
  2. Hvaða eindæmis rugl er þetta. Mér finnst þessi toppur gullfallegur.

    kv. Bössi

    ReplyDelete
    Replies
    1. Er þetta kannski mynd af konunni þinni Bössi?
      Pínu þín týpa...

      Delete
  3. Já ég ætla að hugsa þetta vel.

    ReplyDelete