Friday, April 9, 2010

Fake it until you make it

Flestir 8 ára krakkar sem halda tónleika í eldhúsinu heima hjá sér eru amatörar en þessi vinur minn hann er pró. Alveg bara atvinnumaður. Það er ekki hægt að fake-a svona dæmi. Hann er svo flottur að það er ekki fyndið. Ég meina jú hann er geggjað skondinn í alltof litlum MikkaMús bol og ég er ekki alveg tilbúin til að samþykkja þessar stuttbuxur en hreyfingarnar og innlifunin og taktarnir... ómæ litlu fingrasmellirnir hans eru milljón.
Hann er æði. Ég meina það!
Er búin að horfa á þetta fjórum sinnum. Fæ ekki nóg!
Svo þegar hann hefur lokið sýningunni labbar hann bara útúr myndinni, of kúl til að ræða þetta eitthvað frekar. Bara flottur á því!
Af hverju ekki að hætta í smástund að passa uppá kúlið. Bara sleppa því alveg. Taka bara einn snúning með banana í hendinni og vera bara sátt með lífið.
Það er nú einu sinni föstudagur.

8 comments:

  1. næsti Justin Bieber eða what's his face...er að fíla þennan gaur!
    bestur finnst mér þó gaurinn á brókinni sem vappar þarna um á bakvið...seksi!

    ReplyDelete
  2. Hann er alveg með þetta þessi snilli!! En móðir hans aftur á móti kemst ekki með tærnar þar sem drengurinn hefur hælana.. ég held að Perez eigi eftir að ættleiða hann!

    ReplyDelete
  3. Hólí gvagó!

    Ég kann að meta þennan dreng. Og líka casual stemmninguna þarna á heimilinu ... vídjó vélin á lofti en allir bara á brókinni!

    ReplyDelete
  4. Já bara casual á kantinum. Ekkert ljótt við það ;-)

    ReplyDelete
  5. Hvar fannstu þetta Anna Margrét !?
    Bwahahaha !!

    Annars býð ég þig velkomna. Þig og bleiku fílana.
    Ég er ánægð með nafnið :o)

    ReplyDelete
  6. Anna Margrét GunnarsdóttirApril 10, 2010 at 3:14 AM

    Vei takk fyrir það sæta mín.
    Af hverju bleikir fílar gætiru spurt sjálfa þig.
    Af hverju ekki?
    Nei annars veit ég það ekki.
    Knús á ykkur, takk fyrir stuðninginn!! <3

    ReplyDelete
  7. Haha sérdu ekki ad stuttbuxurnar fylgja bolnum.. Svaka flott outfit.. Ég verd ad segja ad uppáhaldid mitt er tegar hann leggst nidur..
    Flottastur.. Samt svolitd módur greyid..

    ReplyDelete