Thursday, May 24, 2012

"Þegar mannréttindi eru brotin er allt hægt"

Jæja. Það var þá. Fílarnir létu loks sjá sig. Mörg loforð voru gefin um að þeir myndu setja inn fullt af allskonar skemmtilegu þrátt fyrir að vera í svona skólaprófum og sumarvinnum og fullt af öllu. En svo varð ekki raunin. Það kom bara ekkert skemmtilegt hingað inn, ekki einu sinni neitt leiðinlegt. Það var ekki fallega gert. En fílarnir kunna sína mannasiði og biðjast velvirðingar á þessu og vona að gott fólk eins og Bössi, Hlössi og Fílabeinsturnasystkinunum hafi ekki orðið meint af þessu afskiptaleysi fílana.
Að öðrum málum.
Fílarnir og ADHD kisan er miklir Júró aðdáendur eins og áður hefur komið fram. Þeir ætluðu að taka hvert eitt og einasta lag fyrir og greina það, leita að leyndum táknum í textum og framsetningu og semja að minnsta kosti eina samsæriskenningu frá hverju landi.
Þeir nenntu því ekki.
ADHD kisan nennti því alveg en langaði líka í tívolíið í Smáralind og gat ekki gert bæði í einu og þurfti að velja.
En þeir horfðu að sjálfsögðu á fyrri undankeppnina á þriðjudaginn og bíða svo spenntir eftir keppninni í kvöld þegar stókostlega spesíukúlan LorEEn stígur á svið og flytur nornaseiðs trukkaslagarinn sinn Euforia, fyrir hönd sænsku þjóðarinnar. Fílarnir geta ekki BEÐIÐ. ADHD kisan er nú þegar búin að sauma sér spes svíþjóðar nærbuxur og hyggst klæðast þeim í kvöld til heiðurs sænsku þjóðinni.
Ef við hlaupum hratt yfir fyrri undankeppnina þá komust Litlir Bleikir Fílar af eftirfarandi niðurstöðum:

Svartfjallaland
Maður sem átti alla möguleika á að "rock the elephants world" en hann var bara semingur í mysing og lítið annað segja um þessi mál. ADHD kisan vildi sjá hann í þessari heitapotts stemmningu á sviðinu en það varð bara ekkert úr því. Sorglegt og leiðinlegt mál.
Axlanudd?
Albanía
Stundum er hægt að vera kona; æpandi, íklædd einhverju sem líkist varahlut í hjólastólalyftu, með sófapullu á hausnum og bitch er bara að OWN-a þetta allt saman í einu kuðli.
Rona(n) Nishilu(Keeting) "ownaði" ekkert á sviðinu í Baku nema mögulega þann tilit sem metnaðarfylltist meindýraeyðir keppninnar því hún virðist hafa veitt rottu, geymt hana inní sófapullunni á hausnum sínum og leyft svo halanum að lafa niður úr. Kannski sem skilaboð til hinna rottanna í Baku um að vara sig. Fílarnir eru ekki viss. ADHD kisan sneri bara upp á trýnið og afneitaði Albaníu.
I haz a rat in my hat
Grikkland
Fallegar konur eru fallegar. Skemmtileg staðreynd. Sérstaklega svona miðjarðarhafs, ólívuolíu, Filippo Berio fallegar konur. Og Litlir Bleikir Fílar hafa ekkert út á það að setja. Þær bregða oft fyrir á skjánum, oft í uppþvottaefnisauglýsingum af einhverjum ástæðum en það er líka bara sneddí. En eins og ADHD kisan er all for this þá finnst henni eitt asnalegt og meira segja ljómandi asnalegt. Af hverju þurfa svona fallegar, ólívuolíu gyðjur alltaf að vera bókstaðflega berrassarað, ég-sé-í-rassinn-á-þér, hverjum-ertu-að-ögra, í Júróvisíón? Nei grín og grallaralaust, við vitum að meðalhitastigið í Grikklandi er svona 650 °á selsíus og buxur yfirleitt ekki mikið þarfaþing en kommon. Cover it up lady! 
Rétt upp hönd sem er of fallegur fyrir buxur!
Danmörk
Alanis Morrisett er amerísk/kanadísk/kanadaamerískí og má því ekki taka þátt í Júróvision. Þessi danska dama fannst þetta hin mesta ósanngirni og ákvað að koma sem holdgervingur Morrisett og tjúna smá indie inn í Júrótrashið. Fílarnir fíluðu hana en ADHD kisan fannst hún bara ógisslega mikil ég-elska-Alanis-Morrisett-og-ég-versla-bara-í-Spúútnik-og-hey!-borða-bara-lífrænt-og-fair-trade-muðerfukker.
ADHD kisunni fannst þetta vera eins og illa stíliseruð myndataka fyrir Urban Outfitters og lagið alltof Létt 96,SJÖÖÖööööööÖÖÖÖÖöööööö

Indie Rock goes Euro Trash
Rússland
Ömmur. Engin á rassinum. Ein á kanntinum sem var svona að leiðbeina restinni: löl. 
Fílarnir og ADHD kisan elskuðu þetta og klöppuðu mikið þegar litla babúskan tók út úr ofninum og höfðu gaman af. Ást á ömmur.
STJARNA
Austurríki
Typpaostar. Blikkandi rassgöt. Þreyttasta strippara akt allra tíma. AHDH kisan og fílarnir reyna venjulega ekki að vera svona rosalega leiðinleg en þeim langar bara að senda þessu lagi og þeim sem fluttu það og héldu að þetta myndi heilla einhvern annan en kynferðisafbrotamenn með einbeittan brotavilja: fokka þú þér og þér er ekki boðið í júróvisíón og það er bara rassafýla af þér og þínu krúi. Mamma þín er beygla. Bújakasha.

Beygla með typpaost á tilboði
Írland
ADHD kisan elskar Jedward enda finnst henni hún eiga svo margt sameiginlegt með þeim, sbr. handahlaupin. Litlir Bleikir Fílar halda hins vegar að kisan hafi einfaldlega fengið blýeitrun og sjái bara tvöfalt, greyjið. Hvort sem að það er rétt eða ekki höfðu fílarnir gaman af því þarna var gosbrunnur og þeir fóru inn í gosbrunninn og voru bara massa hressir á kantinum. Ekkert ljótt við það.

Tvíburar-silfur leggins-spandex
Fílarnir nenna ekki að renna í gegnum fleiri lög því þetta er hvort eð er búið og svo er svo stutt í keppnina í kvöld með uppáhalds drottningunni LorEEn og vonandi fleiri berrassöðum miðjarðahafskonum og typpaostum, og illa tentum köllum í heitum pottum og konum í skemmtilega skrýtnum tjáningardönsum og bara fullt af glimmeri. Aldrei of mikið af glimmeri.


Lilla Ísland: smart og fagmannlegt og bara smartness. Litlir Bleikir Fílar og ADHD kisan voru stolt og afsakplega kát yfir að Greta og Jónsi hafi komist áfram. Enda bara smart.
JEIJ!

Fílarnir kveðja og ADHD kisan segir : Hasta la vista baby!
Glöð að vera komin aftur. Djúsí diskó knús

2 comments:

  1. Fyrir hönd Fílabeinsturnasystkinanna þá ertu aftur komin í náðina. Lárperumauk í scoop-flögum í verðlaun handa kisulóru!

    ReplyDelete
  2. Bössi vil hrósa Azerum fyrir fagmannlega unna keppni og þeim tókst með undraverðum hætti að fela öll mannréttindabrot sín með ótrúlegum hætti í heila 2 klst. Ætli þetta dugi út laugardaginn?

    Annars hefði hann viljað heyra skoðun LBF á Belgísku snótinni. Bössi var hrikalega hrifinn af henni og þótti leitt að hún hafi ekki komist áfram.

    ReplyDelete