Saturday, April 14, 2012

Lean like a chola

Cholas. Þið vitið kannski ekki hvað það er. Það er allt í lagi. Þær eru ekki til á Íslandi. Og ekki í Danmerkur heldur. Eiginlega ekki neinnstaðar nema á Los Angelse svæðinu í Bandaríkjunum.
Þær eru einkennilegri eintök en skinkur (meira að segja þessar japönsku með límmiðana á enninu-spes)

Cholas eru stelpur sem alast upp í fátækustu og hættulegustu hverfum Los Angelse og eru af innflytjendum frá Mexikó, yfirleitt ólöglegum. Áður fyrr þóttu þær aðeins tengjast Cholos sem eru latneskir innflytjendur sem ganga í glæpaklíkur og halda heilu hverfunum í heljargreipum. Hins vegar virðast svo vera að þær gefa strákunum ekkert eftir. Á undanförnum áratugum hafa þær stofnað sjálfar glæpagengi og geta verið stórhættulegar. Köld eru kvennaráð. Ef þú gengur inn í gengið og svíkur þær síðan, áttu ekki langt eftir. Hins vegar er ekki mikið annað í boði fyrir þessar stelpur; þær verða oftast óléttar ungar, flostna upp úr námi í gagnfræðiskóla og verma biðstofur félagsstofnana. Sem er sorglegt og ömurlegt.
EN ÞÆR ERU MEÐ STÓKOSTLEGUSTU AUGABRÚNIR SEM FÍLARNIR HAFA NOKKURNTÍMANN SÉÐ I HELA LIVET!

Stórmerki og undur

Litlir Bleikir Fílar hafa engan áhuga á að sökkva sér ofan í afbrotahegðun þriðju kynslóðar kvenkyns innflytjenda frá Mið-Ameríku á Vesturströnd Bandaríkjanna upp úr og um miðjan níunda áratug seinustu aldar. Það er fyrir einhvern annan, sú manneskja má til dæmis heita Hlaðgerður eða Brünhildur eða Benedikta. Bara svona uppástungur.
Allavega, aftur að Cholas. Hversu miklir töffarar? (Litlir Bleikir Fílar styðja hvorki ofbeldi né ofplokkun en þeir geta ekki annað en elskað þessar)
Ef þú villt ekki vera memm ertu eiginlega dauð. Ok?
Ef þið hafið áhuga á að taka Chola lúkkið lengra eruði ekki ein um það. Margri í útlöndum kjósa að líta svona út þó þau tengist engum gengjum og eru kannski bara að læra lífeindafræði og vinna á símanum á Hróa Hetti um helgar. En til þess að uppfylla Chola kröfurnar þarftu að vera með eftirfarandi á hreinu:

-Þú þarft að taka á honum stóra þínum og raka af þér augabrúnirnar. Grín og grillaust þá er það lang auðveldasta leiðin, ef þú ætlar að plokka motturnar þínar þá skaltu bara koma þér vel fyrir því það tekur svona átta sólarhringa samfellt.

-Æfa þig að teikna með tússpenna því þessar augabrúna línur verða öðruvísi ekki til. Cholas vilja alltaf vera reiðar og þú verður bara gjöra svo vel að vera alltaf í túrfýlu. (#bannaðaðbrosa@victoriabeckahm)

-Þetta er mjög einfalt: rauður varalitur & svartur varablíantur. Nú eða ef þú villt breyta til og kannski vera sumarleg getur verið með gylltan varalit og dökkbrúnan varablíant-aðeins meira natural, þúst. Þetta er möst og ekki reyna að sleppa þessu því annars kemur einhver Chola og kýlir úr þér framtennurnar-true story.

Gwen Stefani vill vera eins og Chola. Gott hjá henni.
-Flónel skyrta, skopparabuxur, afaklútur og helst einhverskonar skotvopn. Og barn í maganum. Og gervi neglur sem gera öll dagsdagleg verk ómöguleg. 

En öllu gríni sleppt finnst fílunum þær ógeðslega flottar. Þvílíkir kúlistar. Litlir Bleikir Fílar fá það á tilfinninguna að þessar stelpur fái ekki margar silfurskeiðar í lífinu en gera samt eitthvað, reyna sess í þessum ljóta heimi og lifa af. (en þó á  mjög mögulega  ofbeldisfullan og ólöglegan hátt og Litlir Bleikir Fílar eru svo saklausir að þeir vita eiginlega ekkert um þetta. Þeir eru englapiss)
Endum á þessum stelpum sem kalla eflasust ekki allt ömmu sína. 
Litlir Bleikir Fílar ætla reyna að blogga eins mikið og þeir geta en það eru þessi ljótu próf og þá þurfa fílarnir aldeilis að hysa upp um sig böxörnar. Eða meira segja svona klæða sig í buxur og svo hysja þær upp um sig og setja á sig eitthvað sætt belti. Kannski gult. Vitum ekki. Þetta er allt í framtíðinni. Sjáumst þar krakkar-Peace out!



2 comments:

  1. Bössi er ástfanginn!

    ReplyDelete
  2. Þar sem ég bjó þá kallaðist þetta Chola. Mér finnst þetta tvennt mjööög ólíkt ;)
    http://www.google.is/imgres?um=1&hl=is&rlz=1C1SKPC_enIS395IS396&biw=1280&bih=685&tbm=isch&tbnid=ULRV0XJEyZe_tM:&imgrefurl=http://www.visitaecuador.com/galeria.php%3Fcod%3Dzm5qNUOH70%26cat%3D15%26det%3D9NMKjWLsL9%26desde%3D0&docid=gq0yOKfQuYyvyM&imgurl=http://www.visitaecuador.com/fotos/galeria/foto_2005-06-09_zm5qNUOH70.JPG&w=350&h=467&ei=tZ6KT4mJK9Pb8gO9gpTdCQ&zoom=1&iact=hc&vpx=1045&vpy=122&dur=4603&hovh=259&hovw=194&tx=165&ty=161&sig=108975759741598252865&page=1&tbnh=144&tbnw=115&start=0&ndsp=19&ved=1t:429,r:5,s:0,i:70

    ReplyDelete