Monday, April 2, 2012

Ósmekkleg og hávær

Þegar maður eru veikur dettur manni ýmislegt mismerkilegt í hug. Eiginlega ekkert. Heilinn er stopp og segir fokkjú maðurfukker. Svo maður snýr sér að tómstundum sem eru álíka heiladauðar og maður sjálfur. Þar kemur jútúb inn í myndina. Litlir Bleikir Fílar horfðu á mögulega sextíuogfimmprósent af öllu því efni sem þar er inná (Ykkur til fræðslu og fróðleiks hlaðast inn fjögurtíuogátta klukkutímar af efni inn á jútúb á hverri mínútu, vása!)
Og hvar á jútúb endar þessi farlama kona sem hér skrifar? Jú, í níunda áratugnum, hvar annars staðar! Auðvitað eru svo margar sjónvarpsperlur sem koma upp í huga þegar æskuáratugurinn ber á góma og hæst ber að nefna stórþáttinn The Nanny. Hún var í algjöru uppáhaldi, skiljanlega. Ósmekkleg og hávær, alveg eins og Litlir Bleikir Fílar!
Þið gætuð haldið að uppáhaldið mitt hafi verið sjálf Nanny en nei það er Mamman og Amman sem Litlir Bleikir Fílar halda ofsalega upp á. Enda á ekki að þurfa tvítóna það neitt að tvær aðrar eins konur sem eru í þetta miklu magni af gylltum nylon fötum verða bókstaflega að vera snillingar. Annað er ekki hægt.
Þessi kona: meistaraverk

Finniði ilmvatnslyktina?
Litlir Bleikir Fílar geta vel hugsað sér að verða svona þegar þeir verða gamla konur (þeir eru sem sagt fílar en geta alveg orðið gamlar konur ef þeim langar...ekki segja að það sé ólógískt....þú ert að lesa blogg sem er stjórnað af ofvirkri kisu með athyglisbrest....líttu í eigin barm/barn/bar)

Þið þekkið öll svona ilmvatnsgulldrottningu. Hún er kannski frænka eða ömmusystir, yfirleitt barnlaus og kannski ekkja en hefur ALDREI sagt skilið við glamúrinn. Hún heldur uppi axlapúðabransanum auk þess að vera með bestu neglurnar í bænum! Og þær eru alltaf naglakkaðar upp að fullkomnun og aðeins í eftirfarandi litum: glamúr gull, Barbie bleikur eða Blóðtappa rautt. Svo að við eyðum ekki meira púðri í að ræða annað en hárið. Ó hárið! Mjög mögulega sofa þær í svona gaurum:
Elegance de luxe-nýja orðið á götunni
Hvað varðar stílinn eru þær fastar einhverstaðar á milli sjöunda og níunda áratugnum en einkunnarorðin eru auðvitað alltaf: Sé það gullitað gervi-efni þá sé það FALLEGT
GOLDEN SHOWER
ADHD kisan varð fyrir miklum áhrifum með þessum glæsilegu konum og ákvað að taka 80's glamúrinn alla leið.
80's kisi er 80's
Litlir Bleikir Fílar þurfa að snúa sér af mikilvægari málum en að uppfylla blogglesningarþarfir yðar, eins og til dæmis að sinna háskólanámi (bömmerr) Þeir ætla þó að reyna að setja hér inn eins mikið og þeir gera en þeir verða þó að segja að hér eru gæði tekin fram yfir magn og þeir reyna eftir bestu getu að gera hina skemmtilegustu lesingu fyrir yður, enda eruð þér, hjartkæri lesandi, hafður á hávegum hjá þessum bleiklituðu fíladýrum. Þeim þykir ákaflega vænt um að þér skuluð nenna að detta sér inn á og lesa það sem þeir hafa að segja. Með öðrum orðum: þú ert kjút og djúsí dúlla og kjallabolla og það er ógeðslega kósý og bjútífúll þegar þú lest blöggið og finnst það líka skemmtilegt fönn.

XóXó (gossip göhrlj)

3 comments: