Friday, April 9, 2010

Mússí mússí

Sæl veriði öll sömul.

Þetta er fyrsta bloggfærslan mín hér inná Litlu bleiku fílarnir.
Jæja, þá er það staðfest. Ég er strax komin með aulahroll. Ekki það að mér finnst blogg eitthvað ekki sniðug. Því mér finnst mjög gaman að lesa blogg, en þá annarra manna blogg.

Þetta er kannski 17. tilraunin mín til að stofna blogg. Fyrst sest maður niður og finnur uppá fábæru nafni og semur svo einhverja færslu, alveg bráðskemmtilega og maður hlær jafnvel upphátt af sínum eigin brandara. Svo lítur maður uppúr tölvunni og hugsar : já þetta verður snilld. Ég er snillingur og þetta verður snillarinnar bloggin. Snilldin ein jafnvel!
Svo save-ar maður og rosa spenntur fer beint til að kíkja á síðuna...er nokkur búinn að commenta?? Rennir augunum yfir síðuna að springa úr stolti og les svo herlegheitin yfir í tólfta skiptið á seinasta korterinu.
Og það er GLATAÐ! Þvílík vonbrigði. Haha oj þetta er það allra kjánalegasta sem þú hefur lesið. Svona eins og að heyra sjálfann sig tala inná segulband. Hefuru gert það? Langaði þig ekki bara til að fara uppá næsta háhýsi og kasta þér niður? Aulalegt much??

En er þetta ekki bara eins og að sofa hjá í fyrsta skipti? Er ekki alltaf óþægilegt að hugsa til þess. Nei ég meina það er enginn og ég held ég geti verið handviss um það að ENGINN er laus við kjánahrollinn þegar sá hinn sami fer á vit minninganna og hugsar um ,,fyrsta skiptið".

Svo ég verð bara að bíta í það súra epli að: já þetta er fyrsta færslan mín og já hún er allsvakalega kjánalega og ekki laus við að vera hallærisleg líka.
Þá er þetta allt gott og blessað. Ég reyni að koma upp með eitthvað skemmtilegra að segja frá fljótlega og þið getið farið í langa sturtu og reynt að skrúbba þessa færslu af ykkur.

Bleiku fílarnir biðja að heilsa

Anna

2 comments: