Wednesday, February 22, 2012

Engin hjálpargögn eru leyfð á prófinu.

Í dag er próf og þá eru Litlir Bleikir Fílar í fríi. BÚÚÚ!

Já við vitum að ykkur finnst þetta afskaplega sorglegt og hið leiðinlegasta mál. Litlir Bleikir Fílar myndu heldur vilja vera einhverstaðar í teeny weeny polka dot bikini að drekka rammsterkt áfengi með lítilli regnhlíf í og hafa þær einu áhyggjur að tanlínurnar væru ójafnar og stöku sinnum fá smá panik yfir yfirvofandi húðkrabbameini. Þeir myndu blogga sjötíusex sinnum á dag og allt væri mjög skemmtilegt og hámarks fyndið!
En nei, svo standa ekki málin í dag :-(

Svo við ætlum að skilja ykkur eftir milli vonar og ótta. Á dagskrá vikunnar er hinsvegar ýtarlegri úttekt á ,,rassakonum" í Eurovision (sbr. söngkonur sem flytja framlag þjóðar sinnar berrassaðar), ofstækisfullar húsmæður sem mella börnin sín út í fegurðarsamkeppnum, kátan hýran þéttvaxinn mann (a.k.a Fat Gay Kid-hann kallar sig það for realz) og jafnvel smá umræða um Furby. Litlir Bleikir Fílar minntust þess einmitt um daginn að það eru um það bil 15 ár síðan Furby-inn okkar var hálshöggvin við miklar undirtektir heimilismanna. Þá var mikið um dýrðir.

Svo við kveðjum hér með tárin í augunum og auglýsum enn og aftur eftir einstakling sem getur útskýrt fyrir okkur rekstrarbókhald. Sá hinn sami fær, eins og áður var lofað, sleik og jarðarberjasvala og við bætum við enn einum verðlaununum: tvö poppkex sem súkkulaði. VÚÚÚ! 

Brjálað að gera í bókhaldinu.
Boj boj

2 comments:

  1. Bössi býður fram aðstoð sína fyrir jarðarberjasvala. Hann hefur engan áhuga á sleik.

    ReplyDelete
  2. Krúttkisa. Vona að þér hafi gengið sjúklega vel! Hvenær ertu síðan búin í prófum?

    ReplyDelete