Tuesday, March 13, 2012

Macho does not prove mucho

Stundum verða Litlir Bleikir Fílar lasnir eins og aðrir. Þeir verða voða litlir í sér og afskaplega ljósbleikir, eiginlega fölbleikir- svo það er ekki sjón að sjá þá, litlu greyjin.
Og hvað gerir ADHD kisan þá? Til að hressa upp á fílana sagði hún þeim sögu: ævintýri sem þrjár undurfríðar og últra fabúlush systur sem áttu sér þann draum að giftast prins og flytja til Ammeríku.
Þær hétu: Magdolna ,,Magda", Eva og Zsa Zsa. (Ef við ýtum aðeins á pásu núna og spáum aðeins í því hversu mikið snilldarinnar nafn er það? Zsa Zsa! Zsaaaaa Zsaaaaa, nei ég fæ ekki nóg af því)
Við nennum ekki að rekja alla söguna um systurnar þrjár við ætlum að staldra við nokkra mikilvægar staðreyndir hvað varðar þær. Í fyrsta lagi voru þær sjúkar í að gifta sig. Og ekki gifta sig neitt lágstemmt, neiiii. Zsa Zsa var til dæmis gift Conrad Hilton sem er langafi Paris Hilton. Greinilega varð genablandan aðeins of svakaleg því það verður að viðurkennast að fabúlushið endist ekki niður ættartréið. Sbr. mynd af Paris með rottuhund sem er í sama lit og spray tanið hennar. Epískt fail. Sbr. mynd af Zsa Zsa með hund í stíl við kjólinn sinn, skartgripina, varalit OG bakgrunninn: WINNING
WATCH N' LEARN GUUURL! Watch n' learn.
Ekki eiga hund í sama lit og meikið þitt.
Bleikt on bleikt on bleikt.
Við vorum að tala um brúpkaup og giftingar. Þið vitið hvað Litlir Bleikir Fílar eru áhugasamir um brúðkaup af alls kyns toga. Þeir sitja ekki heima hjá sér alla daga og skoða brúðarkjóla og gera svo: Clear internet history.....það eru lygar.
 Aftur að Zsa Zsa og co. Þær komu til bandaríkjana og áttu sér eitt mottó í lífinu:
Giftast og giftast vel. Og svo ef sú gifting var ekki nægileg vænleg til vinnings þá bara skilja og giftast aftur. Og skilja. Og giftast nýjum. Og skilja. Og giftast nýjum. Og skilja. Og vera fabúsh.

Á milli þessara þriggja æðislegu systra urðu heil tuttugu hjónabönd en aðeins eitt barn. Mögulega útaf því að þeim fannst meðganga ekki nógu fabúsh og það gekk ekki upp að vera með ungabarn í loðfeld. Maður spyr sig. En þegar kona sem slík er svona geðveikislega fab týpa þá er maður ekki að spyrja óþarfa spurninga. Hér er Eva Gabor í einhverri brjálæðsilegri múnderingu að gera það sem hún gerði best: Verandi fabúshillí fabúsh og fabalúhú.
SMART EINTAK AF KONU
Zsa Zsa var fræg fyrir að eiga bestu línurnar í húsinu, sérstaklega þegar fólk vildi gera grín af öllum þessum hjónaböndum sem hún átti að baki sér. Fólk getur verið leiðinlega leiðinlegt og ætlað að vera æðislega fyndið og gera grín af þessari fjaðurpennadrottningu en við vitum öll að þeir einstaklingar eru bara alveg LENS á fabúlosití og sitja heima í ílla hnökruðum flíspeysum og drekka ilvolgt pepsí. 
Svona bombaði Zsa Zsa gegn ilvolgum pepsidrykkjukellingum:
,,I'm a marvelous housewife. Every time I leave a man I keep his house."
..Macho does not prove mucho"
,,I want a man who is kind and understanding. Is that too much to ask of a millionaire?"
......megum við segja: 
númer 1): HA HA!
 númer 2): SNILLINGUR 
númer 3): FABÚSH!
Eva og Zsa Zsa í pallíettum. Það er allt og sumt.
Ef Litlir Bleikir Fíla verða einhvertímann eldri (oh no I din't) fönguleg kona sem er ennþá með fallega leggi og brjálæðsilegan húmor fyrir sjálfum sér myndu þeir óska sér að vera alveg eins og Zsa Zsa; búa í Bel Air og bara vera flottust. Ganga í beislituðum silkiblússum með eyeliner ofan á eyeliner ofan í eyeliner og bara lounge-a við sundlaugina með smáhundunum mínum, heimtandi að olíuborni sundlaugastrákurinn (the pool boy) veiði stanslaust upp ósýnileg laufblöð úr lauginni á meðan ég drekk rammsterkan Appletini með bleikri sólhlíf og nýt þess að vera simple fabúlushness.
Zsa Zsa að vera Zsa Zsa.
Zsa Zsa hefur meira að segja einu sinni verið handtekin útaf því að hún sló lögregumann utan undir. (ok...HA HA HA) Ef sá lögreglumaður átti þennan kinnhest ekki hundraðsextíuogníu prósent skilið þá veit ég ekki hvað. Hann var ekki að virða fabið sem Zsa Zsa er, hann var ekki að höndla fabið og þá er bara eitt til ráða: slá þennan maðurfukker aftur til raunveruleikans. Bara beint á túllann. Já hún Zsa Zsa lætur sko ekki vaða yfir sig ónei, þú færð á einn á snúðinn ef þú heldur öðru fram.
BITCH PLEASE
Litlir Bleikir Fílar kveðja hér með í dag. Þeim líður örlítið betur en það er einungis útaf því að þeir fengu smjörþefinn af Gabor systrunum og það er allra meina bót. ADHD kisan er ekki frá því að þessi stjörnubragur hafi smitast aðeins yfir á hana. Allavegana er hún byrjuð að vera með stæla og við erum alveg pínulítið að elska það.

Sjáumst vonandi hressari fressingar á morgunn. Þangað til: toooooodloooooo

5 comments:

  1. Ég hef ákveðið að byrja snemma.

    Það má finna mig hér eftir niðri við Laugardalslaug alla laugardaga milli 13 - 17 í beislitaðri silkiskyrtu og með tonn af eyeliner. Á meðan ég lounga þar vil ég láta kalla mig LauLau.

    Fab-kveðjur úr 104.

    ReplyDelete
  2. Bössi er svolítið skotinn í þessarri Zsa zsa.... er hún enn á lífi? Ætli hún sé í eiginmannaleit?

    ReplyDelete
  3. Nei sko ég held ekki vatni yfir þessum skrifum LBF, þú ferð með mig!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þú átt líka vandamál með blöðruna Stefán minn...en það er allt í lagi, þú ert knúsubangsi og ponyhestur þrátt fyrir það. Þrátt fyrir allt.

      Delete