Tuesday, April 3, 2012

Fullkomin tímaeyðsla

Litlir Bleikir Fílar eyða ómældum tímum á netinu. Þeir viðurkenna það fúslega enda ekki annað í boði. Fólk gæti tekið upp á því að taka tölvuna af fílunum í óformlegri tilraun til að sjá hversu lengi þeir héldu út og þeir myndu mjög líklega kveikja í hárinu á hverjum þeim sem stæði í vegi fyrir því að þeir kæmust á veraldarvefinn. Það er nú bara svoleiðis.
Það yrði svona en samt ekki svona flott. 
Litlir Bleikir Fílar ætla líka viðurkenna að það eru til aðrar heimsíður sem eru jafn skemmtilegar og þessi. Jafnvel betri. Jafnvel betur skrifaðri. Jafnvel aðeins meira örvandi fyrir þenkjandi heilahvelið. 
(En þið lesendur góðir og ég og fílarnir erum greinilega óbjargandi kvikindi svo þið getið bara leyft einhverjum ófyndnari að lesa http://www.guernicamag.com/ sem er menningarrit sem fjallar um pólitík, sögu, bókmenntir og listir......ZZZZZZZzzzzzZZZZZzzzz sorrý við sofnuðum þegar við vorum að skrifa þetta.)

En þær síður sem við lesum mikið eru margar og skemmtilegar og það er barrasta mjög erfitt að velja nokkrar til að gefa ykkur smjörþefinn af netrúnti okkar fyir daginn. 

dlisted er skyldulesning á hverjum degi. Litlir Bleikir Fílar er varla byrjaðir að búa til skúlptúr úr stírunum sínum þegar þeir eru búnir að lesa dágóðan skammt af dlisted. Það er bara svo ógeðslega fyndið og steikt og ósmekklegt og undurfagurt að þeir fá ekki nóg. Þetta er eins og fyrsta sígaretta dagsins fyrir reykingarmenn. Það jafnast bara ekkert á við það. 

whatshouldwecallme þekkja margir núna enda hefur hún farið eins og eldur í sinu um landsmanninn.  Þetta er fullkomin síða fyrir fólk með ADHD enda er lítill sem enginn texti og bara myndbrot úr einhverri snilldinni. Það er erfitt að útskýra þetta nánar, enda kannski útaf því að við vorum að vakna og  þá er bara allt erfitt yfirhöfuð, þiðafsakiðmigpent.

Viceland: DO's and DON'Ts  Ok þetta er eiginlega creme de la creme de la luxe de la mathafakka. Þegar Litlum Bleikum Fílum líður ekki 100% eins og þeir séu bestir í heiminum þá fara þeir inn á þessa síðu og : B-O-B-A þeir eru komnir í stuð. Fólkið þarna inn er náttúrulega ofsalegt flogakast en svo þegar textinn er kominn við þá erum við komin í rússneskan rússíbana. Hólímakkaroní, ADHD kisan velltist yfirleitt um af hlátri og yfirleitt pissar smá í sig sem viðauka. Yfirleitt eru "DO" (eða fyrir ykkur sem eru alþjóðlega fötluð þýðir það smá ,,má" gera eða er ásættanlegt en er í raun yfirleitt bara mynd af sætri stelpu eða tvær sætar stelpur og stundum bara ein sæt stelpa með hund. 
En DON'Ts (það sem má ekki krakkar!!) það er best! Það er svo gott! Of gott gotterí! 

DON'T:

Ef þú lætur tattúera á þig "tramp stamp" og svo engil í kringum það ertu í raun að biðja um nálgunarbann á alla eggjastokka.

DO:
Áður en þú ferð á djammið er mikilvægt að þú finnir þér einn vin sem sér um að henda þér í innkaupakerru og rúlla þér heim á leið. Svo mikilvægt að vera öruggur. Allskonar brjálæðingar í bænum.
shrugging er svo orðin okkur svo kær. Hér er enginn texti svo þú getur svo sem verið ólæs og samt notið þessara snilldar. En hins vegar ef þú ert ólæs ertu kannski ekki mikið á netinu yfirhöfuð. Nú er kisi bara orðinn ringlaður. Allavegana, shrugging er yndisleg síða full af allskonar vitleysu, fullkomin tímaeyðsla. 

Þetta er bara brot af gamaninu. Vitaskuld skoða Litlir Bleikir Fílar tískublögg, en oftast meira bara til að vera handviss um að það sé til smekklegra fólk í þessum heimi en þeir sjálfir. Hæst ber að nefan Elísabet Gunnars sem er vinkona okkar og gæti verið ógeðslega óskarsverðlauna fín ef hún klæddis sig í álpappír með kjúklingaafgöngum á og setti svo umferðarkeilu á hausinn. Hún yrði ekki bara smart, hún yrði ÜBER skvíza og það myndi einfaldlega enda á því að eftirspurn eftir umferðakeilum sem höfuðföt myndi springa út úr öllu valdi og það yrði að hækka öll þök svo fólk gæti sportað umferðakeilunum sínum ógrátandi og án alls vesens. (Núna þegar ég byrja að spá í því þá væri þetta ekki nægilega praktískt og ég bara bið þig Eló mín að láta það vera að gera umferðarkeilur að hátískuhöfuðfötum. Það yrði bara svo mikil mál. Oktakkogblessogþúertsæt)

Hér segir ADHD kisan stopp og biður fílana vinsamlegast um að halda áfram að læra. Háskólanám gerist ekki af sjálfu sér en ef svo væri þá væru fílarnir löngu orðnir sjöfaldir doktorar í lífeðlisefnaheilaheimspeki. But of course.

Þeir kveðja í dag og vona að þið kíkið nú á eitthvað af þessum líka blússandi skemmtilegu síðum sem við bjóðum hér upp á. Þeir óska ykkur góðs þriðjudags (hvernig eru þriðjudagar öðruvísi en góðir??)
AHDD kisan sendir knús


2 comments:

  1. Hahaha, það sem að þér dettur í hug elsku bleiki vinur. xxx
    Umferðarkeilur verða til staðar - ég ætla mér ekki að nota þær sem höfuðfat.
    KRAM&KOSSAR

    ReplyDelete
  2. Ég elska nýjar færslur, ÉG ELSKA ÞÆR!

    ReplyDelete