Tuesday, February 21, 2012

Arg og Garg

Litlir Bleikir Fílar eru ekki í góðu skapi í dag. Þeir eru pirrípú og pú pú. Hugsanir Lítilla Bleikra Fíla mætti setja niður í eina langa setningu:

 Djöfull er ógeðslega leiðinlegt að vera pirraður og djöfull er ógeðslega pirrandi að vera svona leiðinlegur. 


Já krakkar mínir. Eða í ekki bókstöfum: ¨!"#$%&/()=_?*´:
 Við erum sem sagt ekki í hressustu sokkunum okkar í dag. Eiginlega langt frá því.

Litilir Bleikir Fílar verða stundum Skúlafúlir og það er nú víst bara partur af lífinu. Menn og fílar og ADHD kisur geta ekki alltaf verið fyndin og skemmtileg. Stundum verða þau bara fyndin og pirruð. Eða fyndin og leiðinleg, þó það við fyrstu sýn virðist ekki passa saman, sem það gerir ótrúlegt nokk!
Svona ástand er í hausnum á Litlum Bleikum Fílum þegar þeir eru pirraðir:

1),,DJÖFULL ER ÞESSI FUGLASÖNGUR ÓGEÐSLEGUR!"
2),,HALTU KJAFTI LITLA HLÆJANDI UNGABARN!"
3)FOKKA ÞÚ ÞÉR KURTEISI MAÐUR SEM HLEYPTI OKKUR INN Á UNDAN SÉR Í LYFTUNA!"

Fúll ADHD kisi
 Það verður að segjast að Litlir Bleikir Fílar hafi verið nokkuð hressari og örugglega vinalegri en í dag. Yfirleitt þegar þeir verða pirraðir geta þeir pirrað sig yfir öllu. 
Nýtt met varð í fúlindum þegar Litlir Bleikir Fílar urðu allt í einu pirraðir á sínum eigin andadrætti. Hann var bara svo drullu asnalegur og kjánalegur:.... Inn og út og inn og út og inn og út....
 Getur þessi andfýlu aparassa andadráttur ekki gert neitt annað?? 
Inn og út, allan liðlangan daginn!!!
 Hvernig í ósköpunum er hægt að vera svona pirrandi! 
Helvítis andadráttur-ÉG DREP ÞIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIG! 

Nei nei ok,ok. Litlir Bleikir Fílar eru ekki að fara drepa einn né neinn. Engan andadrátt; í mesta lagi sparka þeir í púða en þeim mun eflaust mistakast það og þá detta þeir á rassinn og verða ennþá reiðari en verða svo eftir á ofsalega illt í rassinum og þá fara þeir bara að gráta. Case closed.

Smá pirringur í mönnum.

Litlir Bleikir Fílar ætla finna sér púða núna og hætta að refsa lyklaborðinu. Space takkinn er næstum því byrjaður að gráta. Sad face.

Þangað til á morgunn segjum við bara: 
SEE YA, WOULDN'T WANT TO BE YA.





3 comments:

  1. ÞAÐ ER EKKI GOTT AÐ VERA Í FÝLU OG BÖSSI KANN ENGIN RÁÐ VIÐ ÞVÍ.

    ReplyDelete
  2. ÞETTA ER ÞAÐ FYNDNASTA SEM ÉG HEF LESIÐ

    ReplyDelete