Monday, April 12, 2010

Mánudagur til mæðu ( og megrunar)


Komplexar. Vonandi kannastu ekkert við þá. Hins vegar eru yfirgnæfandi líkur á því að þú þekkir þá vel og hugsir um þá daglega. Eitthvað við þig sjálfa(n) truflar þig, kannski er það einhver líkamspartur sem er of stór eða alls ekki nógu stór. Ég vona að þú hugsir ekki stanslaust um þetta en margt minnir mann á þessar hugsanir ( sem manni sjálfum finnst vera meira staðreyndir en bara ímyndanir í huganum) Speglar, ljósmyndir,viktir eru sönnunargögnin og við notum þau óspart til að rökstyðja mál okkar og strá salt í sárið. ,,Viktin segir að ég sé svona þung/ur, oj hvað ég er feit" - Kannastu við þetta?

Ég er til dæmis ekki alltaf með hugann við komplexana mína en sumir dagar eru verri en aðrir. Ljótan ógurlega bregður sér á stjá. Allt er að og ég er ómögleg á alla vegu. Áður en deginum líkur er ég búin að ákveða 10 lýtaaðgerðir, búin að plana matarræði sem myndi hæfa munaðarleysingja í Rúmeníu og er auðvitað harð ákveðin í því að mitt útlit verði einfaldlega að taka stakkaskiptum. Þetta gangi einfaldlega ekki lengur. Sem betur fer er ég yfirleitt búin að gleyma fitusoginu og 100-kaloríur-á-dag matarplaninu næsta dag, í versta falli. Þetta lifir allavegana aldrei lengi. Þetta er samt ekki bara leiðinlegur og niðurdrepandi tími fyrir mig sjálfa heldur alla þá sem eru í kringum mig. Aldrei datt manni í hug að gamla (góða) ,,fituklessutuðið" gæti gramist öðrum:

Í fyrsta lagi er ekkert skemmtilegt eða sjarmerandi við það að þurfa að hlusta á manneskju ( stelpu) taunglast á því hvað hún sé ljót. Mjög líklega er þetta sætasta stelpa sem þú veist um, norðan og sunnan Esjunnar. En hún verður allavegana ekki sætari fyrir vikið. Hefur gert fýlusvip og litið í spegil? Já einmitt, ekki beint besta lúkkið þitt.

Af hverju er ég alltaf að gera úr því slæma og lítið úr því góða? Það mætti halda að þegar ég kynnti mig fyrir ókunnugum myndi ég segja : Hæ! Ég heiti Anna Margrét og ég er með risa stóra upphandleggsvöðva og æðaslit á fótunum!

Hver vill heyra svona? Og þarf einhver að vita þetta? Og af hverju í ósköpunum ætti þeim ekki að vera saman? Mér er allavegana alveg (skít) sama hvort þessi þarna sé með bananabrjóst eða hárið á þessum er farið að þynnast á kollinum.

Staðreyndin er grátbrosleg: við fáum ekki nóg af okkur sjálfum og fátt annað kemst að. Þannig að öll þessi tár í koddann yfir 500 gramma aukningu á þyngdinni voru tja, satt að segja, tilgangslaus.

En ekki misskilja mig; ekki fara fá kökk í hálsinn yfir því hvað þú ert mikill egóisti og hugsir bara um hvað þú fáir mörg stig á Rate my hotness.com Það er bara mikilvægt að huga stundum að því, svona á milli þess sem þú klípur í lærafituna þína, að lífið snýst um miklu mikilvægari hluti og er í raun milklu betra þegar þú ert ekki í þessu kapphlaupi um að vera einhver annar/önnur, betri en þú ert núna. ( því þú ert nenfinlega á hlaupabretti og þar að leiðandi kemstu ekki mjög langt)

Svona dagar koma og fara. Ljótuna kíkir alltaf í heimsókn, öðru hvoru. Vertu bara viss um að hún líði hjá, ljótan á ekki að vera tjilla hjá þér í heilan mánuð. Þá þarftu að athuga málið. Svona til að slaufa þetta vil ég bara minna þá sem líkt og ég eyddu þessum mánudegi með ljótuna í heimsókn að þetta tekur enda og sem betur fer! Til eru einstaklingar sem þjást dag hvern bara við það eytt að sjá spegilmynd sína og ganga í gegnum þvílíkar eldraunir til þess eins að reyna líta betur út ( en ekki endilega til að láta sér líða betur)

Heidi Montag og 99% plastaði líkaminn hennar er sorglegt dæmi um manneskju sem lifir með ljótuna í hjartanu og auminginn fær aldrei frið.

Ég ætla allavegana að reyna að vera hress og gleyma 'plexunum mínum. Það er alveg nóg að vita af þeim, óþarfi að pæla þetta eitthvað lengra.

Gangi okkur vel! ( sagt í hundrað prósent einlægni, eða svona...)



2 comments:

  1. Þú ert uppáhaldscomplexamanneskjan mín.

    Hef ekki strítt þér á þeim í svolítið langan tíma - takk fyrir að minna mig á ;)

    -Edda

    ReplyDelete